Gætir jafnvægis, þótt sagnfræðin sé honum kær Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2016 11:00 Guðmundur Hálfdanarson lauk doktorsprófi í evrópskri félagssögu frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 1991. Dr. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, tók í upphafi mánaðar við starfi forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands en forseti Hugvísindasviðs er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Guðmundur tók við starfinu af Ástráði Eysteinssyni prófessor, sem hefur verið forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands frá upphafi embættisins á haustmisseri árið 2008. Guðmundur segir þó að hann hafi ekki lengi stefnt að embættinu heldur hafi einfaldlega gripið gæsina er hún gafst. „Ég tók nú eiginlega bara þessa ákvörðun þegar forveri minn gaf til kynna að hann hygðist láta af embætti,“ segir hann glaður í bragði og bætir við: „Ég fór nú ekkert að hugsa um þetta fyrr en það var ljóst að staðan myndi losna.“ Guðmundur var skipaður í stöðu Jóns Sigurðssonar, prófessors við Háskóla Íslands árið 2012, og hefur starfað sem lektor, dósent og prófessor í sagnfræði við háskólann og birt mikið af fræðigreinum á alþjóðlegum sem og innlendum vettvangi auk ýmissa ritstarfa. Guðmundur lauk bakkalárprófi í sagn- og fornleifafræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og kandídatsprófi í sagnfræði frá háskólanum tveimur árum síðar. Meistaraprófi í sagnfræði lauk hann árið 1985 frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og doktorsprófi í evrópskri félagssögu frá sama skóla árið 1991. Hann skellir strax upp úr þegar hann er spurður að því hvort hann muni leggja sérstaka áherslu á sagnfræðideildina. „Ég mun gæta jafnvægis, mér er sagnfræðin auðvitað mjög kær en ég mun gæta hagsmuna allra þeirra greina sem falla undir sviðið,“ segir Guðmundur staðfastur og bætir við að sviðið sé mjög breitt og því auðheyrt að spennandi og krefjandi verkefni eru fram undan. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir; deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, guðfræði- og trúarbragðafræðideild, íslensku- og menningardeild og sagnfræði- og heimspekideild. Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Dr. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, tók í upphafi mánaðar við starfi forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands en forseti Hugvísindasviðs er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Guðmundur tók við starfinu af Ástráði Eysteinssyni prófessor, sem hefur verið forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands frá upphafi embættisins á haustmisseri árið 2008. Guðmundur segir þó að hann hafi ekki lengi stefnt að embættinu heldur hafi einfaldlega gripið gæsina er hún gafst. „Ég tók nú eiginlega bara þessa ákvörðun þegar forveri minn gaf til kynna að hann hygðist láta af embætti,“ segir hann glaður í bragði og bætir við: „Ég fór nú ekkert að hugsa um þetta fyrr en það var ljóst að staðan myndi losna.“ Guðmundur var skipaður í stöðu Jóns Sigurðssonar, prófessors við Háskóla Íslands árið 2012, og hefur starfað sem lektor, dósent og prófessor í sagnfræði við háskólann og birt mikið af fræðigreinum á alþjóðlegum sem og innlendum vettvangi auk ýmissa ritstarfa. Guðmundur lauk bakkalárprófi í sagn- og fornleifafræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og kandídatsprófi í sagnfræði frá háskólanum tveimur árum síðar. Meistaraprófi í sagnfræði lauk hann árið 1985 frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og doktorsprófi í evrópskri félagssögu frá sama skóla árið 1991. Hann skellir strax upp úr þegar hann er spurður að því hvort hann muni leggja sérstaka áherslu á sagnfræðideildina. „Ég mun gæta jafnvægis, mér er sagnfræðin auðvitað mjög kær en ég mun gæta hagsmuna allra þeirra greina sem falla undir sviðið,“ segir Guðmundur staðfastur og bætir við að sviðið sé mjög breitt og því auðheyrt að spennandi og krefjandi verkefni eru fram undan. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir; deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, guðfræði- og trúarbragðafræðideild, íslensku- og menningardeild og sagnfræði- og heimspekideild.
Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira