Þegar Bómull laumast til að bjarga rauða egginu breytist allt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. janúar 2016 13:30 María og Virginia Gillard í hlutverkum sínum sem Krumpa og Bómull. Mynd/Gaflaraleikhúsið „Þetta er sýning fyrir yngstu börnin. Þar eru tvær verur í hvítum heimi, þær Krumpa og Bómull.“ Þannig byrjar María Pálsdóttir leikkona að lýsa leiksýningunni Hvítt sem Gaflaraleikhúsið frumsýnir í Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnudaginn, 17. janúar, klukkan 13. Verkið er skosk verðlaunasýning eftir Andy Manley og Ian Cameron. Það var fyrst sýnt á Edinborgarhátíðinni 2010 og hefur farið sigurför um heiminn. Sjálf leikur María Krumpu en Virginia Gillard leikur Bómull. Leikstjóri er Gunnar Helgason. „Krumpa og Bómull eru að passa upp á hvít fuglahús og taka á móti eggjum sem falla af himnum ofan. Svo fara að birtast litir, fyrst grænt snifsi, það fer beint í ruslið, svo finnst bleikt snifsi og það fer sömu leið. Krumpa og Bómull reyna að halda öllu í horfinu og passa að ekkert breytist,“ segir María og heldur áfram að lýsa innihaldi sýningarinnar. „Síðan gerist það að rautt egg fellur af himni ofan og það fer í ruslið eins allt annað sem er litað. Þær stöllur fara að sofa en Bómull laumast til að bjarga rauða egginu og eftir það byrjar allt að breytast því litirnir fara að taka yfir. Hvíta blaðran er allt í einu orðin blá. Svo endar allt í litasprengju og þá viðurkenna þær Krumpa og Bómull hvor fyrir annarri að þær elska liti.“ Hvítt er nú í fyrsta skipti sýnt í samstarfi við listasafn en það hefur lengi verið draumur höfunda verksins. Frá og með sýningum frá 23. janúar ætlar Hafnarborg að bjóða sýningargestum í spennandi ferð með vasaljós um sýningu hafnfirska listamannsins Kristbergs Péturssonar Hraun og mynd. Hvítt er lærdómur um litina fyrir börnin og áminning um litróf mannlífsins fyrir alla. Það er ætlað eins til fimm ára börnum og svo eru fullorðnir brosandi út að eyrum, að sögn Maríu. „Það eru ekki mörg orð í sýningunni heldur gjörðir.“ Menning Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er sýning fyrir yngstu börnin. Þar eru tvær verur í hvítum heimi, þær Krumpa og Bómull.“ Þannig byrjar María Pálsdóttir leikkona að lýsa leiksýningunni Hvítt sem Gaflaraleikhúsið frumsýnir í Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnudaginn, 17. janúar, klukkan 13. Verkið er skosk verðlaunasýning eftir Andy Manley og Ian Cameron. Það var fyrst sýnt á Edinborgarhátíðinni 2010 og hefur farið sigurför um heiminn. Sjálf leikur María Krumpu en Virginia Gillard leikur Bómull. Leikstjóri er Gunnar Helgason. „Krumpa og Bómull eru að passa upp á hvít fuglahús og taka á móti eggjum sem falla af himnum ofan. Svo fara að birtast litir, fyrst grænt snifsi, það fer beint í ruslið, svo finnst bleikt snifsi og það fer sömu leið. Krumpa og Bómull reyna að halda öllu í horfinu og passa að ekkert breytist,“ segir María og heldur áfram að lýsa innihaldi sýningarinnar. „Síðan gerist það að rautt egg fellur af himni ofan og það fer í ruslið eins allt annað sem er litað. Þær stöllur fara að sofa en Bómull laumast til að bjarga rauða egginu og eftir það byrjar allt að breytast því litirnir fara að taka yfir. Hvíta blaðran er allt í einu orðin blá. Svo endar allt í litasprengju og þá viðurkenna þær Krumpa og Bómull hvor fyrir annarri að þær elska liti.“ Hvítt er nú í fyrsta skipti sýnt í samstarfi við listasafn en það hefur lengi verið draumur höfunda verksins. Frá og með sýningum frá 23. janúar ætlar Hafnarborg að bjóða sýningargestum í spennandi ferð með vasaljós um sýningu hafnfirska listamannsins Kristbergs Péturssonar Hraun og mynd. Hvítt er lærdómur um litina fyrir börnin og áminning um litróf mannlífsins fyrir alla. Það er ætlað eins til fimm ára börnum og svo eru fullorðnir brosandi út að eyrum, að sögn Maríu. „Það eru ekki mörg orð í sýningunni heldur gjörðir.“
Menning Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira