NFL: Súper fyrri hálfleikur hjá Súperman og félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2016 21:39 Cam Newton fagnar sigri í kvöld. Vísir/Getty Cam Newton og félagar í Carolina Panthers eru komnir í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir 31-24 sigur á Seattle Seahawks í fyrri leik dagsins. Mögnuð byrjun og stórkostlegur fyrri hálfleik gerði nánast út um leikinn en Carolina Panthers komst í 14-0 eftir rétt rúmar þrjár mínútur og var 31-0 yfir í hálfleik. Liðsmenn Seattle Seahawks, sem höfðu komist í Súper Bowl undanfarin tvö ár, gáfust ekki upp og komu sér aftur inn í leikinn en það nægði þeim ekki að vinna seinni hálfleikinn 24-0. Carolina Panthers mætir Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en í boði er sæti í Súper Bowl 2016. Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, fékk góða hjálp í dag og þurfti ekki að skila einhverri súpermans frammistöðu eins og hann er nú þekktur fyrir. Hlauparinn Jonathan Stewart kom til baka eftir meiðsli og skoraði tvö snertimörk og þá var Greg Olsen var með eitt. Vörn liðsins var líka mögnuð og þá sérstaklega í fyrir hálfleiknum þar stjarna varnarlínu Panthers-liðsins, Luke Kuechly, stal meðal annars boltanum og hljóp með hann í markið. Russell Wilson kastaði boltanum tvisvar frá sér í fyrri hálfleiknum en átti síðan þrjár snertimarkssendingar í seinni hálfleiknum, tvær á Jermaine Kearse og eina á Tyler Lockett. Leikmenn Seattle Seahawks hafa oft boðið upp á ótrúlegar endurkomur og sigri þegar öll sund virðast lokuð en það kom ekkert kraftaverk í dag. Liðið sem hefur farið alla leið undanfarin tvö ár og var næstum því búið að vinna annað árið í röð í fyrra er því komið í sumarfrí. Þetta hefur verið magnað tímabil hjá liði Carolina Panthers. Liðið er með besta leikmann deildarinnar í Cam Newton og þegar vörn og aðrir leikmenn eru í formi eins og í kvöld þá er erfitt að veðja á móti þeim í úrslitakeppninni. Seinni leikur kvöldsins er á milli Denver Broncos og Pittsburgh Steelers og er hann í beinni á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn úr þeim leik mætir New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. NFL Tengdar fréttir NFL: Rodgers minnti á sig í sigri Green Bay Green Bay vann Washington með öflugri frammistöðu í síðari hálfleik. 11. janúar 2016 08:00 NFL: Patriots og Cardinals komust áfram í nótt en á mjög ólíkan hátt New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. 17. janúar 2016 12:15 Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45 NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Sjá meira
Cam Newton og félagar í Carolina Panthers eru komnir í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir 31-24 sigur á Seattle Seahawks í fyrri leik dagsins. Mögnuð byrjun og stórkostlegur fyrri hálfleik gerði nánast út um leikinn en Carolina Panthers komst í 14-0 eftir rétt rúmar þrjár mínútur og var 31-0 yfir í hálfleik. Liðsmenn Seattle Seahawks, sem höfðu komist í Súper Bowl undanfarin tvö ár, gáfust ekki upp og komu sér aftur inn í leikinn en það nægði þeim ekki að vinna seinni hálfleikinn 24-0. Carolina Panthers mætir Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar um næstu helgi en í boði er sæti í Súper Bowl 2016. Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, fékk góða hjálp í dag og þurfti ekki að skila einhverri súpermans frammistöðu eins og hann er nú þekktur fyrir. Hlauparinn Jonathan Stewart kom til baka eftir meiðsli og skoraði tvö snertimörk og þá var Greg Olsen var með eitt. Vörn liðsins var líka mögnuð og þá sérstaklega í fyrir hálfleiknum þar stjarna varnarlínu Panthers-liðsins, Luke Kuechly, stal meðal annars boltanum og hljóp með hann í markið. Russell Wilson kastaði boltanum tvisvar frá sér í fyrri hálfleiknum en átti síðan þrjár snertimarkssendingar í seinni hálfleiknum, tvær á Jermaine Kearse og eina á Tyler Lockett. Leikmenn Seattle Seahawks hafa oft boðið upp á ótrúlegar endurkomur og sigri þegar öll sund virðast lokuð en það kom ekkert kraftaverk í dag. Liðið sem hefur farið alla leið undanfarin tvö ár og var næstum því búið að vinna annað árið í röð í fyrra er því komið í sumarfrí. Þetta hefur verið magnað tímabil hjá liði Carolina Panthers. Liðið er með besta leikmann deildarinnar í Cam Newton og þegar vörn og aðrir leikmenn eru í formi eins og í kvöld þá er erfitt að veðja á móti þeim í úrslitakeppninni. Seinni leikur kvöldsins er á milli Denver Broncos og Pittsburgh Steelers og er hann í beinni á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn úr þeim leik mætir New England Patriots í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar um næstu helgi.
NFL Tengdar fréttir NFL: Rodgers minnti á sig í sigri Green Bay Green Bay vann Washington með öflugri frammistöðu í síðari hálfleik. 11. janúar 2016 08:00 NFL: Patriots og Cardinals komust áfram í nótt en á mjög ólíkan hátt New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. 17. janúar 2016 12:15 Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45 NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00 NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20 NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Sjá meira
NFL: Rodgers minnti á sig í sigri Green Bay Green Bay vann Washington með öflugri frammistöðu í síðari hálfleik. 11. janúar 2016 08:00
NFL: Patriots og Cardinals komust áfram í nótt en á mjög ólíkan hátt New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. 17. janúar 2016 12:15
Er þetta flottasta snertimarkið sem þú hefur séð? | Myndband Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals. 10. janúar 2016 12:45
NFL: Höfðingjarnir frá Kansas City enduðu 22 ára bið í nótt Kansas City Chiefs varð fyrsta liðið í tíu ár til að fá ekki á sig stig í úrslitakeppni ameríska fótboltans þegar liðið vann 30-0 sigur á Houston Texans í opnunarleik úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt. 10. janúar 2016 10:00
NFL: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Seattle Seahawks liðið hafði heldur betur heppnina með sér í naumum 10-9 sigri á Minnesota Vikings í leik liðanna í úrslitakeppni Þjóðardeildar ameríska fótboltans í kvöld. 10. janúar 2016 21:20
NFL: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kom til baka úr klefanum og leiddi lokasókn Pittsburgh Steelers í 18-16 útisigri á Cincinnati Bengals í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt. 10. janúar 2016 10:18
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn