Frakkar sjúkir í Hrúta Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2016 12:30 Grímur og Grímar í Palm Springs. vísir Hrútum hefur verið verið vel tekið í Frakklandi frá því að hún var frumsýnd þar í landi 9. desember. Nú hefur verið ákveðið að þrefalda fjölda sýningarhúsa fyrir fimmtu viku myndarinnar í sýningum. Eins og kunnugt er vann myndin ein aðalverðlaunin á Cannes kvikmyndahátíðinni s.l. sumar og hefur farið sigurför um heiminn í kjölfarið og hlotið 22 alþjóðleg verðlaun í heildina fram að þessu. „Myndin hefur verið í sýningum þar síðan 9. desember og yfir áttatíu þúsund manns hafa séð hana. Það er búið að ákveða að fjölga úr 85 í 224 kvikmyndahús fyrir fimmtu viku í sýningum. Maður er að heyra sögur frá vinum sem ætluðu að sjá myndina en urðu að fara á Star Wars í staðinn því það var uppselt á Hrúta. Það eru áfram spennandi tímar framundan, þetta er ansi langt ferðalag,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, sem staddur er í Los Angeles með leikstjóranum Grími Hákonarsyni. „Við vorum að kynna myndina á Palm Springs kvikmyndahátíðinni og svo hitta gott fólk hér í LA. Það er gaman að upplifa þetta, en ég held ég kunni betur við mig í Evrópu,” segir Grímar ennfremur. Framundan eru almennar sýningar í m.a. Bandaríkjunum, Bretlandi, og á Norðurlöndunum. „Það er dreifingaraðilinn í hverju landi fyrir sig sem ákveður hvenær best sé að frumsýna myndina, við treystum þeim. Hún var t.d. frumsýnd núna á gamlársdag í tæplega 40 borgum í Þýskalandi og við erum spennt að fá tölur þaðan,” segir Grímar að lokum. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Hrútum hefur verið verið vel tekið í Frakklandi frá því að hún var frumsýnd þar í landi 9. desember. Nú hefur verið ákveðið að þrefalda fjölda sýningarhúsa fyrir fimmtu viku myndarinnar í sýningum. Eins og kunnugt er vann myndin ein aðalverðlaunin á Cannes kvikmyndahátíðinni s.l. sumar og hefur farið sigurför um heiminn í kjölfarið og hlotið 22 alþjóðleg verðlaun í heildina fram að þessu. „Myndin hefur verið í sýningum þar síðan 9. desember og yfir áttatíu þúsund manns hafa séð hana. Það er búið að ákveða að fjölga úr 85 í 224 kvikmyndahús fyrir fimmtu viku í sýningum. Maður er að heyra sögur frá vinum sem ætluðu að sjá myndina en urðu að fara á Star Wars í staðinn því það var uppselt á Hrúta. Það eru áfram spennandi tímar framundan, þetta er ansi langt ferðalag,” segir Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, sem staddur er í Los Angeles með leikstjóranum Grími Hákonarsyni. „Við vorum að kynna myndina á Palm Springs kvikmyndahátíðinni og svo hitta gott fólk hér í LA. Það er gaman að upplifa þetta, en ég held ég kunni betur við mig í Evrópu,” segir Grímar ennfremur. Framundan eru almennar sýningar í m.a. Bandaríkjunum, Bretlandi, og á Norðurlöndunum. „Það er dreifingaraðilinn í hverju landi fyrir sig sem ákveður hvenær best sé að frumsýna myndina, við treystum þeim. Hún var t.d. frumsýnd núna á gamlársdag í tæplega 40 borgum í Þýskalandi og við erum spennt að fá tölur þaðan,” segir Grímar að lokum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira