Látum teikningarnar skríða upp á vegginn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2016 10:45 Þær Marta María og Hulda hafa lengi alið með sér draum um að sýna saman. Nú er hann að verða að veruleika í Listasafni ASÍ og hér standa þær við verk eftir Mörtu Maríu. Vísir/Stefán Á efstu hæð Listasafns Íslands við Freyjugötu 41, þar sem nakin ösp strýkur bogagluggann og sólböðuð Hallgrímskirkja blasir við fjær, eru myndlistarkonurnar Hulda Vilhjálmsdóttir og Marta María Jónsdóttir að stilla upp málverkum sínum. Eiga samt eftir að finna þeim endanlegan sess á sýningunni sem þær ætla að opna á morgun klukkan þrjú undir yfirskriftinni Roði, strokur, andrá. Af hverju skyldu þær sýna saman? „Við höfum alið þá hugmynd með okkur í mörg ár,“ segir Marta María og Hulda kinkar kolli til samþykkis.Marta María vinnur með akrýlliti. Hér eru tvö verka hennar á sýningunni.Þær segjast hafa byrjað á sama tíma í Myndlista- og handíðaskólanum og fylgst að í náminu. „Síðan deildum við vinnustofu á tímabili í verbúðunum vestur á Granda. Þar héldum við sýningar, meðal annars á Hátíð hafsins, Menningarnótt og við fleiri slík tilefni,“ lýsir Marta María.Hulda vinnur með olíu á striga og fær sumar hugmyndir sínar gegnum ljóð.„Svo erum við báðar kvenkyns málarar og höfum markvisst unnið í myndlist frá því við útskrifuðumst úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 2000,“ segir Hulda og bendir á að þó verkin þeirra séu gerólík þá rími þau vel saman, enda noti báðar pensilinn sem verkfæri og myndi með honum línur. Verk Mörtu Maríu séu þó mínímalískari en hennar sem sum hver séu máluð út frá ljóðum. „Mér finnst málverk og ljóð tengjast því ljóð eru oft svo myndræn.“ „Við ætlum líka að velja nokkrar teikningar og láta þær skríða upp á vegginn,“ upplýsir Marta María og bendir á bunka með teikningum sem eftir er að raða. Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á efstu hæð Listasafns Íslands við Freyjugötu 41, þar sem nakin ösp strýkur bogagluggann og sólböðuð Hallgrímskirkja blasir við fjær, eru myndlistarkonurnar Hulda Vilhjálmsdóttir og Marta María Jónsdóttir að stilla upp málverkum sínum. Eiga samt eftir að finna þeim endanlegan sess á sýningunni sem þær ætla að opna á morgun klukkan þrjú undir yfirskriftinni Roði, strokur, andrá. Af hverju skyldu þær sýna saman? „Við höfum alið þá hugmynd með okkur í mörg ár,“ segir Marta María og Hulda kinkar kolli til samþykkis.Marta María vinnur með akrýlliti. Hér eru tvö verka hennar á sýningunni.Þær segjast hafa byrjað á sama tíma í Myndlista- og handíðaskólanum og fylgst að í náminu. „Síðan deildum við vinnustofu á tímabili í verbúðunum vestur á Granda. Þar héldum við sýningar, meðal annars á Hátíð hafsins, Menningarnótt og við fleiri slík tilefni,“ lýsir Marta María.Hulda vinnur með olíu á striga og fær sumar hugmyndir sínar gegnum ljóð.„Svo erum við báðar kvenkyns málarar og höfum markvisst unnið í myndlist frá því við útskrifuðumst úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 2000,“ segir Hulda og bendir á að þó verkin þeirra séu gerólík þá rími þau vel saman, enda noti báðar pensilinn sem verkfæri og myndi með honum línur. Verk Mörtu Maríu séu þó mínímalískari en hennar sem sum hver séu máluð út frá ljóðum. „Mér finnst málverk og ljóð tengjast því ljóð eru oft svo myndræn.“ „Við ætlum líka að velja nokkrar teikningar og láta þær skríða upp á vegginn,“ upplýsir Marta María og bendir á bunka með teikningum sem eftir er að raða.
Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira