Sterkasti maður heims: Hafþór flaug í úrslitin með heimsmeti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2016 16:57 Hafþór Júlíus heldur uppi heiðri Íslendinga í keppninni um sterkasta mann heims. Vísir/Samsett Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet á leið sinni í úrslit keppninnar um sterkasta mann heims sem nú fer fram í Botswana í Afríku. Keppni hófst í undanrásum á laugardaginn og komst Hafþór auðveldlega áfram. Úrslitakeppnin fer fram á föstudag og laugardag og kemur þá í ljós hver verður krýndur heimsins sterkasti maður. Hafþór gerði sér lítið fyrir og sigraði í fimm af þeim sex greinum sem keppt var í í undanrásum. Setti hann heimsmet í kútakasti þegar hann kastaði 15 kílógramma kúti 7,15 metra í loft yfir rá. Í samtali við Vísi segir Andri Reyr Vignisson, sem staddur er með Hafþóri í Botswana að Hafþór hafi sigrað með yfirburðum í öllum greinum nema einni í sínum riðli, í svokallaðri bílalyftu, þar sem hann hafi ákveðið að spara sig fyrir aðrar greinar. Keppt var í fimm riðlum í undanrásum og komust tveir efstu úr hverjum riðli í úrslitin. Ari Gunnarsson, sem einnig tekur þátt fyrir Íslands hönd, lenti í þriðja sæti í sínum riðli og var grátlega nærri því að komast í úrslitin. Var hann í afar erfiðum riðli og atti meðal annars kappi gegn Laurence Shahlaei, sterkasta mann Evrópu. A video posted by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Aug 15, 2016 at 8:54am PDT Hafþór hefur verið afar nærri því að sigra í keppninni undanfarin fjögur ár en hann hefur alls keppt fimm sinnum, þrisvar lent í þriðja sæti og einu sinni í öðru sæti. Keppnin, nú sem endranær, er firnasterk og þarf Hafþór að sigra ríkjandi meistara, Bandaríkjamanninn Bryan Shaw, ætli hann sér að feta í fótspor Jóns Páls Sigmarssonar og Magnúsar Vers Magnússonar sem staddur er í Botswana sem sérfræðingur breskrar sjónvarpsstöðvar sem fjallar um mótið. Sigurhefð Íslendinga er mikil í keppninni um sterkasta mann heims en Jón Páll Sigmarsson vann keppnina á árunum 1984, 1986, 1988 og 1990 áður en að Magnús Ver tók við kyndlinum og sigraði í keppninni 1991, 1994, 1995 og 1996 en tuttugu ár eru síðan Íslendingur var krýndur sterkasti maður heims. Keppni í úrslitum fer svo fram föstudag og laugardag en keppendur fá hvíld þangað til. Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet á leið sinni í úrslit keppninnar um sterkasta mann heims sem nú fer fram í Botswana í Afríku. Keppni hófst í undanrásum á laugardaginn og komst Hafþór auðveldlega áfram. Úrslitakeppnin fer fram á föstudag og laugardag og kemur þá í ljós hver verður krýndur heimsins sterkasti maður. Hafþór gerði sér lítið fyrir og sigraði í fimm af þeim sex greinum sem keppt var í í undanrásum. Setti hann heimsmet í kútakasti þegar hann kastaði 15 kílógramma kúti 7,15 metra í loft yfir rá. Í samtali við Vísi segir Andri Reyr Vignisson, sem staddur er með Hafþóri í Botswana að Hafþór hafi sigrað með yfirburðum í öllum greinum nema einni í sínum riðli, í svokallaðri bílalyftu, þar sem hann hafi ákveðið að spara sig fyrir aðrar greinar. Keppt var í fimm riðlum í undanrásum og komust tveir efstu úr hverjum riðli í úrslitin. Ari Gunnarsson, sem einnig tekur þátt fyrir Íslands hönd, lenti í þriðja sæti í sínum riðli og var grátlega nærri því að komast í úrslitin. Var hann í afar erfiðum riðli og atti meðal annars kappi gegn Laurence Shahlaei, sterkasta mann Evrópu. A video posted by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Aug 15, 2016 at 8:54am PDT Hafþór hefur verið afar nærri því að sigra í keppninni undanfarin fjögur ár en hann hefur alls keppt fimm sinnum, þrisvar lent í þriðja sæti og einu sinni í öðru sæti. Keppnin, nú sem endranær, er firnasterk og þarf Hafþór að sigra ríkjandi meistara, Bandaríkjamanninn Bryan Shaw, ætli hann sér að feta í fótspor Jóns Páls Sigmarssonar og Magnúsar Vers Magnússonar sem staddur er í Botswana sem sérfræðingur breskrar sjónvarpsstöðvar sem fjallar um mótið. Sigurhefð Íslendinga er mikil í keppninni um sterkasta mann heims en Jón Páll Sigmarsson vann keppnina á árunum 1984, 1986, 1988 og 1990 áður en að Magnús Ver tók við kyndlinum og sigraði í keppninni 1991, 1994, 1995 og 1996 en tuttugu ár eru síðan Íslendingur var krýndur sterkasti maður heims. Keppni í úrslitum fer svo fram föstudag og laugardag en keppendur fá hvíld þangað til.
Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið