Von á lægðum á færibandi í vikunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2016 20:40 Veður verður einna verst á fimmtudaginn. Mynd/Vilhelm Búast má við lægðum á færibandi um allt land í vikunni. Verst verður veðrið á fimmtudaginn. Vorlegt segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er lægðargangur í kringum landið. Þær hafa verið að fara suðurfyrir okkur og við höfum verið í rólegheitum að undanförnu en núna eru þær farnar að ganga nær okkur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur. Fyrsta lægðin gerir vart við sig á morgun og svo skella þær á landinu ein af annarri. Sú sem kemur á fimmtudaginn mun vera sú versta. „Það verður eitthvað hringsól af lægðum yfir landinu á þriðjudag og miðvikudag en þær verða ekki alvarlegar. Fimmtudagurinn verður líklega versti dagurinn og svo virðist þetta ætla að halda áfram næstu helgi.“ Þesi lægðargangur er nokkuð venjulegur miðað við árstíð en vorloftið sunnar á norðurhveli er sökudólgurinn. „Þetta er mjög algengt fyrir þennan árstíma að það sé óróleiki og lægðagangur upp Norður-Atlantshafið. Það er vissulega ekki komið vor hjá okkur en það er komið vor sunnar á norðurhveli og það er í raun það sem gerist. Loftið hitnar þar og þá fer að komast meiri hreyfing á það. Þetta er merki um að háloftakuldinn sé að gefa eftir.“Veðurhorfur á landinu á morgunSuðaustan 5-10 m/s austanlands til kvölds og slydda eða snjókoma með köflum, en suðvestan 3-10 vestantil og stöku él. Lægir og léttir til um tíma í nótt og frost að 8 stigum í innsveitum norðaustantil, en hiti í kringum frostmark víðast annars staðar. Gengur í suðaustan 15-20 fyrst suðvestanlands upp úr hádegi á morgun, með slyddu og síðan rigningu. Hægari vindur norðaustantil fram eftir degi og úrkomulítið. Hiti víða 0 til 4 stig á morgun.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Sunnan og suðvestan 5-13, skúrir og síðan él, en þurrt að mestu norðan- og austanlands. Kólnar og víða vægt frost um nóttina.Á miðvikudag:Norðaustan 10-15 með norðurströndinni og snjókoma með köflum, en fremur hæg breytileg átt annarsstaðar og þurrt að kalla um landið sunnanvert. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust með suðurströndinni.Á fimmtudag:Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með talsverðri rigningu, einkum sunnanlands. Frostlaust um tíma á láglendi víðast hvar.Á föstudag:Lítur út fyrir suðvestan hvassviðri eða stormur með éljum.Á laugardag:Líklega hvöss sunnanátt með rigningu. Veður Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Búast má við lægðum á færibandi um allt land í vikunni. Verst verður veðrið á fimmtudaginn. Vorlegt segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er lægðargangur í kringum landið. Þær hafa verið að fara suðurfyrir okkur og við höfum verið í rólegheitum að undanförnu en núna eru þær farnar að ganga nær okkur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur. Fyrsta lægðin gerir vart við sig á morgun og svo skella þær á landinu ein af annarri. Sú sem kemur á fimmtudaginn mun vera sú versta. „Það verður eitthvað hringsól af lægðum yfir landinu á þriðjudag og miðvikudag en þær verða ekki alvarlegar. Fimmtudagurinn verður líklega versti dagurinn og svo virðist þetta ætla að halda áfram næstu helgi.“ Þesi lægðargangur er nokkuð venjulegur miðað við árstíð en vorloftið sunnar á norðurhveli er sökudólgurinn. „Þetta er mjög algengt fyrir þennan árstíma að það sé óróleiki og lægðagangur upp Norður-Atlantshafið. Það er vissulega ekki komið vor hjá okkur en það er komið vor sunnar á norðurhveli og það er í raun það sem gerist. Loftið hitnar þar og þá fer að komast meiri hreyfing á það. Þetta er merki um að háloftakuldinn sé að gefa eftir.“Veðurhorfur á landinu á morgunSuðaustan 5-10 m/s austanlands til kvölds og slydda eða snjókoma með köflum, en suðvestan 3-10 vestantil og stöku él. Lægir og léttir til um tíma í nótt og frost að 8 stigum í innsveitum norðaustantil, en hiti í kringum frostmark víðast annars staðar. Gengur í suðaustan 15-20 fyrst suðvestanlands upp úr hádegi á morgun, með slyddu og síðan rigningu. Hægari vindur norðaustantil fram eftir degi og úrkomulítið. Hiti víða 0 til 4 stig á morgun.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Sunnan og suðvestan 5-13, skúrir og síðan él, en þurrt að mestu norðan- og austanlands. Kólnar og víða vægt frost um nóttina.Á miðvikudag:Norðaustan 10-15 með norðurströndinni og snjókoma með köflum, en fremur hæg breytileg átt annarsstaðar og þurrt að kalla um landið sunnanvert. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust með suðurströndinni.Á fimmtudag:Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með talsverðri rigningu, einkum sunnanlands. Frostlaust um tíma á láglendi víðast hvar.Á föstudag:Lítur út fyrir suðvestan hvassviðri eða stormur með éljum.Á laugardag:Líklega hvöss sunnanátt með rigningu.
Veður Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira