Innlent

Húsbíll valt í Kollafirði

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Ökumaðurinn á húsbílnum sem valt slapp með minniháttar meiðsli.
Ökumaðurinn á húsbílnum sem valt slapp með minniháttar meiðsli. Vísir/Anton Brink
Húsbíll fauk út af vegi í Kollafirði á tíunda tímanum í morgun. Hvasst var í veðri og valt bíllinn eina veltu. Sjúkralið og lögregla fóru á staðinn og slapp ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, með minniháttar meiðsli.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar sérstaklega við hvössum vindi á Kjalarnesi og bendir fólki á að vera ekki á ferðinni með eftirvagna eða húsbíla. Vinhraðinn er að minnsta kosti 45 metrar á sekúndu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.