Sagði af sér formennsku áður en til vantrausts kom Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2016 20:00 Frá sambandsþingi LÆF sem fram fór í febrúar á þessu ári. mynd/læf Landssamband æskulýðsfélaga, LÆF, kaus nýjan meðstjórnanda á fulltrúaráðsfundi í gær. Fundurinn var neyðarfundur eftir að formaður sambandsins, Natan Þórunnar-Kolbeinsson, sagði af sér embætti eftir að grunur vaknaði um fjárdrátt af hans hálfu.Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LÆF, sést hér önnur frá hægri.mynd/aðsend„Í stuttu máli sagt þá ríkti almenn óánægja meðal stjórnar með vinnubrögð formanns. Stjórnin var við það að leysast upp og spurningamerki voru sett við hæfni hans til að fara með fjármuni,“ segir Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LÆF, við Vísi. Að sögn Tinnu stóð til að leggja fram vantrauststillögu á Natan en hann hætti áður en til hennar kom. Það gerði hann eftir að í ljós komu millifærslur og úttektir á reiðufé sem stemmdu ekki við bókhald félagsins. Natan tók við sem formaður sambandsins í upphafi árs eftir að hafa áður starfað sem gjaldkeri þess. Upphæðin sem um ræðir nemur rúmlega 400.000 krónum og hefur verið endurgreitt að fullu. Stór hluti tekna LÆF eru styrkir úr ríkissjóði en í fyrra námu heildartekjur sambandsins 8,6 milljónum króna samanborið við 6,2 milljónir árið áður. Hinn meinti fjárdráttur hefur verið kærður til lögreglu. „Ég sé innilega eftir því sem ég gerði. Að auki óska ég nýrri stjórn velfarnaðar í starfi sínu,“ sagði Natan Þórunnar-Kolbeinsson í samtali við Vísi. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um málið. Formaðurinn fyrrverandi hefur undanfarin ár setið í stjórnum nokkurra félaga. Eftir að hann hætti sem formaður LÆF hefur hann einnig sagt sig úr stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og uppstillingarnefnd flokksins í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Sagt var frá því á Stundinni.Samþykktu siðareglur á fundinum. „Fulltrúar fundarinns spurðu skiljanlega beittra og krefjandi spurninga. Mér fannst umræðan um málið okkur öllum holl, við vorum vel undirbúin og svörin þóttu fullnægjandi. Við lögðum fram drög að siðareglum sem við settum saman í því skyni að bregðast við og fyrirbyggja að slíkt geti komið fyrir aftur,“ segir Tinna. Reglurnar voru samþykktar af fundinum og skal stjórn sambandsins framvegis vinna eftir þeim. Á fulltrúafundinum var einnig samþykkt að varaformaðurinn Sigurður Sigurðsson tæki við formennsku. Matthew Deaves, áður meðstjórnandi, tók við embætti varaformanns. Karlotta Halldórsdóttir, frá Ungum athafnakonum, var kjörin inn í stjórnina sem meðstjórnandi og almannatengill. Þá var lagt til að stofnaðar yrðu deildir innan LÆF til að virkja fulltrúaráðið og rekstraráætlun fyrir árið lagt fram. „Fundurinn var erfiður fyrir okkur, enda var málið ansi þungt högg á félagið. Þrátt fyrir það fann ég fyrir mikilli samstöðu á fundinum.Ég er líka stolt af stjórninni og ég tel að við höfum brugðist hárrétt við í að tækla þetta erfiða mál,“ segir Tinna. „Ég óttast að erfitt verði að fá fjárstuðning eftir þetta, en ég er sannfærð um að þessi stjórn muni koma sterkari til baka.“ Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Landssamband æskulýðsfélaga, LÆF, kaus nýjan meðstjórnanda á fulltrúaráðsfundi í gær. Fundurinn var neyðarfundur eftir að formaður sambandsins, Natan Þórunnar-Kolbeinsson, sagði af sér embætti eftir að grunur vaknaði um fjárdrátt af hans hálfu.Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LÆF, sést hér önnur frá hægri.mynd/aðsend„Í stuttu máli sagt þá ríkti almenn óánægja meðal stjórnar með vinnubrögð formanns. Stjórnin var við það að leysast upp og spurningamerki voru sett við hæfni hans til að fara með fjármuni,“ segir Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LÆF, við Vísi. Að sögn Tinnu stóð til að leggja fram vantrauststillögu á Natan en hann hætti áður en til hennar kom. Það gerði hann eftir að í ljós komu millifærslur og úttektir á reiðufé sem stemmdu ekki við bókhald félagsins. Natan tók við sem formaður sambandsins í upphafi árs eftir að hafa áður starfað sem gjaldkeri þess. Upphæðin sem um ræðir nemur rúmlega 400.000 krónum og hefur verið endurgreitt að fullu. Stór hluti tekna LÆF eru styrkir úr ríkissjóði en í fyrra námu heildartekjur sambandsins 8,6 milljónum króna samanborið við 6,2 milljónir árið áður. Hinn meinti fjárdráttur hefur verið kærður til lögreglu. „Ég sé innilega eftir því sem ég gerði. Að auki óska ég nýrri stjórn velfarnaðar í starfi sínu,“ sagði Natan Þórunnar-Kolbeinsson í samtali við Vísi. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um málið. Formaðurinn fyrrverandi hefur undanfarin ár setið í stjórnum nokkurra félaga. Eftir að hann hætti sem formaður LÆF hefur hann einnig sagt sig úr stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og uppstillingarnefnd flokksins í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Sagt var frá því á Stundinni.Samþykktu siðareglur á fundinum. „Fulltrúar fundarinns spurðu skiljanlega beittra og krefjandi spurninga. Mér fannst umræðan um málið okkur öllum holl, við vorum vel undirbúin og svörin þóttu fullnægjandi. Við lögðum fram drög að siðareglum sem við settum saman í því skyni að bregðast við og fyrirbyggja að slíkt geti komið fyrir aftur,“ segir Tinna. Reglurnar voru samþykktar af fundinum og skal stjórn sambandsins framvegis vinna eftir þeim. Á fulltrúafundinum var einnig samþykkt að varaformaðurinn Sigurður Sigurðsson tæki við formennsku. Matthew Deaves, áður meðstjórnandi, tók við embætti varaformanns. Karlotta Halldórsdóttir, frá Ungum athafnakonum, var kjörin inn í stjórnina sem meðstjórnandi og almannatengill. Þá var lagt til að stofnaðar yrðu deildir innan LÆF til að virkja fulltrúaráðið og rekstraráætlun fyrir árið lagt fram. „Fundurinn var erfiður fyrir okkur, enda var málið ansi þungt högg á félagið. Þrátt fyrir það fann ég fyrir mikilli samstöðu á fundinum.Ég er líka stolt af stjórninni og ég tel að við höfum brugðist hárrétt við í að tækla þetta erfiða mál,“ segir Tinna. „Ég óttast að erfitt verði að fá fjárstuðning eftir þetta, en ég er sannfærð um að þessi stjórn muni koma sterkari til baka.“
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira