Segist vera hjólabrettakappinn í hinu umdeilda Rhode Island myndbandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. apríl 2016 17:33 Hjólabrettakappinn Róbert Vilhjálmsson hefur húmor fyrir mistökum en er ekki sáttur við að vera bendlaður við Rhode Isand. Íslenski hjólabrettakappinn Róbert Vilhjálmsson segist vera hjólabrettakappinn sem bregði fyrir við Hörpu í fyrstu útgáfu hins umdeilda kynningarmyndbands Rhode Island ríkis í Bandaríkjunum. Framleiðslufyrirtækið segir að umræddur hjólabrettakappi hafi verið frá Rhode Island. „Myndbandið sem um ræðir er af hjólabrettakappa frá Rhode Island og tekið upp af kvikmyndatökumanni frá Rhode Island,“ segir í opinberri afsökunarbeiðni framleiðslufyrirtækisins IndieWhip sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins.Sjá einnig: Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode IslandRóbert Vilhjálmsson, íslenskur hjólabrettakappi, segir hinsvegar að það sé alrangt, hann sé sá sem sést á myndbandinu fræga. Hann og félagar hans hafi verið á hjólabrettunum sínum við Hörpu að æfa sig fyrir um þremur vikum þegar maður kom að þeim og spurði hvort hann mæti taka myndir af þeim. „Hann var með flotta og dýra myndavél og lagði mikinn metnað í þetta,“ segir Róbert í samtali við Vísi. „Við héldum að þetta væri ferðamaður og vorum ekki mikið að pæla í þessu, það er oft sem einhver tekur myndir af okkur þegar við erum að æfa okkur.“Sjá einnig: Allt vitlaust í Rhode Island vegna HörpuRóbert hefur húmor fyrir mistökunum hjá framleiðslufyrirtækjunum við myndbandið sem þykja nokkuð pínleg. Herferðin, sem myndbandið er hluti af, kostaði hundruð milljónir króna. og hefur yfirmaður herferðarinnar af hálfu Rhode Island sagt af sér vegna málsins. Róbert er þó ekki sáttur við að vera bendlaður við Rhode Island. „Félagi minn sá þetta myndband og þekkti mig strax. Mér finnst þetta aðallega bara frekar fyndið allt saman en ég er samt stoltur Íslendingur og vil ekki að það sé verið að tengja mig við Rhode Island,“ segir Róbert.Sjá einnig: Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að þvíRóbert segist hafa haft samband við IndieWhip og óskað eftir því að því sé komið á framfæri að það sé Íslendingur en ekki einhver frá Rhode Island sem sést í myndbandinu. Hann hefur þó engin svör fengið enn sem komið er. Svo virðist reyndar að IndieWhip taki málinu ekkert sérstaklega alvara, gerðu þeir stólpagrín að mistökunum í apríl-gabbi í myndbandi sem birt var í gær. Þeir útbjuggu þó nýtt Hörpufrítt myndband, Rhode Island ríki að kostnaðarlausu í sárabætur fyrir upphaflegu mistökin.Myndbandið umdeilda má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Allt vitlaust í Rhode Island vegna Hörpu Yfirmaður markaðsherferðar ríkisins hefur sagt af sér vegna kynningarmyndbands ríkisins þar sem Hörpu bregður fyrir. 2. apríl 2016 11:22 Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að því Hörpuhneykslið í Rhode Island heldur áfram að vinda upp á sig. 2. apríl 2016 12:35 Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode Island Úbbs. 30. mars 2016 15:58 Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Sjá meira
Íslenski hjólabrettakappinn Róbert Vilhjálmsson segist vera hjólabrettakappinn sem bregði fyrir við Hörpu í fyrstu útgáfu hins umdeilda kynningarmyndbands Rhode Island ríkis í Bandaríkjunum. Framleiðslufyrirtækið segir að umræddur hjólabrettakappi hafi verið frá Rhode Island. „Myndbandið sem um ræðir er af hjólabrettakappa frá Rhode Island og tekið upp af kvikmyndatökumanni frá Rhode Island,“ segir í opinberri afsökunarbeiðni framleiðslufyrirtækisins IndieWhip sem birt var á vefsíðu fyrirtækisins.Sjá einnig: Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode IslandRóbert Vilhjálmsson, íslenskur hjólabrettakappi, segir hinsvegar að það sé alrangt, hann sé sá sem sést á myndbandinu fræga. Hann og félagar hans hafi verið á hjólabrettunum sínum við Hörpu að æfa sig fyrir um þremur vikum þegar maður kom að þeim og spurði hvort hann mæti taka myndir af þeim. „Hann var með flotta og dýra myndavél og lagði mikinn metnað í þetta,“ segir Róbert í samtali við Vísi. „Við héldum að þetta væri ferðamaður og vorum ekki mikið að pæla í þessu, það er oft sem einhver tekur myndir af okkur þegar við erum að æfa okkur.“Sjá einnig: Allt vitlaust í Rhode Island vegna HörpuRóbert hefur húmor fyrir mistökunum hjá framleiðslufyrirtækjunum við myndbandið sem þykja nokkuð pínleg. Herferðin, sem myndbandið er hluti af, kostaði hundruð milljónir króna. og hefur yfirmaður herferðarinnar af hálfu Rhode Island sagt af sér vegna málsins. Róbert er þó ekki sáttur við að vera bendlaður við Rhode Island. „Félagi minn sá þetta myndband og þekkti mig strax. Mér finnst þetta aðallega bara frekar fyndið allt saman en ég er samt stoltur Íslendingur og vil ekki að það sé verið að tengja mig við Rhode Island,“ segir Róbert.Sjá einnig: Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að þvíRóbert segist hafa haft samband við IndieWhip og óskað eftir því að því sé komið á framfæri að það sé Íslendingur en ekki einhver frá Rhode Island sem sést í myndbandinu. Hann hefur þó engin svör fengið enn sem komið er. Svo virðist reyndar að IndieWhip taki málinu ekkert sérstaklega alvara, gerðu þeir stólpagrín að mistökunum í apríl-gabbi í myndbandi sem birt var í gær. Þeir útbjuggu þó nýtt Hörpufrítt myndband, Rhode Island ríki að kostnaðarlausu í sárabætur fyrir upphaflegu mistökin.Myndbandið umdeilda má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Allt vitlaust í Rhode Island vegna Hörpu Yfirmaður markaðsherferðar ríkisins hefur sagt af sér vegna kynningarmyndbands ríkisins þar sem Hörpu bregður fyrir. 2. apríl 2016 11:22 Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að því Hörpuhneykslið í Rhode Island heldur áfram að vinda upp á sig. 2. apríl 2016 12:35 Reykjavík óvart gestur í hundruð milljóna herferð Rhode Island Úbbs. 30. mars 2016 15:58 Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Sjá meira
Allt vitlaust í Rhode Island vegna Hörpu Yfirmaður markaðsherferðar ríkisins hefur sagt af sér vegna kynningarmyndbands ríkisins þar sem Hörpu bregður fyrir. 2. apríl 2016 11:22
Rhode Iceland? Fyrirtækið sem framleiddi hið umdeilda Hörpu-myndband gerir óspart grín að því Hörpuhneykslið í Rhode Island heldur áfram að vinda upp á sig. 2. apríl 2016 12:35