Hitinn verður allt að tólf stig þegar best lætur á suðvesturhorninu í dag og á morgun. Kaldara verður víðast hvar annars staðar á landinu en víðasta hvar sólríkt.
Reikna má með því að bekkurinn verði þéttskipaður í sundlaugum landsins í dag og morgun enda landsmenn þekktir fyrir að sækja í laugarnar þegar að sólin mætir í heimsókn.
Skýjað verður með köflum austanlands, en léttskýjað norðantil á landinu. Hiti verður 1 til 12 stig yfir daginn, hlýjast á SV-verðu landinu. Frost 1 til 8 stig á NA- og A-landi í nótt.
Á þriðjudag:
Norðan 8-13 m/s og stöku él austast, annars hægari vindur og skýjað með köflum. Hiti víða 5 til 10 stig að deginum, en kringum frostmark NA-til.
Á miðvikudag:
Norðan 8-13 m/s og él, frost 0 til 5 stig. Þurrt og bjart veður SV-til á landinu, hiti 2 til 7 stig en frystir um kvöldið.
Á fimmtudag:
Norðan 8-13 m/s og snjókoma, einkum NA-lands. Vægt frost. Þurrt að mestu á S- og V-landi, hiti 1 til 6 stig að deginum.
Á föstudag:
Norðanátt og víða bjart veður, en slydda eða snjókoma A-lands fram eftir degi. Heldur hlýnandi.
Á laugardag:
Norðanátt og skýjað en úrkomulítið, en léttskýjað S-lands. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast syðst.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum.
Hiti nær tólf stigum í höfuðborginni í dag
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
