Reykjavík frá nýju sjónarhorni Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. október 2016 10:00 Þeir félagar Gauti og Keli fóru meðal annars upp á Bæjarins bestu og Keli virðist hafa notað tækifærið og fengið sér eina með öllu. Í nýjasta myndbandi rapparans Emmsjé Gauta má sjá einkar glæsileg drónaskot af honum og Kela, trommara Agent Fresco, uppi á húsþökum víða um borg þar sem þeir vinirnir virðast njóta útsýnisins prýðilega. Margir hafa verið að velta fyrir sér hvernig og hvort hann hafi almennt fengið leyfi til að komast upp á þessar byggingar – var þetta allt stórhættulegt og kolólöglegt príl eða hafði hann leyfi fyrir öllu saman? Gauti vill meina að þetta hafi auðvitað allt farið löglega fram, „en þetta var miserfitt – eitt ónefnt fyrirtæki lét okkur til dæmis hafa öryggiskóðann fyrir alla bygginguna í gegnum síma og sögðu okkur bara að fara varlega á meðan annað fyrirtæki lét okkur skrifa undir alls konar samninga þar sem þeir sögðust ekki taka ábyrgð á slysum og þar sem við þurftum að lofa að vera ekki að taka óþarfa áhættu og svo framvegis. Annars vorum við aðallega að díla við öryggisverði sem hleyptu okkur einfaldlega upp á þak, en í bílastæðahúsinu á Hverfisgötu klifruðum við bara upp á þakið.“Voru einhver þök sem þið vilduð komast upp á en fenguð ekki að aðgang að? „Við ætluðum að fara upp á Perluna en það var ekki hægt. Það má líka minnast á að ég ætlaði að boxa við Bubba Morthens í einu skotinu en Bubbi greyið þurfti að fara í endajaxlatöku þann daginn svo við gerum það bara síðar.“Hvað stjórnaði vali ykkar á húsþökum? „Við reyndum að velja byggingar sem táknuðu Reykjavík eins og hún birtist okkur – ekki eins og hún birtist túristum,“ segir Gauti að lokum. Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í nýjasta myndbandi rapparans Emmsjé Gauta má sjá einkar glæsileg drónaskot af honum og Kela, trommara Agent Fresco, uppi á húsþökum víða um borg þar sem þeir vinirnir virðast njóta útsýnisins prýðilega. Margir hafa verið að velta fyrir sér hvernig og hvort hann hafi almennt fengið leyfi til að komast upp á þessar byggingar – var þetta allt stórhættulegt og kolólöglegt príl eða hafði hann leyfi fyrir öllu saman? Gauti vill meina að þetta hafi auðvitað allt farið löglega fram, „en þetta var miserfitt – eitt ónefnt fyrirtæki lét okkur til dæmis hafa öryggiskóðann fyrir alla bygginguna í gegnum síma og sögðu okkur bara að fara varlega á meðan annað fyrirtæki lét okkur skrifa undir alls konar samninga þar sem þeir sögðust ekki taka ábyrgð á slysum og þar sem við þurftum að lofa að vera ekki að taka óþarfa áhættu og svo framvegis. Annars vorum við aðallega að díla við öryggisverði sem hleyptu okkur einfaldlega upp á þak, en í bílastæðahúsinu á Hverfisgötu klifruðum við bara upp á þakið.“Voru einhver þök sem þið vilduð komast upp á en fenguð ekki að aðgang að? „Við ætluðum að fara upp á Perluna en það var ekki hægt. Það má líka minnast á að ég ætlaði að boxa við Bubba Morthens í einu skotinu en Bubbi greyið þurfti að fara í endajaxlatöku þann daginn svo við gerum það bara síðar.“Hvað stjórnaði vali ykkar á húsþökum? „Við reyndum að velja byggingar sem táknuðu Reykjavík eins og hún birtist okkur – ekki eins og hún birtist túristum,“ segir Gauti að lokum.
Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira