Styðja við suður-súdanskt flóttafólk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2016 09:53 Elín Jakobína Oddsdóttir og Hólmfríður Garðarsdóttir við störf í Juba, höfuðborg S-Súdan. Mynd/Rauði krosinn Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, kemur til með að styðja við suður-súdanskt flóttafólk í Úganda með fjárstuðningi sem nemur 20 milljónum íslenskra króna. Um þessar mundir eru tveir sendifulltrúar staddir í Suður-Súdan, þær Elín Jakobína Oddsdóttir og Hólmfríður Garðarsdóttir. Um er að ræða stuðning við fólk sem dvelur í Bidibidi-flóttamannabúðunum í Yumbe-héraði í norðurhluta Úganda. Stuðningurinn er svar við neyðarkalli Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) sem barst í lok ágúst á þessu ári. Einnig hafa fimm sendifulltrúar starfað á átakasvæðum í Suður-Súdan á rúmu ári til að bregðast við neyðarástandi vegna borgarastyrjaldarinnar þar í landi. Alvarlegt ástand hefur myndast í Úganda vegna borgarastyrjaldar í Suður-Súdan sem hefur nú staðið yfir í rétt þrjú ár. Talið er að allt að 300 þúsund manns hafa fallið í átökunum og eru hátt í tvær milljónir á flótta vegna þeirra. Þúsundir hafa flúið suður yfir landamærin til Úganda þar sem stjórnvöld eru illa í stakk búin til að taka við miklum straumi flóttafólks. Framlag Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins veitir rúmlega 11 þúsund einstaklingum nauðsynlega og lífsbjargandi mannúðaraðstoð. Þar á meðal má nefna aðgang að hreinu vatni og dreifingu hreinlætispakka, aðgangur að neyðarskýlum, aðgangur að heilsugæslu til að takmarka heilsufarslega áhættuþætti. Rauði krossinn á Íslandi hefur undanfarið ár sent fimm sendifulltrúa til átakasvæða í Suður-Súdan til að bregðast við neyðarástandi sem myndast hefur vegna borgarastyrjaldarinnar. Elín er skurðhjúkrunarfræðingur og hefur mikla reynslu af sendifulltrúastörfum fyrir Rauða krossins. Hennar fyrsta sendiför var til Haítí í kjölfar jarðskjálftans sem varð árið 2010. Síðan þá hefur hún einnig starfað á átakasvæðum, þar á meðal í Palestínu árið 2014 og í Jemen árið 2015. Hún hefur áður starfað í Suður-Súdan, síðast árið 2014. Hólmfríður er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og einn reynslumesti sendifulltrúi Rauða krossins. Hún hefur starfað að lengri og styttri verkefnum á vegum félagsins í rúmlega 20 ár. Þar á meðal má nefna störf á vettvangi í kjölfar vopnaðra átaka í Afganistan, Bosníu, Tansaníu, Íran og Írak en auk þess hefur hún verið send til starfa vegna neyðarástands í kjölfar náttúruhamfara. Þær Elín og Hólmfríður hafa verið við störf síðan í byrjun október en fyrir algera tilviljun starfa þær í sama neyðarteymi sem var sent frá Juba, höfuðborgar Suður-Súdans, til að starfa í dreifbýlishéruðum við landamærum landsins við Eþíópíu. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, kemur til með að styðja við suður-súdanskt flóttafólk í Úganda með fjárstuðningi sem nemur 20 milljónum íslenskra króna. Um þessar mundir eru tveir sendifulltrúar staddir í Suður-Súdan, þær Elín Jakobína Oddsdóttir og Hólmfríður Garðarsdóttir. Um er að ræða stuðning við fólk sem dvelur í Bidibidi-flóttamannabúðunum í Yumbe-héraði í norðurhluta Úganda. Stuðningurinn er svar við neyðarkalli Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) sem barst í lok ágúst á þessu ári. Einnig hafa fimm sendifulltrúar starfað á átakasvæðum í Suður-Súdan á rúmu ári til að bregðast við neyðarástandi vegna borgarastyrjaldarinnar þar í landi. Alvarlegt ástand hefur myndast í Úganda vegna borgarastyrjaldar í Suður-Súdan sem hefur nú staðið yfir í rétt þrjú ár. Talið er að allt að 300 þúsund manns hafa fallið í átökunum og eru hátt í tvær milljónir á flótta vegna þeirra. Þúsundir hafa flúið suður yfir landamærin til Úganda þar sem stjórnvöld eru illa í stakk búin til að taka við miklum straumi flóttafólks. Framlag Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins veitir rúmlega 11 þúsund einstaklingum nauðsynlega og lífsbjargandi mannúðaraðstoð. Þar á meðal má nefna aðgang að hreinu vatni og dreifingu hreinlætispakka, aðgangur að neyðarskýlum, aðgangur að heilsugæslu til að takmarka heilsufarslega áhættuþætti. Rauði krossinn á Íslandi hefur undanfarið ár sent fimm sendifulltrúa til átakasvæða í Suður-Súdan til að bregðast við neyðarástandi sem myndast hefur vegna borgarastyrjaldarinnar. Elín er skurðhjúkrunarfræðingur og hefur mikla reynslu af sendifulltrúastörfum fyrir Rauða krossins. Hennar fyrsta sendiför var til Haítí í kjölfar jarðskjálftans sem varð árið 2010. Síðan þá hefur hún einnig starfað á átakasvæðum, þar á meðal í Palestínu árið 2014 og í Jemen árið 2015. Hún hefur áður starfað í Suður-Súdan, síðast árið 2014. Hólmfríður er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og einn reynslumesti sendifulltrúi Rauða krossins. Hún hefur starfað að lengri og styttri verkefnum á vegum félagsins í rúmlega 20 ár. Þar á meðal má nefna störf á vettvangi í kjölfar vopnaðra átaka í Afganistan, Bosníu, Tansaníu, Íran og Írak en auk þess hefur hún verið send til starfa vegna neyðarástands í kjölfar náttúruhamfara. Þær Elín og Hólmfríður hafa verið við störf síðan í byrjun október en fyrir algera tilviljun starfa þær í sama neyðarteymi sem var sent frá Juba, höfuðborgar Suður-Súdans, til að starfa í dreifbýlishéruðum við landamærum landsins við Eþíópíu.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira