Conor McGregor hringsólaði í kringum íslenskan aðdáanda og vísaði til Kanye West Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2016 10:54 Conor og Tómas á Vegamótastígnum í gærkvöldi. Mynd af Twitter-síðu Tómasar Tómas Urbancic ákvað að skella sér út að borða á Vegamótum með kærustunni sinni í gærkvöldi. Nokkru klukkustundum síðar var átrúnaðargoðið Conor McGregor hringsólandi í kringum hann á reiðhjóli að vísa til Kanye West.Eins og Vísir greindi frá í gær er UFC-stjarnan mætt hingað til lands til æfinga. Conor á fjölmarga íslenska kunningja og er þeim Gunnari Nelson vel til vina „Conor var úti að borða með crew-inu sínu,“ segir Tómas þegar hann er beðinn um að rifja upp gærkvöldið. Tómas er mikill aðdáandi Conors og fylgdist með honum úr fjarlægð þegar Conor yfirgaf Vegamót ásamt félögum sínum. Tómas segir þá hafa yfirgefið Vegamót og skellt sér beint á reiðhjól. „Þeir voru bara hjólandi um allan bæinn,“ segir Tómas. Þetta var um tíuleytið í gærkvöldi og komu tveir ungir strákar til Conor og báðu um mynd sem Conor leyfði góðfúslega.Algjör meistari „Ég þorði varla að tala við hann, hann var svo nettur,“ segir Tómas. En það var ekki bara Tómas sem tók eftir Conor. Conor varð var við Tómas. „Hann sá að ég var að horfa á hann, kom hjólandi til mín og byrjaði að hringsóla í kringum mig,“ segir Tómas sem klæddist peysu með textanum „I feel like Pablo.“ Um er að ræða vísun í plötu Kanye West, The Life of Pablo. Conor greip boltann á lofti: „What’s up Pablo,“ sagði Conor og braut ísinn. Í kjölfarið fékk Tómas mynd af sér með Conor og ber honum vel söguna. „Hann var mjög næs og algjör ‘gentleman’,“ segir Tómas. Gunnar Nelson hafi ekki verið á svæðinu en hann taldi hina í hópnum hafa verið þjálfara hans og íslenska þjálfara hjá Mjölni. „Hann er algjör meistari,“ segir Tómas. Back in the land of Ice for some good training at Mjolnir!! #TheIceViking A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Apr 18, 2016 at 3:04pm PDT UFC champ Conor McGregor A photo posted by Hallgrímur A. Ingvarsson (@hallgrimurandri) on Apr 18, 2016 at 2:46pm PDT Tengdar fréttir Conor kemur til Íslands í dag Gunnar Nelson fær góða aðstoð við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov sem fer fram í Rotterdam 8. maí. 18. apríl 2016 08:45 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Tómas Urbancic ákvað að skella sér út að borða á Vegamótum með kærustunni sinni í gærkvöldi. Nokkru klukkustundum síðar var átrúnaðargoðið Conor McGregor hringsólandi í kringum hann á reiðhjóli að vísa til Kanye West.Eins og Vísir greindi frá í gær er UFC-stjarnan mætt hingað til lands til æfinga. Conor á fjölmarga íslenska kunningja og er þeim Gunnari Nelson vel til vina „Conor var úti að borða með crew-inu sínu,“ segir Tómas þegar hann er beðinn um að rifja upp gærkvöldið. Tómas er mikill aðdáandi Conors og fylgdist með honum úr fjarlægð þegar Conor yfirgaf Vegamót ásamt félögum sínum. Tómas segir þá hafa yfirgefið Vegamót og skellt sér beint á reiðhjól. „Þeir voru bara hjólandi um allan bæinn,“ segir Tómas. Þetta var um tíuleytið í gærkvöldi og komu tveir ungir strákar til Conor og báðu um mynd sem Conor leyfði góðfúslega.Algjör meistari „Ég þorði varla að tala við hann, hann var svo nettur,“ segir Tómas. En það var ekki bara Tómas sem tók eftir Conor. Conor varð var við Tómas. „Hann sá að ég var að horfa á hann, kom hjólandi til mín og byrjaði að hringsóla í kringum mig,“ segir Tómas sem klæddist peysu með textanum „I feel like Pablo.“ Um er að ræða vísun í plötu Kanye West, The Life of Pablo. Conor greip boltann á lofti: „What’s up Pablo,“ sagði Conor og braut ísinn. Í kjölfarið fékk Tómas mynd af sér með Conor og ber honum vel söguna. „Hann var mjög næs og algjör ‘gentleman’,“ segir Tómas. Gunnar Nelson hafi ekki verið á svæðinu en hann taldi hina í hópnum hafa verið þjálfara hans og íslenska þjálfara hjá Mjölni. „Hann er algjör meistari,“ segir Tómas. Back in the land of Ice for some good training at Mjolnir!! #TheIceViking A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Apr 18, 2016 at 3:04pm PDT UFC champ Conor McGregor A photo posted by Hallgrímur A. Ingvarsson (@hallgrimurandri) on Apr 18, 2016 at 2:46pm PDT
Tengdar fréttir Conor kemur til Íslands í dag Gunnar Nelson fær góða aðstoð við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov sem fer fram í Rotterdam 8. maí. 18. apríl 2016 08:45 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Conor kemur til Íslands í dag Gunnar Nelson fær góða aðstoð við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov sem fer fram í Rotterdam 8. maí. 18. apríl 2016 08:45