Sport

Conor kemur til Íslands í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar og Conor eftir UFC 189 í Las Vegas.
Gunnar og Conor eftir UFC 189 í Las Vegas. vísir/getty
Gunnar Nelson fær góða aðstoð við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov sem fer fram í Rotterdam 8. maí.

Fjaðurvigtarmeistarinn og æfingafélagi Gunnars, Írinn Conor McGregor, er á leið til landsins að því er heimildir MMA frétta herma. Conor mun víst lenda á landinu í dag að því er kemur fram í fréttinni.

Conor ætlar að æfa með Gunnari í Mjölni í viku að því er segir í fréttinni. Conor er sjálfur að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Nate Diaz á UFC 200 í júlí.

Gunnar hefur margoft farið til Írlands og æft með Conor en nokkuð langt er um liðið síðan Conor kom síðast til Íslands til þess að æfa með Gunnari.

Uppgangur Írans í íþróttinni hefur verið með ólíkindum á síðustu mánuðum og hann er orðinn stærsta stjarna UFC og með þekktari íþróttamönnum heims.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×