Almannahagsmunir trompa trúnaðarsamband við ástvin Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2016 16:05 Sturla Pálsson hefur viðurkennt að hafa brotið trúnað þegar hann hringdi í eiginkonu sína Helgu Jónsdóttur í október 2008. Vísir/Getty Þeir sem eru í því hlutverki að geta haft áhrif á almannahagsmuni hafa ríkari skyldur en aðrir, og ber þar trúnaðarskyldan hæst. Þetta er mat Henry Alexanders Henryssonar, sérfræðings hjá Siðfræðistofnun, þegar hann er spurður út í trúnaðarbrot Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Sturla hefur viðurkennt að hafa brotið trúnað þegar hann hringdi í eiginkonu sína Helgu Jónsdóttur, þáverandi lögfræðing hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, hagsmunasamtaka allra banka og sparisjóða á landinu, í aðdraganda bankahrunsins árið 2008 og upplýsti hana að hugsanlega yrði einum af stóru bönkunum þremur bjargað og að Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, væri búinn að gefast upp.Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands og fyrrverandi yfirmaður alþjóða- og markaðssviðs bankans.VísirGreint var frá þessu bæði í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Kastljósinu í gærkvöldi þar sem vísað var í skýrslutöku yfir Sturlu frá því í janúar 2012 þar sem hann var vitni í umfangsmiklu máli sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Málið sneri að milljarðamillifærslum af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum daginn sem neyðarlögin voru sett. Málið var svo fellt niður og fór aldrei fyrir dóm. Símtalið átti sér stað laugardaginn 4. október árið 2008 en þá átti eftir að setja neyðarlögin tveimur dögum síðar, mánudaginn 6. október, þegar markaðir voru enn opnir. Er talið að þessar upplýsingar, að hugsanlega yrði einum banka bjargað og að bankastjóri væri búinn að gefast upp, hefðu auðveldlega geta nýst á mánudeginum 6. október. Rík þagnarskylda hvíldi á þeim voru helstu leikendur hjá ríkinu og Seðlabankanum í þessari atburðarás, en sú spurning gæti vaknað hjá ýmsum hvort það sé gerlegt að leyna þeim sem sem standa manni næst svo mikilvægum upplýsingum? Spurður að þessu segir Henry Alexander að hann telji mikilvægt að siðfræðileg greining á slíku álitamáli sé raunsæ.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.vísir/ernir„Við komum öðruvísi fram við okkar nánustu heldur en annað fólk og kannski einkennilegt að mála það í of dökkum litum. Hugur okkar á að vera hjá ástvinum, við viljum veg þeirra sem mestan og auðvitað sækjumst við eftir því að standa í nánu trúnaðarsambandi við þá,“ segir Henry. Hann segir hins vegar ljóst að sum mál séu þess eðlis að þar standi hlutdrægni ekki til boða, jafnvel þótt hún kunni að virðast eðlileg. „Það er ástæða þess að settar eru strangar starfsreglur eða siðareglur skráðar. Sumir móðgast og segjast treysta á eigin dómgreind en sagan sýnir að slíkt er varhugavert,“ segir Henry. Að mati Henrys gengur sérstaklega illa að fá fólk á Íslandi til að skilja hvað almannahagsmunir fela í sér, líkt og nýleg mál benda til. „Þeir einstaklingar sem eru í því hlutverki að geta haft áhrif á þessa hagsmuni hafa einfaldlega ríkari skyldur heldur en aðrir, og ber þar trúnaðarskyldan hæst. Það kann að vera bara mannlegt að vilja láta ástvini ganga fyrir þessum skyldum en þá virðist nokkuð augljóst að um leið hefur maður valið að hætta að gegna hlutverkinu.“ Tengdar fréttir Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Þeir sem eru í því hlutverki að geta haft áhrif á almannahagsmuni hafa ríkari skyldur en aðrir, og ber þar trúnaðarskyldan hæst. Þetta er mat Henry Alexanders Henryssonar, sérfræðings hjá Siðfræðistofnun, þegar hann er spurður út í trúnaðarbrot Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands. Sturla hefur viðurkennt að hafa brotið trúnað þegar hann hringdi í eiginkonu sína Helgu Jónsdóttur, þáverandi lögfræðing hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, hagsmunasamtaka allra banka og sparisjóða á landinu, í aðdraganda bankahrunsins árið 2008 og upplýsti hana að hugsanlega yrði einum af stóru bönkunum þremur bjargað og að Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, væri búinn að gefast upp.Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar hjá Seðlabanka Íslands og fyrrverandi yfirmaður alþjóða- og markaðssviðs bankans.VísirGreint var frá þessu bæði í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Kastljósinu í gærkvöldi þar sem vísað var í skýrslutöku yfir Sturlu frá því í janúar 2012 þar sem hann var vitni í umfangsmiklu máli sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Málið sneri að milljarðamillifærslum af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum daginn sem neyðarlögin voru sett. Málið var svo fellt niður og fór aldrei fyrir dóm. Símtalið átti sér stað laugardaginn 4. október árið 2008 en þá átti eftir að setja neyðarlögin tveimur dögum síðar, mánudaginn 6. október, þegar markaðir voru enn opnir. Er talið að þessar upplýsingar, að hugsanlega yrði einum banka bjargað og að bankastjóri væri búinn að gefast upp, hefðu auðveldlega geta nýst á mánudeginum 6. október. Rík þagnarskylda hvíldi á þeim voru helstu leikendur hjá ríkinu og Seðlabankanum í þessari atburðarás, en sú spurning gæti vaknað hjá ýmsum hvort það sé gerlegt að leyna þeim sem sem standa manni næst svo mikilvægum upplýsingum? Spurður að þessu segir Henry Alexander að hann telji mikilvægt að siðfræðileg greining á slíku álitamáli sé raunsæ.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.vísir/ernir„Við komum öðruvísi fram við okkar nánustu heldur en annað fólk og kannski einkennilegt að mála það í of dökkum litum. Hugur okkar á að vera hjá ástvinum, við viljum veg þeirra sem mestan og auðvitað sækjumst við eftir því að standa í nánu trúnaðarsambandi við þá,“ segir Henry. Hann segir hins vegar ljóst að sum mál séu þess eðlis að þar standi hlutdrægni ekki til boða, jafnvel þótt hún kunni að virðast eðlileg. „Það er ástæða þess að settar eru strangar starfsreglur eða siðareglur skráðar. Sumir móðgast og segjast treysta á eigin dómgreind en sagan sýnir að slíkt er varhugavert,“ segir Henry. Að mati Henrys gengur sérstaklega illa að fá fólk á Íslandi til að skilja hvað almannahagsmunir fela í sér, líkt og nýleg mál benda til. „Þeir einstaklingar sem eru í því hlutverki að geta haft áhrif á þessa hagsmuni hafa einfaldlega ríkari skyldur heldur en aðrir, og ber þar trúnaðarskyldan hæst. Það kann að vera bara mannlegt að vilja láta ástvini ganga fyrir þessum skyldum en þá virðist nokkuð augljóst að um leið hefur maður valið að hætta að gegna hlutverkinu.“
Tengdar fréttir Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24
Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04