Everton og Chelsea komust bæði upp fyrir Liverpool | Úrslit kvöldsins í enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2016 21:45 Fabio Borini fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Liverpool er komið niður í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Everton og Chelsea unnu bæði sína leiki í kvöld. Topplið Leicester City tapaði stigum á heimavelli og gæti misst toppsætið á morgun. Í fallbaráttunni vann Bournemouth langþráðan sigur og Sunderland bjargaði stigi á móti Crystal Palace með marki frá Fabio Borini í lokin.Topplið Leicester City tapaði tveimur stigum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við West Bromwich Albion. Leicester-liðið gæti því misst toppsætið til Tottenham á morgun takist leikmönnum Tottenham að vinna West Ham á útivelli. Bæði liðin komust yfir í fyrri hálfleiknum en á endanum var það aukaspyrnumark Craig Gardner sem tryggði West Brom stig.Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. Chelsea komst upp fyrir Stoke og Liverpool með þessum sigri og hefur enn ekki tapað deildarleik undir stjórn Guus Hiddink. Markið sem skildi á milli liðanna átti þó aldrei að standa því Diego Costa var rangstæður þegar hann kom Cheslea í 2-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.Everton komst upp fyrir nágranna sína í Liverpool með öruggum 3-1 útisigri á Aston Villa á Villa Park. Everton og Liverpool eru með jafnmörg stig en Everton er með mun betri markatölu. Aston Villa tapaði þarna sínum þriðja leik í röð og er nú átta stigum frá öruggu sæti eftir að Sunderland og Crystal Palace gerðu 2-2 jafntefli á sama tíma.Crystal Palace hefur aðeins fengið tvö stig út úr síðustu níu deildarleikjum og lærisveinar Alan Pardew eru núna farnir nálgast fallbaráttupakkann. Þeir voru nálægt því að landa þremur stigum i kvöld en Connor Wickham kom liðinu í 2-1 með tveimur mörkum á sex mínútna kafla.Fabio Borini tryggði hinsvegar Sunderland 2-2 jafntefli og mikilvægt stig í fallbaráttunni þegar hann skoraði laglegt jöfnunarmark úr þröngu færi á 90. mínútu.Steve Cook og Benik Afobe tryggðu Bournemouth sinn fyrsta sigur í næstum því heilan mánuð þegar þeir skoruðu mörk liðsins í 2-0 heimasigri á Southampton.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Aston Villa - Everton 1-3 0-1 Ramiro Funes Mori (5.), 0-2 Aaron Lennon (30.), 0-3 Romelu Lukaku (60.), 1-3 Rudy Gestede (79.)Bournemouth - Southampton 2-0 1-0 Steve Cook (31.), 2-0 Benik Afobe (79.)Leicester - West Bromwich 2-2 0-1 José Salomón Rondón (11.), 1-1 Danny Drinkwater (31.), 2-1 Andy King (45.+1), 2-2 Craig Gardner (50.)Norwich - Chelsea 1-2 0-1 Kenedy (1.), 0-2 Diego Costa (45.+1), 1-2 Nathan Redmond (68.)Sunderland - Crystal Palace 2-2 1-0 Dame N'Doye (36.), 1-1 Connor Wickham (61.), 1-2 Connor Wickham (67.), 2-2 Fabio Borini (90.) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Liverpool er komið niður í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Everton og Chelsea unnu bæði sína leiki í kvöld. Topplið Leicester City tapaði stigum á heimavelli og gæti misst toppsætið á morgun. Í fallbaráttunni vann Bournemouth langþráðan sigur og Sunderland bjargaði stigi á móti Crystal Palace með marki frá Fabio Borini í lokin.Topplið Leicester City tapaði tveimur stigum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við West Bromwich Albion. Leicester-liðið gæti því misst toppsætið til Tottenham á morgun takist leikmönnum Tottenham að vinna West Ham á útivelli. Bæði liðin komust yfir í fyrri hálfleiknum en á endanum var það aukaspyrnumark Craig Gardner sem tryggði West Brom stig.Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Norwich City í kvöld. Chelsea komst upp fyrir Stoke og Liverpool með þessum sigri og hefur enn ekki tapað deildarleik undir stjórn Guus Hiddink. Markið sem skildi á milli liðanna átti þó aldrei að standa því Diego Costa var rangstæður þegar hann kom Cheslea í 2-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiksins.Everton komst upp fyrir nágranna sína í Liverpool með öruggum 3-1 útisigri á Aston Villa á Villa Park. Everton og Liverpool eru með jafnmörg stig en Everton er með mun betri markatölu. Aston Villa tapaði þarna sínum þriðja leik í röð og er nú átta stigum frá öruggu sæti eftir að Sunderland og Crystal Palace gerðu 2-2 jafntefli á sama tíma.Crystal Palace hefur aðeins fengið tvö stig út úr síðustu níu deildarleikjum og lærisveinar Alan Pardew eru núna farnir nálgast fallbaráttupakkann. Þeir voru nálægt því að landa þremur stigum i kvöld en Connor Wickham kom liðinu í 2-1 með tveimur mörkum á sex mínútna kafla.Fabio Borini tryggði hinsvegar Sunderland 2-2 jafntefli og mikilvægt stig í fallbaráttunni þegar hann skoraði laglegt jöfnunarmark úr þröngu færi á 90. mínútu.Steve Cook og Benik Afobe tryggðu Bournemouth sinn fyrsta sigur í næstum því heilan mánuð þegar þeir skoruðu mörk liðsins í 2-0 heimasigri á Southampton.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:Aston Villa - Everton 1-3 0-1 Ramiro Funes Mori (5.), 0-2 Aaron Lennon (30.), 0-3 Romelu Lukaku (60.), 1-3 Rudy Gestede (79.)Bournemouth - Southampton 2-0 1-0 Steve Cook (31.), 2-0 Benik Afobe (79.)Leicester - West Bromwich 2-2 0-1 José Salomón Rondón (11.), 1-1 Danny Drinkwater (31.), 2-1 Andy King (45.+1), 2-2 Craig Gardner (50.)Norwich - Chelsea 1-2 0-1 Kenedy (1.), 0-2 Diego Costa (45.+1), 1-2 Nathan Redmond (68.)Sunderland - Crystal Palace 2-2 1-0 Dame N'Doye (36.), 1-1 Connor Wickham (61.), 1-2 Connor Wickham (67.), 2-2 Fabio Borini (90.)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira