Kælimeðferð hefur aukið lífslíkur um ríflega helming Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. apríl 2015 18:30 Níu ára drengur, sem fluttur var þungt haldinn á Landspítalann eftir að hann festist í affalli við stífluna í Læknum í Hafnarfirði, var útskrifaður af gjörgæsludeild í dag. Hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins og eru batahorfur hans mjög góðar. Drengurinn var að leik við stífluna ásamt systkinum sínum þegar slysið átti sér stað. Eldri bróðir hans festist einnig í affallinu. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í vikunni. Yngri bróðirinn var hins vegar fluttur þungt haldinn á spítalann. Þar sem drengurinn var í hjartastoppi var notuð sérstök kælimeðferð til að reyna að koma í veg fyrir að hann hlyti heilaskaða. Kælimeðferðir hafa verið gerðar á Landspítalanum síðan árið 2002 og hafa þær gefið góða raun. Kælimeðferðir virka þannig að blóð líkamans er kælt niður í í 32 til 34 gráður. „Þannig virðist maður ná því að vernda heilann,“ segir Felix Valsson sérfræðingur í svæfingu og gjörgæslulækningum. Meðferðin hefur verið notuð á um fjögur hundruð sjúklinga hér á landi sem hafa verið í hjartastoppi og hafa lífslíkur sjúklinga aukist um ríflega helming með notkun þessarar aðferðar. „Sjúklingar sem, annað hvort lifa þeir og virðsta vera mjög góðir, sem sagt með mjög lítinn skaða eða þeir deyja,“ segir Felix. Felix segir meðferðina áður hafa bjargað börnum. „Það sem gerist náttúrulega hjá börnum er að þau kólna mjög hratt. Það er þeirra líkamsbygging gerir það að kælingin virkar mjög hratt á þau og síðan eru þau náttúrulega örugglega betur í stakk búin til þess að endurhæfa sig sjálf þegar að við erum búin að fleyta þeim yfir það versta,“ segir Felix. Þar sem sjúklingunum er haldið sofandi í einn til þrjá sólahringa eftir að slysin reynir meðferðin oft á aðstandendur. Sjúklingarnir eru oftast steinsofandi og ískaldir þegar aðstandendur sjá þá í fyrsta sinn á spítalanum. „Það eru náttúrulega gríðarlega gleðistundir fyrir aðstandendurnar þegar sjúklingurinn síðan vaknar eftir þessa meðferð,“ segir Felix. Þá segir hann sjúklingana oft geta tjáð um leið og þeir vakna. „Þeir eru oft ótrúlega fljótir að vakna upp og geta gefið til kynna að það sé allt í lagi. Þannig að það er yndislegt að sjá þegar að það gerist,“ segir Felix. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Níu ára drengur, sem fluttur var þungt haldinn á Landspítalann eftir að hann festist í affalli við stífluna í Læknum í Hafnarfirði, var útskrifaður af gjörgæsludeild í dag. Hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins og eru batahorfur hans mjög góðar. Drengurinn var að leik við stífluna ásamt systkinum sínum þegar slysið átti sér stað. Eldri bróðir hans festist einnig í affallinu. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í vikunni. Yngri bróðirinn var hins vegar fluttur þungt haldinn á spítalann. Þar sem drengurinn var í hjartastoppi var notuð sérstök kælimeðferð til að reyna að koma í veg fyrir að hann hlyti heilaskaða. Kælimeðferðir hafa verið gerðar á Landspítalanum síðan árið 2002 og hafa þær gefið góða raun. Kælimeðferðir virka þannig að blóð líkamans er kælt niður í í 32 til 34 gráður. „Þannig virðist maður ná því að vernda heilann,“ segir Felix Valsson sérfræðingur í svæfingu og gjörgæslulækningum. Meðferðin hefur verið notuð á um fjögur hundruð sjúklinga hér á landi sem hafa verið í hjartastoppi og hafa lífslíkur sjúklinga aukist um ríflega helming með notkun þessarar aðferðar. „Sjúklingar sem, annað hvort lifa þeir og virðsta vera mjög góðir, sem sagt með mjög lítinn skaða eða þeir deyja,“ segir Felix. Felix segir meðferðina áður hafa bjargað börnum. „Það sem gerist náttúrulega hjá börnum er að þau kólna mjög hratt. Það er þeirra líkamsbygging gerir það að kælingin virkar mjög hratt á þau og síðan eru þau náttúrulega örugglega betur í stakk búin til þess að endurhæfa sig sjálf þegar að við erum búin að fleyta þeim yfir það versta,“ segir Felix. Þar sem sjúklingunum er haldið sofandi í einn til þrjá sólahringa eftir að slysin reynir meðferðin oft á aðstandendur. Sjúklingarnir eru oftast steinsofandi og ískaldir þegar aðstandendur sjá þá í fyrsta sinn á spítalanum. „Það eru náttúrulega gríðarlega gleðistundir fyrir aðstandendurnar þegar sjúklingurinn síðan vaknar eftir þessa meðferð,“ segir Felix. Þá segir hann sjúklingana oft geta tjáð um leið og þeir vakna. „Þeir eru oft ótrúlega fljótir að vakna upp og geta gefið til kynna að það sé allt í lagi. Þannig að það er yndislegt að sjá þegar að það gerist,“ segir Felix.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira