Kælimeðferð hefur aukið lífslíkur um ríflega helming Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. apríl 2015 18:30 Níu ára drengur, sem fluttur var þungt haldinn á Landspítalann eftir að hann festist í affalli við stífluna í Læknum í Hafnarfirði, var útskrifaður af gjörgæsludeild í dag. Hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins og eru batahorfur hans mjög góðar. Drengurinn var að leik við stífluna ásamt systkinum sínum þegar slysið átti sér stað. Eldri bróðir hans festist einnig í affallinu. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í vikunni. Yngri bróðirinn var hins vegar fluttur þungt haldinn á spítalann. Þar sem drengurinn var í hjartastoppi var notuð sérstök kælimeðferð til að reyna að koma í veg fyrir að hann hlyti heilaskaða. Kælimeðferðir hafa verið gerðar á Landspítalanum síðan árið 2002 og hafa þær gefið góða raun. Kælimeðferðir virka þannig að blóð líkamans er kælt niður í í 32 til 34 gráður. „Þannig virðist maður ná því að vernda heilann,“ segir Felix Valsson sérfræðingur í svæfingu og gjörgæslulækningum. Meðferðin hefur verið notuð á um fjögur hundruð sjúklinga hér á landi sem hafa verið í hjartastoppi og hafa lífslíkur sjúklinga aukist um ríflega helming með notkun þessarar aðferðar. „Sjúklingar sem, annað hvort lifa þeir og virðsta vera mjög góðir, sem sagt með mjög lítinn skaða eða þeir deyja,“ segir Felix. Felix segir meðferðina áður hafa bjargað börnum. „Það sem gerist náttúrulega hjá börnum er að þau kólna mjög hratt. Það er þeirra líkamsbygging gerir það að kælingin virkar mjög hratt á þau og síðan eru þau náttúrulega örugglega betur í stakk búin til þess að endurhæfa sig sjálf þegar að við erum búin að fleyta þeim yfir það versta,“ segir Felix. Þar sem sjúklingunum er haldið sofandi í einn til þrjá sólahringa eftir að slysin reynir meðferðin oft á aðstandendur. Sjúklingarnir eru oftast steinsofandi og ískaldir þegar aðstandendur sjá þá í fyrsta sinn á spítalanum. „Það eru náttúrulega gríðarlega gleðistundir fyrir aðstandendurnar þegar sjúklingurinn síðan vaknar eftir þessa meðferð,“ segir Felix. Þá segir hann sjúklingana oft geta tjáð um leið og þeir vakna. „Þeir eru oft ótrúlega fljótir að vakna upp og geta gefið til kynna að það sé allt í lagi. Þannig að það er yndislegt að sjá þegar að það gerist,“ segir Felix. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Níu ára drengur, sem fluttur var þungt haldinn á Landspítalann eftir að hann festist í affalli við stífluna í Læknum í Hafnarfirði, var útskrifaður af gjörgæsludeild í dag. Hann liggur nú á Barnaspítala Hringsins og eru batahorfur hans mjög góðar. Drengurinn var að leik við stífluna ásamt systkinum sínum þegar slysið átti sér stað. Eldri bróðir hans festist einnig í affallinu. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í vikunni. Yngri bróðirinn var hins vegar fluttur þungt haldinn á spítalann. Þar sem drengurinn var í hjartastoppi var notuð sérstök kælimeðferð til að reyna að koma í veg fyrir að hann hlyti heilaskaða. Kælimeðferðir hafa verið gerðar á Landspítalanum síðan árið 2002 og hafa þær gefið góða raun. Kælimeðferðir virka þannig að blóð líkamans er kælt niður í í 32 til 34 gráður. „Þannig virðist maður ná því að vernda heilann,“ segir Felix Valsson sérfræðingur í svæfingu og gjörgæslulækningum. Meðferðin hefur verið notuð á um fjögur hundruð sjúklinga hér á landi sem hafa verið í hjartastoppi og hafa lífslíkur sjúklinga aukist um ríflega helming með notkun þessarar aðferðar. „Sjúklingar sem, annað hvort lifa þeir og virðsta vera mjög góðir, sem sagt með mjög lítinn skaða eða þeir deyja,“ segir Felix. Felix segir meðferðina áður hafa bjargað börnum. „Það sem gerist náttúrulega hjá börnum er að þau kólna mjög hratt. Það er þeirra líkamsbygging gerir það að kælingin virkar mjög hratt á þau og síðan eru þau náttúrulega örugglega betur í stakk búin til þess að endurhæfa sig sjálf þegar að við erum búin að fleyta þeim yfir það versta,“ segir Felix. Þar sem sjúklingunum er haldið sofandi í einn til þrjá sólahringa eftir að slysin reynir meðferðin oft á aðstandendur. Sjúklingarnir eru oftast steinsofandi og ískaldir þegar aðstandendur sjá þá í fyrsta sinn á spítalanum. „Það eru náttúrulega gríðarlega gleðistundir fyrir aðstandendurnar þegar sjúklingurinn síðan vaknar eftir þessa meðferð,“ segir Felix. Þá segir hann sjúklingana oft geta tjáð um leið og þeir vakna. „Þeir eru oft ótrúlega fljótir að vakna upp og geta gefið til kynna að það sé allt í lagi. Þannig að það er yndislegt að sjá þegar að það gerist,“ segir Felix.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira