Árni Vilhjálmsson, Finnur Orri Margeirsson og félagar í Lilleström undir stjórn Rúnars Kristinssonar fengu sannkallaðan skell í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag en Lilleström tapaði 0-5 á útivelli gegn Odd.
Er þetta í annað sinn á árinu sem Lilleström fær skell gegn Odd en Odd vann 6-1 sigur á Lilleström í æfingarleik í mars.
Árni og Finnur voru báðir í byrjunarliði Lilleström og léku allan leikinn en þeir gátu ekki komið í veg fyrir stórt tap Lilleström sem lenti í 8. sæti norsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa byrjað deildina með eitt stig í mínus vegna fjárhagsvandræða.
Matthías Vilhjálmsson og Aron Elís Þrándarson voru í byrjunarliðum Alesund og Rosenborg í 1-0 sigri Rosenborg sem var löngu búið að tryggja sér norska titilinn en Aalesund missti Bodo/Glimt upp fyrir sig í dag og lenti í 10. sæti.
Viking vann 3-1 sigur á Mjondalen í kveðjuleik Indriða Sigurðssonar og Jóns Daða Böðvarssonar en Steinþór Þorsteinsson kom inn af bekknum og lagði upp jöfnunarmark Mjondalen.
Steinþór var aftur á ferðinni undir lok leiksins þegar hann lagði upp þriðja mark Viking sem gulltryggði sigurinn fyrir Viking sem endaði í 5. sæti.
Öll úrslit dagsins:
Aalesund 0-1 Rosenborg
Bodo/Glimt 6-1 Stabæk
Haugesund 0-1 Tromsö
Odd 5-0 Lilleström
Sarpsborg 2-1 Sandefjord
Start 0-3 Molde
Stromsgodset 2-2 Valerenga
Viking 3-1 Mjondalen
Lærisveinar Rúnars fengu skell í lokaumferðinni | Öll úrslit dagsins
Kristinn Páll Teitsson skrifar
