Enski boltinn

Sonur Nigel Pearson sakaður um kynþáttaníð

Nigel Pearson er varla ánægður með son sinn þessa dagana.
Nigel Pearson er varla ánægður með son sinn þessa dagana. vísir/getty
Knattspyrnufélagið Leicester City hefur tilkynnt að félagið hyggist hefja rannsókn á meintum kynþáttaníð sem leikmenn liðsins eru sakaðir um. Atvikið átti sér stað á hótelherbergi í Taílandi og náðist á myndband.

Enska dagblaðið Sunday Mirror hefur myndbandið undir höndum og hefur afhent það félaginu. Þar sjást þrír leikmenn úr akademíu félagsins liggja naktir uppi í rúmi, þar sem þeir hafa niðrandi orðalag um þrjár konur sem í herberginu voru.

Einn af leikmönnunum er James Pearson, 22 ára sonur Nigel Pearson knattspyrnustjóra Leicester. Nigel Pearson hefur verið ötull talsmaður gegn rasisma, þó hann hafi látið ýmislegt annað flakka bæði til stuðningsmanna Leicester og blaðamanna á nýafstaðinni leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×