Fótbolti

Jafntefli hjá Hirti Loga og félögum

Hjörtur Logi og félagar hafa verið á uppleið í síðustu leikjum.
Hjörtur Logi og félagar hafa verið á uppleið í síðustu leikjum. vísir/vilhelm
Hjörtur Logi Valgarðsson lék síðustu 14 mínúturnar í liði Örebro þegar liðið sótti Elfsborg heim í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn endaði 2-2.

Líklega hefði Örebro sætt sig við eitt stig fyrirfram en Elfsborg, sem situr í 2. sæti deildarinnar, jafnaði metin á 90. mínútu. Örebro er fyrir vikið í 14. sæti en liðið hefur ekki tapað í síðustu þremur leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×