Fótbolti

Cesena steinlá í lokaumferðinni

Hörður Björgvin Magnússon og félagar sáu ekki til sólar gegn Torino.
Hörður Björgvin Magnússon og félagar sáu ekki til sólar gegn Torino. vísir/getty
Síðasta umferðin í ítölsku deildinni kláraðist í kvöld. Fyrir umferðina var allt á hreinu hvað varðar topp- og botnsætin og því lítil spenna í loftinu.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með Cesena sem steinlá, 5-0, gegn Torino. Cesena er löngu fallið úr deildinni en liðið hefur ekki unnið leik síðan 1. mars.

Úrslit kvöldsins:

Cagliari - Udinese 4-3

Roma - Palermo 1-2

Fiorentina - Chievo 3-0

Inter - Empoli 4-3

Napoli - Lazio 2-4

Sampdoria - Parma 2-2

Sassuolo - Genoa 3-1

Torino - Cesena 5-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×