Enski boltinn

Costa dregur sig úr landsliðshópi Spánar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Costa gengur af velli um helgina.
Diego Costa gengur af velli um helgina. Vísir/Getty
Sóknarmaðurinn Diego Costa mun ekki spila með spænska landsliðinu í leikjum liðsins gegn Úkraínu og Hollandi vegna meiðsla.

Costa hefur verið að glíma við meiðsli í vetur og tóku meiðsli aftan í læri sig upp í 3-2 sigri Chelsea gegn Hull á sunnudag.

Hann fór engu að síður til Spánar í gær þar sem að læknar landsliðsins óskuðu eftir því að fá að skoða kappann. Búist er við því að hann fljúgi aftur til Lundúna í dag.

Juanmi, sóknarmaður Malaga, hefur verið kallaður í spænska landsliðshópinn í staðinn fyrir Costa en forráðamenn Chelsea eru vongóðir um að kappinn verði klár í slaginn er liðið mætir Stoke eftir tvær vikur.

Nokkur togstreita hefur verið á milli Chelsea og spænska landsliðsins í vetur vegna Diego Costa eftir að leikmaðurinn missti af leikjum Lundúnarliðsnis vegna meiðsla sem hann varð fyrir með spænska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×