Enski boltinn

Fyrsti leikur Sturridge mögulega á Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge. Vísir/Getty
Daniel Sturridge er allur að braggast eftir að hafa vera meiddur í að vera eitt ár og það styttist í endurkomu hans inn í Liverpool-liðið.

Daniel Sturridge var bara í byrjunarliði Liverpool í sjö leikjum á síðasta tímabili og var hans sárt saknað ekki síst eftir að félagið seldi Luis Suarez til Barcelona.

Sturridge meiddist í verkefni enska landsliðsins um haustið og sú meiðsli tóku sig upp aftur og aftur. Biðin varð stuðningsmönnum Liverpool erfið.

Daniel Sturridge fór síðan á endanum í aðgerð á mjöðm í Bandaríkjunum í maí og hefur verið í meðferð hjá læknaliði hafnarboltafélagsins Boston Red Sox.

Sturridge kemur aftur til Liverpool um helgina og mun samkvæmt frétt Daily Mail byrja að æfa í næstu viku. Hann spilar þó ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir landsleikjahléið.

Liverpool mætir Arsenal á mánudaginn og spilar síðan við West Ham áður en hlé verður gert á ensku úrvalsdeildinni vegna landsliðsverkefna.

Fyrsti leikur Liverpool eftir landsleikjahléið er hinsvegar á móti erkifjendunum í Manchester United á Old Trafford.

Það eru nokkrar líkur á því að Sturridge geti spilað þennan leik á móti United en jafnframt er ljóst að Liverpool mun ekki taka neina óþarfa áhættu með leikmanninn.

Daniel Sturridge kom til Liverpool í janúar 2013 og skoraði 31 mark í 43 leikjum í ensku úrvalsdeildinni næsta eina og hálfa tímabilið.

Hann skoraði síðan sigurmarkið í fyrsta leiknum á 2014-15 tímabilinu en svo meiddist hann á æfingu enska landsliðsins og hefur lítið hjálpað Liverpool-liðinu síðan. Sturridge spilaði síðast með Liverpool í apríl.

Liverpool hefur byrjað nýtt tímabil vel en félagið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. Liverpool vann þá báða 1-0.


Tengdar fréttir

Sturridge: Mikilvægt að komast í annað andrúmsloft

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, dvelur nú í Bandaríkjunum þar sem hann er í stöðugri meðhöndlun. Sturridge glímir við meiðsli og segir að breytt andrúmsloft sé mikilvægt í leið sinni inn á völlinn á nýjan leik.

Sturridge fór í aðgerð

Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, spilar ekki meira á tímabilinu eftir að hann lagðist undir hnífinn í Bandaríkjunum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×