Fyrsti leikur Sturridge mögulega á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2015 18:00 Daniel Sturridge. Vísir/Getty Daniel Sturridge er allur að braggast eftir að hafa vera meiddur í að vera eitt ár og það styttist í endurkomu hans inn í Liverpool-liðið. Daniel Sturridge var bara í byrjunarliði Liverpool í sjö leikjum á síðasta tímabili og var hans sárt saknað ekki síst eftir að félagið seldi Luis Suarez til Barcelona. Sturridge meiddist í verkefni enska landsliðsins um haustið og sú meiðsli tóku sig upp aftur og aftur. Biðin varð stuðningsmönnum Liverpool erfið. Daniel Sturridge fór síðan á endanum í aðgerð á mjöðm í Bandaríkjunum í maí og hefur verið í meðferð hjá læknaliði hafnarboltafélagsins Boston Red Sox. Sturridge kemur aftur til Liverpool um helgina og mun samkvæmt frétt Daily Mail byrja að æfa í næstu viku. Hann spilar þó ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir landsleikjahléið. Liverpool mætir Arsenal á mánudaginn og spilar síðan við West Ham áður en hlé verður gert á ensku úrvalsdeildinni vegna landsliðsverkefna. Fyrsti leikur Liverpool eftir landsleikjahléið er hinsvegar á móti erkifjendunum í Manchester United á Old Trafford. Það eru nokkrar líkur á því að Sturridge geti spilað þennan leik á móti United en jafnframt er ljóst að Liverpool mun ekki taka neina óþarfa áhættu með leikmanninn. Daniel Sturridge kom til Liverpool í janúar 2013 og skoraði 31 mark í 43 leikjum í ensku úrvalsdeildinni næsta eina og hálfa tímabilið. Hann skoraði síðan sigurmarkið í fyrsta leiknum á 2014-15 tímabilinu en svo meiddist hann á æfingu enska landsliðsins og hefur lítið hjálpað Liverpool-liðinu síðan. Sturridge spilaði síðast með Liverpool í apríl. Liverpool hefur byrjað nýtt tímabil vel en félagið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. Liverpool vann þá báða 1-0. Enski boltinn Tengdar fréttir Tímabilið líklega búið hjá Sturridge Stjóri Liverpool, Brendan Rodgers, segir að tímabilið sé líklega búið hjá framherja félagsins Daniel Sturridge. 27. apríl 2015 10:19 Henderson og Sturridge afgreiddu nýliðana | Sjáðu mörkin Liverpool hefur ekki enn tapað leik á árinu 2015 en það vann Burnley í kvöld. 4. mars 2015 11:27 Sturridge gæti verið frá í mánuð vegna meiðslanna Vonir Liverpool um að ná Meistaradeildarsæti dvína með slæmum tíðindum af framherjanum. 27. mars 2015 09:29 Sturridge: Mikilvægt að komast í annað andrúmsloft Daniel Sturridge, framherji Liverpool, dvelur nú í Bandaríkjunum þar sem hann er í stöðugri meðhöndlun. Sturridge glímir við meiðsli og segir að breytt andrúmsloft sé mikilvægt í leið sinni inn á völlinn á nýjan leik. 3. maí 2015 06:00 Sturridge fór í aðgerð Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, spilar ekki meira á tímabilinu eftir að hann lagðist undir hnífinn í Bandaríkjunum í dag. 5. maí 2015 21:20 Sturridge líklega ekki klár fyrr en í október Daniel Sturridge, framherji Liverpool, snýr væntanlega ekki aftur á völlinn fyrr en í október eftir að hafa gengist undir aðgerð á mjöðm fyrr í vikunni. 8. maí 2015 15:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool Sjá meira
Daniel Sturridge er allur að braggast eftir að hafa vera meiddur í að vera eitt ár og það styttist í endurkomu hans inn í Liverpool-liðið. Daniel Sturridge var bara í byrjunarliði Liverpool í sjö leikjum á síðasta tímabili og var hans sárt saknað ekki síst eftir að félagið seldi Luis Suarez til Barcelona. Sturridge meiddist í verkefni enska landsliðsins um haustið og sú meiðsli tóku sig upp aftur og aftur. Biðin varð stuðningsmönnum Liverpool erfið. Daniel Sturridge fór síðan á endanum í aðgerð á mjöðm í Bandaríkjunum í maí og hefur verið í meðferð hjá læknaliði hafnarboltafélagsins Boston Red Sox. Sturridge kemur aftur til Liverpool um helgina og mun samkvæmt frétt Daily Mail byrja að æfa í næstu viku. Hann spilar þó ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir landsleikjahléið. Liverpool mætir Arsenal á mánudaginn og spilar síðan við West Ham áður en hlé verður gert á ensku úrvalsdeildinni vegna landsliðsverkefna. Fyrsti leikur Liverpool eftir landsleikjahléið er hinsvegar á móti erkifjendunum í Manchester United á Old Trafford. Það eru nokkrar líkur á því að Sturridge geti spilað þennan leik á móti United en jafnframt er ljóst að Liverpool mun ekki taka neina óþarfa áhættu með leikmanninn. Daniel Sturridge kom til Liverpool í janúar 2013 og skoraði 31 mark í 43 leikjum í ensku úrvalsdeildinni næsta eina og hálfa tímabilið. Hann skoraði síðan sigurmarkið í fyrsta leiknum á 2014-15 tímabilinu en svo meiddist hann á æfingu enska landsliðsins og hefur lítið hjálpað Liverpool-liðinu síðan. Sturridge spilaði síðast með Liverpool í apríl. Liverpool hefur byrjað nýtt tímabil vel en félagið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. Liverpool vann þá báða 1-0.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tímabilið líklega búið hjá Sturridge Stjóri Liverpool, Brendan Rodgers, segir að tímabilið sé líklega búið hjá framherja félagsins Daniel Sturridge. 27. apríl 2015 10:19 Henderson og Sturridge afgreiddu nýliðana | Sjáðu mörkin Liverpool hefur ekki enn tapað leik á árinu 2015 en það vann Burnley í kvöld. 4. mars 2015 11:27 Sturridge gæti verið frá í mánuð vegna meiðslanna Vonir Liverpool um að ná Meistaradeildarsæti dvína með slæmum tíðindum af framherjanum. 27. mars 2015 09:29 Sturridge: Mikilvægt að komast í annað andrúmsloft Daniel Sturridge, framherji Liverpool, dvelur nú í Bandaríkjunum þar sem hann er í stöðugri meðhöndlun. Sturridge glímir við meiðsli og segir að breytt andrúmsloft sé mikilvægt í leið sinni inn á völlinn á nýjan leik. 3. maí 2015 06:00 Sturridge fór í aðgerð Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, spilar ekki meira á tímabilinu eftir að hann lagðist undir hnífinn í Bandaríkjunum í dag. 5. maí 2015 21:20 Sturridge líklega ekki klár fyrr en í október Daniel Sturridge, framherji Liverpool, snýr væntanlega ekki aftur á völlinn fyrr en í október eftir að hafa gengist undir aðgerð á mjöðm fyrr í vikunni. 8. maí 2015 15:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool Sjá meira
Tímabilið líklega búið hjá Sturridge Stjóri Liverpool, Brendan Rodgers, segir að tímabilið sé líklega búið hjá framherja félagsins Daniel Sturridge. 27. apríl 2015 10:19
Henderson og Sturridge afgreiddu nýliðana | Sjáðu mörkin Liverpool hefur ekki enn tapað leik á árinu 2015 en það vann Burnley í kvöld. 4. mars 2015 11:27
Sturridge gæti verið frá í mánuð vegna meiðslanna Vonir Liverpool um að ná Meistaradeildarsæti dvína með slæmum tíðindum af framherjanum. 27. mars 2015 09:29
Sturridge: Mikilvægt að komast í annað andrúmsloft Daniel Sturridge, framherji Liverpool, dvelur nú í Bandaríkjunum þar sem hann er í stöðugri meðhöndlun. Sturridge glímir við meiðsli og segir að breytt andrúmsloft sé mikilvægt í leið sinni inn á völlinn á nýjan leik. 3. maí 2015 06:00
Sturridge fór í aðgerð Daniel Sturridge, framherji Liverpool og enska landsliðsins, spilar ekki meira á tímabilinu eftir að hann lagðist undir hnífinn í Bandaríkjunum í dag. 5. maí 2015 21:20
Sturridge líklega ekki klár fyrr en í október Daniel Sturridge, framherji Liverpool, snýr væntanlega ekki aftur á völlinn fyrr en í október eftir að hafa gengist undir aðgerð á mjöðm fyrr í vikunni. 8. maí 2015 15:30