„Þið eruð orðnir umboðslausir“ Bjarki Ármannsson skrifar 18. janúar 2015 17:28 Ásmundur Einar Daðason Þau voru heldur betur skrautleg, lokin á umræðum þingflokksformannanna í þættinum Sprengisandi í morgun. Sigurjón M. Egilsson þáttastjórnandi kom þá varla að orði eftir að fulltrúar stjórnarandstöðunnar brugðust ókvæða við fullyrðingum Ásmundar Einars Daðasonar Framsóknarmanns um að „biturleika“ gætti meðal stjórnarandstöðunnar vegna árangurs ríkisstjórnarinnar. Þessi ummæli Ásmundar komu í kjölfar líflegrar umræðu um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu, sem þingmenn stjórnarflokkanna vilja margir draga til baka. Birgitta Jónsdóttir, sem mætti fyrir hönd Pírata í stað Helga Hrafns Gunnarssonar þingflokksformanns, var einna helst ósátt með ummælin eins og heyra má í spilaranum hér fyrir ofan (ummæli Ásmundar hefjast eftir um eina klukkustund, 24 mínútur og tíu sekúndur).„Þið eruð orðnir umboðslausir“ „Ég held að við verðum vör við það hérna að það er ofsalegur biturleiki í stjórnarandstöðunni,“ sagði Ásmundur Einar en lengra komst hann ekki áður en gripið var fram í fyrir honum. „Hvaða vitleysa er þetta?“ spurði Birgitta Jónsdóttir. „Meiri þvælan, Ásmundur Einar.“ Ásmundur: „Við erum að horfa upp á það að landið er á góðri siglingu - “ Birgitta: „Og er maður bitur yfir því? Ertu að segja að við séum á móti því að það gangi vel?“ Ásmundur: „Mikið jákvætt er að gerast víða í atvinnulífinu, það verður tekið á þrotabúum föllnu bankanna af ríkisstjórn sem mun láta almenning þar í fyrsta sæti - “ Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar: „Og allt endurspeglast þetta í fylgi Framsóknarflokksins.“ Birgitta: „Algjörlega! Þið eruð orðnir umboðslausir.“ Horfa má á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Sprengisandur í beinni útsendingu: Þingflokksformennirnir sitja fyrir svörum í aðdraganda þingsins Þátturinn í dag verður í beinni sjónvarpsútsendingu frá hljóðveri Bylgjunnar í Skaftahlíð. 18. janúar 2015 09:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Þau voru heldur betur skrautleg, lokin á umræðum þingflokksformannanna í þættinum Sprengisandi í morgun. Sigurjón M. Egilsson þáttastjórnandi kom þá varla að orði eftir að fulltrúar stjórnarandstöðunnar brugðust ókvæða við fullyrðingum Ásmundar Einars Daðasonar Framsóknarmanns um að „biturleika“ gætti meðal stjórnarandstöðunnar vegna árangurs ríkisstjórnarinnar. Þessi ummæli Ásmundar komu í kjölfar líflegrar umræðu um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu, sem þingmenn stjórnarflokkanna vilja margir draga til baka. Birgitta Jónsdóttir, sem mætti fyrir hönd Pírata í stað Helga Hrafns Gunnarssonar þingflokksformanns, var einna helst ósátt með ummælin eins og heyra má í spilaranum hér fyrir ofan (ummæli Ásmundar hefjast eftir um eina klukkustund, 24 mínútur og tíu sekúndur).„Þið eruð orðnir umboðslausir“ „Ég held að við verðum vör við það hérna að það er ofsalegur biturleiki í stjórnarandstöðunni,“ sagði Ásmundur Einar en lengra komst hann ekki áður en gripið var fram í fyrir honum. „Hvaða vitleysa er þetta?“ spurði Birgitta Jónsdóttir. „Meiri þvælan, Ásmundur Einar.“ Ásmundur: „Við erum að horfa upp á það að landið er á góðri siglingu - “ Birgitta: „Og er maður bitur yfir því? Ertu að segja að við séum á móti því að það gangi vel?“ Ásmundur: „Mikið jákvætt er að gerast víða í atvinnulífinu, það verður tekið á þrotabúum föllnu bankanna af ríkisstjórn sem mun láta almenning þar í fyrsta sæti - “ Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar: „Og allt endurspeglast þetta í fylgi Framsóknarflokksins.“ Birgitta: „Algjörlega! Þið eruð orðnir umboðslausir.“ Horfa má á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Sprengisandur í beinni útsendingu: Þingflokksformennirnir sitja fyrir svörum í aðdraganda þingsins Þátturinn í dag verður í beinni sjónvarpsútsendingu frá hljóðveri Bylgjunnar í Skaftahlíð. 18. janúar 2015 09:15 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Sprengisandur í beinni útsendingu: Þingflokksformennirnir sitja fyrir svörum í aðdraganda þingsins Þátturinn í dag verður í beinni sjónvarpsútsendingu frá hljóðveri Bylgjunnar í Skaftahlíð. 18. janúar 2015 09:15