Enski boltinn

Fernandinho: Reifst ekki við Kompany - þetta var hávært samtal

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Fernandinho og Kompany töluðu bara hátt.
Fernandinho og Kompany töluðu bara hátt. vísir/getty
Fernandinho, miðjumaður Manchester City, hafnar því að hafa rifist við fyrirliða liðsins, Vincent Kompany, þegar liðið tapaði fyrir Liverpool á Anfield í byrjun mánaðarins.

Enskir fjölmiðlar greindu frá því að Brassinn og Belginn hefðu rifist harkalega í hálfleik en Fernandinho segir þá bara hafa átt samtal.

„Fólk er að búa til sögur. Þetta gerðist ekki svona,“ segir Fernandinho í viðtali við Manchester Evening News.

„Þetta var ekkert alvarlegt. Það var fólk í kringum okkur þannig við þurftum að hækka róminn aðeins. Þetta var ekkert rifrildi heldur bara samtal.“

„Allir leikmenn í öllum liðum tala saman til að auka gæðin á vellinum. Þetta þurfa allir að gera. Menn þurfa að tala saman og þetta gerðist svona.“

„Þetta var samtal og ekkert meira en það. Ég veit ekki af hverju fólk heldur að þetta hafi verið rifrildi. Við töluðum bara um það sem betur mátti fara á vellinum,“ segir Fernandinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×