Innlent

Bent Sch. Thorsteinsson látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bent (til hægri) færði Landspítalanum 30 milljónir króna sem stofnfé í styrktar- og verðlaunasjóð árið 2007.
Bent (til hægri) færði Landspítalanum 30 milljónir króna sem stofnfé í styrktar- og verðlaunasjóð árið 2007. Vísir/Rósa
Bent Sch. Thorsteinsson, fyrrverandi fjármálastjóri Rafmagnsveitna ríkisins, lést þann 7. janúar á Landsspítalanum við Fossvog. Bent fæddist í Danmörku þann 12. Janúar 1922 og fluttist hingað til lands níu ára gamall.

Hann stundaði nám í Bandaríkjunum og vann lengst af hjá Rafmagnsveitum ríkisins bæði sem innkaupastjóri og sem fjármálastjóri. Bent lét sig ýmis velferðar- og félagsmál varða og var m.a. skátaforingi, formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar auk þess sem hann styrkti ýmsar rannsóknir á vegum Háskóla Íslands og Landspítalans.

Bent skilur eftir sig eiginkonu, Margaret Sch. Thorsteinsson, börn, barnabörn og barnabarnabörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×