Enski boltinn

Meira hungur en áður hjá City

Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini. vísir/getty
Manuel Pellegrini, stjóri Man. City, var að vonum afar ánægður með sigurinn gegn Chelsea í gær.

Stjórinn segir að það sé meira hungur í liðinu á þessari leiktíð en áður og að leikmenn liðsins séu reiðir.

„Síðasta tímabil var kannski góð lexía fyrir okkur. Nú eru leikmenn liðsins hungraðir og reiðir. Þeir vilja vinna hvern einasta leik," sagði Pellegrini.

Stórsigur City á meisturunum í gær var mjög verðskuldaður og liðið sendi heldur betur skýr skilaboð með frammistöðu sinni í leiknum.

„Þetta var fullkominn leikur. Það er ómögulegt að vera með yfirburði gegn Chelsea en þeim tókst aðeins að skapa eitt færi. Þetta var stórkostleg frammistaða."


Tengdar fréttir

City rúllaði yfir Chelsea | Sjáðu mörkin

Manchester City er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-0 sigur á Chelsea í stórleik helgarinnar. Lokatölur urðu 3-0, en þeir Sergio Aguero, Vincent Kompany og Fernandinho sáu um markaskorunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×