Enski boltinn

City rúllaði yfir Chelsea | Sjáðu mörkin

Vísir/Getty
Manchester City er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-0 sigur á Chelsea í stórleik helgarinnar. Lokatölur urðu 3-0, en þeir Sergio Aguero, Vincent Kompany og Fernandinho sáu um markaskorunina.

City byrjaði af miklum krafti og var strax ljóst í hvað stefndi. Sergio Aguero skoraði fyrsta markið á 31. mínútu, en áður hafði Asmir Begovic verið að verja mjög vel í marki Chelsea.

Staðan var 1-0 í hálfleik og næsta mark kom ekki fyrr en á 79. mínútu, en þá tvöfaldaði Vincent Kompany forystuna eftir hornspyrnu frá David Silva.

Þriðja og síðasta mark leiksins kom fimm mínútum fyrir leikslok, en það gerði Fernandinho með þrumuskoti í fjærhornið. Lokatölur 3-0 sigur Manchester City.

City er því á toppnum með sex stig og sex mörk í plús, en City á enn eftir að fá á sig mark. Chelsea er hins vegar með eitt stig eftir leikina tvo sem búnir eru. Rýr uppskera þar á bæ.

1-0: 2-0: 3-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×