Mayweather: Ég er víst betri en Ali Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2015 12:15 Vísir/Getty Floyd Mayweather heldur fast í fyrri yfirlýsingur sínar en að hann sé betri hnefaleikamaður en að goðsögnin Mohammed Ali var á sínum tíma. Nú styttist í bardaga hans gegn Manny Pacquaio en Mayweather er enn ósigraður í 47 bardögum á atvinnumannaferlinum. Hann vakti mikla athygli þegar hann lét þau orð falla í viðtali á dögunum að hann væri besti hnefaleikakappi sögunnar. „Sá maður er ekki til sem getur heilaþvegið mig og talið mér trú um að Sugar Ray Robinson og Muhammed Ali hefðu verið betri en ég,“ sagði Mayweather í viðtalinu umrædda við ESPN. Eftir gagnrýnina sem Mayweather fékk steig hann aftur fram og ítrekaði fyrri orð sín. „Með fullri virðingu fyrir Muhammed Ali þá vann hann sína titla í einum þyngdarflokki,“ sagði hann en Mayweather hefur orðið heimsmeistari í fjórum mismunandi þyngdarflokkum á nítján ára ferli. „Ali mætti Leon Spinks og tapaði fyrir manni sem hafði aðeins keppt í sjö bardögum. Hann tapaði öðrum bardögum en hann er samt þekktur sem sá besti (e. The Greatest) vegna þess að hann kallaði sig það sjálfur.“ „Ég kalla mig TBE [sá besti frá upphafi] (e. The Best Ever). Ég er viss um að ég verði gagnrýndur fyrir það sem ég segi en mér gæti ekki verið meira sama. Mér er alveg sama um eftirmálana.“ Bardagi Mayweather og Pacquiao fer fram 2. maí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Box Tengdar fréttir Ekki ókeypis að horfa á Mayweather og Pacquiao Það er ekki að ástæðulausu að þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao munu stórgræða á bardaga sínum í maí. 24. mars 2015 21:40 Lét útbúa munnstykki fyrir 3,4 milljónir Floyd Mayweather er moldríkur og vill að allir viti af því. 6. apríl 2015 23:15 Bubbi og Ómar lýsa boxveislu aldarinnar á Stöð 2 Sport | Myndband "2. maí verður stærsti boxbardagi síðustu þriggja áratuga.“ 17. apríl 2015 20:15 Síðasti bardagi Mayweather verður í september Floyd Mayweather er búinn að ákveða hvenær hann hendir hönskunum upp í hillu. 15. apríl 2015 14:30 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sjá meira
Floyd Mayweather heldur fast í fyrri yfirlýsingur sínar en að hann sé betri hnefaleikamaður en að goðsögnin Mohammed Ali var á sínum tíma. Nú styttist í bardaga hans gegn Manny Pacquaio en Mayweather er enn ósigraður í 47 bardögum á atvinnumannaferlinum. Hann vakti mikla athygli þegar hann lét þau orð falla í viðtali á dögunum að hann væri besti hnefaleikakappi sögunnar. „Sá maður er ekki til sem getur heilaþvegið mig og talið mér trú um að Sugar Ray Robinson og Muhammed Ali hefðu verið betri en ég,“ sagði Mayweather í viðtalinu umrædda við ESPN. Eftir gagnrýnina sem Mayweather fékk steig hann aftur fram og ítrekaði fyrri orð sín. „Með fullri virðingu fyrir Muhammed Ali þá vann hann sína titla í einum þyngdarflokki,“ sagði hann en Mayweather hefur orðið heimsmeistari í fjórum mismunandi þyngdarflokkum á nítján ára ferli. „Ali mætti Leon Spinks og tapaði fyrir manni sem hafði aðeins keppt í sjö bardögum. Hann tapaði öðrum bardögum en hann er samt þekktur sem sá besti (e. The Greatest) vegna þess að hann kallaði sig það sjálfur.“ „Ég kalla mig TBE [sá besti frá upphafi] (e. The Best Ever). Ég er viss um að ég verði gagnrýndur fyrir það sem ég segi en mér gæti ekki verið meira sama. Mér er alveg sama um eftirmálana.“ Bardagi Mayweather og Pacquiao fer fram 2. maí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Box Tengdar fréttir Ekki ókeypis að horfa á Mayweather og Pacquiao Það er ekki að ástæðulausu að þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao munu stórgræða á bardaga sínum í maí. 24. mars 2015 21:40 Lét útbúa munnstykki fyrir 3,4 milljónir Floyd Mayweather er moldríkur og vill að allir viti af því. 6. apríl 2015 23:15 Bubbi og Ómar lýsa boxveislu aldarinnar á Stöð 2 Sport | Myndband "2. maí verður stærsti boxbardagi síðustu þriggja áratuga.“ 17. apríl 2015 20:15 Síðasti bardagi Mayweather verður í september Floyd Mayweather er búinn að ákveða hvenær hann hendir hönskunum upp í hillu. 15. apríl 2015 14:30 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sjá meira
Ekki ókeypis að horfa á Mayweather og Pacquiao Það er ekki að ástæðulausu að þeir Floyd Mayweather og Manny Pacquiao munu stórgræða á bardaga sínum í maí. 24. mars 2015 21:40
Lét útbúa munnstykki fyrir 3,4 milljónir Floyd Mayweather er moldríkur og vill að allir viti af því. 6. apríl 2015 23:15
Bubbi og Ómar lýsa boxveislu aldarinnar á Stöð 2 Sport | Myndband "2. maí verður stærsti boxbardagi síðustu þriggja áratuga.“ 17. apríl 2015 20:15
Síðasti bardagi Mayweather verður í september Floyd Mayweather er búinn að ákveða hvenær hann hendir hönskunum upp í hillu. 15. apríl 2015 14:30