Enski boltinn

Cech til Arsenal fyrir helgi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Petr Cech, markvörður Chelsea, er samkvæmt heimildum fréttavef Sky Sports á leið til Arsenal fyrir helgi. Viðræður hafa átt sér stað á milli félaganna síðustu daga og er reiknað með niðurstöðu á næstu dögum.

Samkvæmt fréttinni er Cech nú þegar búinn að semja um kaup og kjör við Arsenal en Cech á eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsae. Roman Abramovich, eigandi Chelsea, mun hins vegar hafa heimilað söluna, óháð því hvert Tékkinn velji að fara.

Cech hefur verið á mála hjá Chelsea síðan 2004 og fjórum sinnum orðið enskur meistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann vann einnig Meistaradeild Evrópu einu sinni og Evrópudeild UEFA einu sinni.

Hann varði þó stærsta hluta síðasta tímabils á bekknum sem varamaður fyrir belgíska markvörðinn Thibaut Courtois.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×