Augnapot kostaði 42 milljónir | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2015 09:00 Aqib Talib getur stundum farið fram úr sér þó góður leikmaður sé. vísir/getty Aqib Talib, bakvörður Denver Broncos í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, gerði einn heimskulegasta hlut sem sést hefur í íþróttaheiminum á þessu ári á sunnudaginn. Þegar Denver mátti alls ekki við því að fá á sig víti undir lok leiksins gegn Indianapolis Colts í sjónvarpsleik helgarinnar á Stöð 2 Sport á sunnudaginn tók Talib upp á því að pota í augað á mótherja sínum. Denver kom inn í leikinn sem eitt af fjórum ósigruðum liðum deildarinnar, en með hjálp Talib tókst Indianapolis að verða fyrsta liðið til að fella Peyton Manning og félaga. Vonn Miller, samherji Talibs, og Dwayne Allen, leikmaður Colts, áttu í smá orðaskiptum eins og gerist og gengur í NFL. Talib ákvað þó að blanda sér í leikinn og pota þéttingsfast í augað á Allen. Fyrir það fékk hann auðvitað stórt víti sem fór langt með að tryggja Colts sigurinn. Ótrúlegt en satt var Talib þó ekki sparkað út úr húsinu. Aganefnd NFL er búin að ákveða að Talib fær eins leiks bann fyrir augnapotið og því verður hann sektaður um laun fyrir einn leik. Frá þessu greinir ESPN. Augnapotið kostar hann því 42 milljónir króna sem er sú upphæð sem hann fær fyrir hvern leik miðað við 654 milljóna króna grunnlaun. Talib er nefnilega einn besti varnarmaður deildarinnar og á risasamningi hjá Denver Broncos. „Þeir hafa fullan rétt á að refsa mér og mér finnst ég eiga skilið þessa refsingu. Ég ætlaði ekki að pota í augað á honum eins og þið sjáið. Þetta var óviljaverk,“ sagði Talib við fréttamenn inn í búningsklefa eftir leikinn. Óviljaverk? Hér má sjá það helsta úr leiknum en atvikið sem um ræðir kemur eftir fjórar mínútur. NFL Tengdar fréttir Kærði NFL-stjörnu fyrir að stela fána Einn besti leikmaður NFL-deildarinnar reif niður fána andstæðinganna í gær og lét sig hverfa með fánann. 9. nóvember 2015 23:15 Peyton kvaddi gamla heimavöllinn með tapi Það eru enn þrjú ósigruð lið í NFL-deildinni eftir leiki helgarinnar. 9. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Aqib Talib, bakvörður Denver Broncos í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, gerði einn heimskulegasta hlut sem sést hefur í íþróttaheiminum á þessu ári á sunnudaginn. Þegar Denver mátti alls ekki við því að fá á sig víti undir lok leiksins gegn Indianapolis Colts í sjónvarpsleik helgarinnar á Stöð 2 Sport á sunnudaginn tók Talib upp á því að pota í augað á mótherja sínum. Denver kom inn í leikinn sem eitt af fjórum ósigruðum liðum deildarinnar, en með hjálp Talib tókst Indianapolis að verða fyrsta liðið til að fella Peyton Manning og félaga. Vonn Miller, samherji Talibs, og Dwayne Allen, leikmaður Colts, áttu í smá orðaskiptum eins og gerist og gengur í NFL. Talib ákvað þó að blanda sér í leikinn og pota þéttingsfast í augað á Allen. Fyrir það fékk hann auðvitað stórt víti sem fór langt með að tryggja Colts sigurinn. Ótrúlegt en satt var Talib þó ekki sparkað út úr húsinu. Aganefnd NFL er búin að ákveða að Talib fær eins leiks bann fyrir augnapotið og því verður hann sektaður um laun fyrir einn leik. Frá þessu greinir ESPN. Augnapotið kostar hann því 42 milljónir króna sem er sú upphæð sem hann fær fyrir hvern leik miðað við 654 milljóna króna grunnlaun. Talib er nefnilega einn besti varnarmaður deildarinnar og á risasamningi hjá Denver Broncos. „Þeir hafa fullan rétt á að refsa mér og mér finnst ég eiga skilið þessa refsingu. Ég ætlaði ekki að pota í augað á honum eins og þið sjáið. Þetta var óviljaverk,“ sagði Talib við fréttamenn inn í búningsklefa eftir leikinn. Óviljaverk? Hér má sjá það helsta úr leiknum en atvikið sem um ræðir kemur eftir fjórar mínútur.
NFL Tengdar fréttir Kærði NFL-stjörnu fyrir að stela fána Einn besti leikmaður NFL-deildarinnar reif niður fána andstæðinganna í gær og lét sig hverfa með fánann. 9. nóvember 2015 23:15 Peyton kvaddi gamla heimavöllinn með tapi Það eru enn þrjú ósigruð lið í NFL-deildinni eftir leiki helgarinnar. 9. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Kærði NFL-stjörnu fyrir að stela fána Einn besti leikmaður NFL-deildarinnar reif niður fána andstæðinganna í gær og lét sig hverfa með fánann. 9. nóvember 2015 23:15
Peyton kvaddi gamla heimavöllinn með tapi Það eru enn þrjú ósigruð lið í NFL-deildinni eftir leiki helgarinnar. 9. nóvember 2015 11:00