Lífið

Fólkið á Airwaves: Vonast til að taka skot af sýrópi með íslenskum hljómsveitum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nilabjo Banerjee var mjög hress í Hörpunni í gær. Hér er hann mættur með flöskuna og skotglös.
Nilabjo Banerjee var mjög hress í Hörpunni í gær. Hér er hann mættur með flöskuna og skotglös. vísir/stefán
„Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves, segir Nilabjo Banerjee, kanadískur blaðamaður, sem staddur er hér á landi til að fjalla um tónlistarhátíðina.

Hann starfar fyrir vefsíðuna Amby sem er tónlistarbloggsíða og er hann gríðarlega spenntur fyrir hátíðinni. Þegar blaðamaður Vísis hitti Nilabjo í gær var hann nýlentur frá Toronto.

„Maður hefur heyrt ótrúlega hluti um þessa hátíð og því varð ég bara að koma. Vefsíðan sem ég starfa fyrir er staðsett í Toronto en við fjöllum almennt um tónlist um allan heim.“

Nilabjo segist vera spenntur fyrir Off-Venue dagskráni, þar sem hann hefur heyrt frábæra hluti um hana.

Nilabjo er mjög spenntur fyrir því að hitta drengina í Agent FrescoSpenntur fyrir íslenskri tónlist

„Ég hef í raun mestan áhuga á því að sjá íslenskar hljómsveitir. Svo er markmiðið að sjá fullt af tónleikum og gera lista um þær sem heilluðu mig mest. Síðan mun ég almennt fjalla um hátíðina.“

Nilabjo er nú þegar búinn að bóka viðtal við nokkrar íslenskar hljómsveitir og þar á meðal strákana í Agent Fresco.

„Sko, þar sem ég er frá Kanada og við erum fræg fyrir gott sýróp ákvað ég að taka með mér eina flösku. Ég er síðan að vonast til þess að hljómsveitameðlimir vilji taka skot af sýrópi með mér.“


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.