Enski boltinn

Mourinho: Svoleiðis skiptingar fæ ég alltaf gagnrýni fyrir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jose Mourinho var þungur í leikslok.
Jose Mourinho var þungur í leikslok. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að betra liðið í fyrri hálfleik í leik Chelsea og Manchester City hafi unnið leikinn. Mourinho skaut einnig laufléttum skotum á blaðamenn.

„Betra liðið í fyrri hálfleik vann leikinn. Betra liðið í síðari hálfleik var klárlega Chelsea. Við lentum í vandræðum í fyrri hálfleik; sköpuðum ekki nægilega mörg færi og markvörður okkar varði mikilvægar markvörslur," sagði Mourinho.

„Í síðari hálfleik var þetta öðruvísi. Ef 1-0 forysta þeirra var í hættu á 70. mínútu, þá er 3-0 í leikslok bara djók. Í stöðunni 1-0 var Chelsea betra liðið."

„Þeirra ákvörðun að láta Demichelis inn var mjög snjöll. Svoleiðis skiptingar fæ ég alltaf gagnrýni fyrir. Þeirra miðja var í vandræðum."

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var sáttur í leikslok og sagði að þetta hefði verið svipað og leikirnir gegn Chelsea á síðustu leiktíð.

„Þetta var ekki ósvipað og leikjunum tveimur sem við spiluðum við Chelsea í fyrra, en núna skoruðum við og gerðum ekki sömu mistökin," sagði fyrirliðinn í leikslok.

„Þetta var þægilegur leikur. Að byrja eins og við byrjuðum í dag er hárrétt aðferð, en það er enn mikið eftir. Ég er mjög ánægður með að halda hreinu í tvígang - það lætur mig sofa vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×