Sjórinn flæddi inn í Perlu og dælurnar höfðu ekki undan Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2015 23:14 Frá björgunaraðgerðum í kvöld. Sjónum var dælt upp um sérstaka hólka sem búið var að sjóða ofan a skipið. Stöð 2/Einar Árnason. Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. Stefnt er að því að hefjast aftur handa á ný síðdegis á morgun, að sögn Þorsteins Vilhelmssonar, stjórnarformanns Björgunar. Það var um áttaleytið í kvöld sem dælingin hófst en með henni var ætlunin að mynda nægilegt loftrými inni í skipinu til að það flyti sjálft upp. Kafarar höfðu í sólarhring á undan unnið við að þétta skipið. Virtist dælingin fara vel af stað í fyrstu. Á tíunda tímanum var þó ákveðið að stöðva dælingu þegar sýnt þótti að sjór flæddi inn í skipið og að dælurnar hefðu ekki undan.Gluggi brast í brúnni í kvöld.Stöð 2/Einar Árnason.Kafarar voru sendir niður til að kanna orsakir lekans og þétta glufur og að því búnu var reynt aftur að hefja dælingu. Ekki vildi þá betur til en að gluggi brast í brúnni. Þorsteinn Vilhelmsson segir að frekar en að halda áfram fram eftir nóttu hafi mönnum þótt skynsamlegra að gera hlé á verkinu og láta mannskapinn hvílast og reyna aftur á morgun. Jóhann Garðar Jóhannsson, útgerðarstjóri Björgunar, stjórnar björgunaraðgerðinni á Ægisgarði en að henni koma um fjörutíu manns. Þeirra á meðal eru starfsmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðis, sem vakta flotgirðingu, en þeir hafa björgunarskip og neyðarbúnað til taks, ef vart verður olíuleka. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var bein útsending af vettvangi þar sem rætt var við útgerðarstjóra Björgunar. Tengdar fréttir Perla gæti farið á flot um miðnætti Vonir standa til að dæling úr sanddæluskipinu sem sökk í Reykjavíkurhöfn á mánudag hefjast á sjötta tímanum í dag. 4. nóvember 2015 14:09 Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. Stefnt er að því að hefjast aftur handa á ný síðdegis á morgun, að sögn Þorsteins Vilhelmssonar, stjórnarformanns Björgunar. Það var um áttaleytið í kvöld sem dælingin hófst en með henni var ætlunin að mynda nægilegt loftrými inni í skipinu til að það flyti sjálft upp. Kafarar höfðu í sólarhring á undan unnið við að þétta skipið. Virtist dælingin fara vel af stað í fyrstu. Á tíunda tímanum var þó ákveðið að stöðva dælingu þegar sýnt þótti að sjór flæddi inn í skipið og að dælurnar hefðu ekki undan.Gluggi brast í brúnni í kvöld.Stöð 2/Einar Árnason.Kafarar voru sendir niður til að kanna orsakir lekans og þétta glufur og að því búnu var reynt aftur að hefja dælingu. Ekki vildi þá betur til en að gluggi brast í brúnni. Þorsteinn Vilhelmsson segir að frekar en að halda áfram fram eftir nóttu hafi mönnum þótt skynsamlegra að gera hlé á verkinu og láta mannskapinn hvílast og reyna aftur á morgun. Jóhann Garðar Jóhannsson, útgerðarstjóri Björgunar, stjórnar björgunaraðgerðinni á Ægisgarði en að henni koma um fjörutíu manns. Þeirra á meðal eru starfsmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðis, sem vakta flotgirðingu, en þeir hafa björgunarskip og neyðarbúnað til taks, ef vart verður olíuleka. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var bein útsending af vettvangi þar sem rætt var við útgerðarstjóra Björgunar.
Tengdar fréttir Perla gæti farið á flot um miðnætti Vonir standa til að dæling úr sanddæluskipinu sem sökk í Reykjavíkurhöfn á mánudag hefjast á sjötta tímanum í dag. 4. nóvember 2015 14:09 Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Perla gæti farið á flot um miðnætti Vonir standa til að dæling úr sanddæluskipinu sem sökk í Reykjavíkurhöfn á mánudag hefjast á sjötta tímanum í dag. 4. nóvember 2015 14:09
Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45
Sanddæluskipið Perla sökk í Reykjavíkurhöfn Leki kom upp í sanddæluskipinu Perlu á ellefta tímanum í morgun og er það nú komið undir yfirborð sjávar. 2. nóvember 2015 11:15