Enski boltinn

Moreno: Ótrúlegt hversu mikið Balotelli er gagnrýndur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Alberto Moreno, spænski vinstri bakvörður Liverpool, telur að Mario Balotelli, fái ósanngjarnan skerf af gagnrýni en Balotelli var töluvert gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Liverpool á síðasta tímabili.

Það voru töluverðar væntingar gerðar til  Balotelli þegar Liverpool greiddi fyrir hann sextán milljónir punda síðasta sumar og honum tókst ekki að skora á fyrstu mánuðunum.

Jókst pressan á honum töluvert þegar framherjinn Daniel Sturridge meiddist en honum tókst aldrei að ná takti í rauðu treyjunni.

Fékk Balotelli skýr skilaboð þegar hann var ekki meðal leikmannana sem fóru í æfingarferð liðsins til Finnlands, Ástralíu og Asíu en hann hefur verið orðaður við ýmis lið á Ítalíu undanfarna mánuði.

„Það er ósanngjarnt hversu mikið hann er gagnrýndur. Hann er afslappaður strákur sem fer ekki í taugarnar á neinum hjá félaginu. Hann hefur alla burði til þess að verða frábær framherji þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki dottið fyrir hann á síðasta tímabili. Ef hann fer á endanum mun ég óska honum alls hins besta þar sem hann er frábær strákur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×