Enski boltinn

Tvær vikur í Wilshere

Jack Wilshere.
Jack Wilshere. vísir/getty
Það styttist í að meiðslapésinn Jack Wilshere snúi aftur út á völlinn.

Þessi meiðslahrjáði miðjumaður Arsenal er meiddur á ökkla að þessu sinni og stjórinn hans, Arsene Wenger, segir að Wilshere verði klár í slaginn eftir tvær vikur.

Það eru fleiri leikmenn liðsins meiddir því Tomas Rosicky er búinn að fara í hnéaðgerð og verður frá í tvo mánuði. Hann meiddist í leik Íslands og Tékklands í júní.

Wenger óttast að Rosicky verði lengur frá en í tvo mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×