Lífið

Pretty Woman 25 ára í dag

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Richard Gere og Julia Roberts í hlutverkum sínum.
Richard Gere og Julia Roberts í hlutverkum sínum. vísir/getty
Kvikmyndin Pretty Woman með Julia Roberts og Richard Gere í aðalhlutverkum, fagnar 25 ára afmæli sínu í dag.

Myndin var gríðarlega vinsæl á sínum tíma og eflaust margir aðdáendur hennar sem kunna hana utanað enn í dag og sennilega einhverjir sem syngja enn Kiss með Prince í baði.

Á dögunum hittust leikarar myndarinnar í fyrsta sinn í 25 ár í þættinum Today Show og urðu þar fagnaðarfundir.

Til að fagna afmæli myndarinnar þá eru hér nokkrar staðreyndir um hana sem eflaust fáir vita:

-Konan á veggspjaldi myndarinnar er ekki Julia Roberts, heldur var höfuðið á henni photoshoppað á líkama annarrar konu.

-Al Pacino var boðið hlutverk Edward Lewis, en hann hafnaði því.



-Richard Gere átti sjálfur hugmyndina að því að loka skartgripakassanum á hendina á Juliu Roberts. Leikstjóranum fannst það svo sniðugt að hann ákvað að hafa það með.



-Rauði kjóllinn sem Roberts klæddist í óperunni átti upphaflega að vera svartur. Búningahönnuður myndarinnar, Marilyn Vance, sagði að kjóllinn hefði þurft að vera rauður en til að sannfæra leikstjórann voru gerðir þrír kjólar í mismunandi litum

og atriðið því tekið þrisvar sinnum.



-Bílaframleiðendurnir Ferrari og Porsche neituðu að hafa bíla frá sér í myndinni, sem voru mikil mistök því bílaframleiðandinn Lotus stökk á tækifærið og þrefaldaðist salan á bílum frá þeim frá 1990-1991.



-Richard Gere sagði í viðtali árið 2012 að Pretty Woman væri versta myndin sem hann hefði leikið í og sagði að þetta hefði verið kjánaleg rómantísk gamanmynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×