Mikilvægt að draga lærdóm af mistökum Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2015 17:47 Frá fundi Velferðarsviðs Reykjavíkur í dag. Vísir/Ernir „Það er ljóst að margt hefur farið úrskeiðis í framkvæmd og innleiðingu þeirra breytinga sem gerðar voru á þjónustunni um áramótin.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Strætó bs. Þar segir einnig að verkefnið hafi reynst mun stærra og víðtækara en gert hafi verið ráð fyrir í upphafi. „Það er mikilvægt að dregin verði lærdómur af þeim mistökum sem hafa átt sér stað og tryggt að þau endurtaki sig ekki.“ Eigendavettvangur Strætó bs. fundaði í dag um málefni ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu. Vettvanginn skipa stjórn Strætó bs., bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og borgarstjóri Reykjavíkur. Þá segir í tilkynningunni að akstursþjónustan sé mikilvæg þjónusta sem að stór hópur íbúa reiði sig á til að komast leiðar sinnar á hverjum degi. Því sé gríðarlega mikilvægt að tryggja áreiðanleika hennar og öryggi, svo hægt sé að endurvinna traust notenda á þjónustunni. „Markmið þeirra breytinga sem gerðar voru um áramótin er að bæta þjónustuna fyrir notendur, það er því mjög sorglegt að ekki hafi tekist betur til en raunin hefur orðið. Verkefnið framundan er að leiðrétta mistök og ná settum markmiðum,“ segir í tilkynningunni.Sérstök neyðarstjórn Í dag var ákveðið að stofna sérstaka sérstaka stjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks og mun Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, stýra henni. Þar að auki verður stjórnin skipuð fulltrúum frá Öryrkjabandalaginu, Sjálfsbjörg og Þroskahjálp auk fulltrúa frá hverju sveitarfélagi fyrir sig sem eiga aðild að ferðaþjónustunni. Meginhlutverk stjórnarinnar verður að tryggja „örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins fljótt og kostur er.“ Þú hefur hún fullt umboð til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar til að bæta úr þjónustu og framkvæmd. Meginhlutverk stjórnarinnar verður að tryggja örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins fljótt og kostur er. Á fundinum var lagt til og samþykkt að eftirfarandi fulltrúar verði skipaðir í stjórnina: Þorkell Sigurlaugsson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir, Guðjón Erling Friðriksson, Tryggvi Friðjónsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar og Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalags Íslands og Stefán Eiríksson formaður stjórnar. Starfsmaður stjórnarinnar verður Jóhannes Rúnarsson og hún hefur störf nú þegar. Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hefur víðtækar heimildir til að gera breytingar. 5. febrúar 2015 14:27 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 Neyðarfundur í ráðhúsinu: Stefán settur yfir neyðarstjórn Neyðarfundur borgastjóra og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu er hafinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Auk bæjarstjóranna er stjórn Strætó á fundinum. 5. febrúar 2015 12:39 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
„Það er ljóst að margt hefur farið úrskeiðis í framkvæmd og innleiðingu þeirra breytinga sem gerðar voru á þjónustunni um áramótin.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Strætó bs. Þar segir einnig að verkefnið hafi reynst mun stærra og víðtækara en gert hafi verið ráð fyrir í upphafi. „Það er mikilvægt að dregin verði lærdómur af þeim mistökum sem hafa átt sér stað og tryggt að þau endurtaki sig ekki.“ Eigendavettvangur Strætó bs. fundaði í dag um málefni ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu. Vettvanginn skipa stjórn Strætó bs., bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og borgarstjóri Reykjavíkur. Þá segir í tilkynningunni að akstursþjónustan sé mikilvæg þjónusta sem að stór hópur íbúa reiði sig á til að komast leiðar sinnar á hverjum degi. Því sé gríðarlega mikilvægt að tryggja áreiðanleika hennar og öryggi, svo hægt sé að endurvinna traust notenda á þjónustunni. „Markmið þeirra breytinga sem gerðar voru um áramótin er að bæta þjónustuna fyrir notendur, það er því mjög sorglegt að ekki hafi tekist betur til en raunin hefur orðið. Verkefnið framundan er að leiðrétta mistök og ná settum markmiðum,“ segir í tilkynningunni.Sérstök neyðarstjórn Í dag var ákveðið að stofna sérstaka sérstaka stjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks og mun Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, stýra henni. Þar að auki verður stjórnin skipuð fulltrúum frá Öryrkjabandalaginu, Sjálfsbjörg og Þroskahjálp auk fulltrúa frá hverju sveitarfélagi fyrir sig sem eiga aðild að ferðaþjónustunni. Meginhlutverk stjórnarinnar verður að tryggja „örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins fljótt og kostur er.“ Þú hefur hún fullt umboð til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar til að bæta úr þjónustu og framkvæmd. Meginhlutverk stjórnarinnar verður að tryggja örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins fljótt og kostur er. Á fundinum var lagt til og samþykkt að eftirfarandi fulltrúar verði skipaðir í stjórnina: Þorkell Sigurlaugsson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir, Guðjón Erling Friðriksson, Tryggvi Friðjónsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar og Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalags Íslands og Stefán Eiríksson formaður stjórnar. Starfsmaður stjórnarinnar verður Jóhannes Rúnarsson og hún hefur störf nú þegar.
Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hefur víðtækar heimildir til að gera breytingar. 5. febrúar 2015 14:27 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 Neyðarfundur í ráðhúsinu: Stefán settur yfir neyðarstjórn Neyðarfundur borgastjóra og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu er hafinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Auk bæjarstjóranna er stjórn Strætó á fundinum. 5. febrúar 2015 12:39 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04
Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04
Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04
Dagur segir atvikið í gær of alvarlegt til að grípa ekki til ákveðnari aðgerða Neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hefur víðtækar heimildir til að gera breytingar. 5. febrúar 2015 14:27
Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04
Neyðarfundur í ráðhúsinu: Stefán settur yfir neyðarstjórn Neyðarfundur borgastjóra og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu er hafinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Auk bæjarstjóranna er stjórn Strætó á fundinum. 5. febrúar 2015 12:39