Innlent

Vill tvöföldun Suðurlandsvegar í algeran forgang

Atli Ísleifsson skrifar
Frá tvöföldun þjóðarvegar 1 á Sandskeiði.
Frá tvöföldun þjóðarvegar 1 á Sandskeiði. Vísir/GVA
Bæjarráð Hveragerðisbæjar beinir því til samgöngunefndar Alþingis að tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss verði sett í skilyrðislausan forgang við gerð samgönguáætlunar til næstu fjögurra ára.

Í ályktun bæjarráðs segir að vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss sé afar fjölfarinn og talinn einn af þeim hættulegustu á landinu.  „Ennfremur er fjöldi innkeyrslna beint inn á veginn sem skapa mikla hættu eins og dæmin hafa ítrekað sýnt. Í ljósi þessa hvetur bæjarráð þingmenn til að beita sér af alefli fyrir þeim nauðsynlegu úrbótum sem þarna eru svo brýnar,“ segir í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×