Adele skellir á Silvíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. október 2015 00:18 Loksins hefur fengist svar við því hver var á hinni línunni árið 2006. Vísir Það hafa líklega fáir netverjar farið varhluta af þeirri gríðarlegu hylli sem nýjasta lag söngkonunnar Adele, Hello, hefur notið allt frá því að það rataði á vefinn fyrir fimm dögum síðan. Síðan þá hafa rúmlega 115 milljón manns horft á myndband lagsins á Youtube og alla jafna horfa um milljón manns á það á hverri einustu klukkustund. Þegar vinsældirnar eru jafn miklar og raun ber vitni skal engan undra að gamansamir netverjar geri sér mat úr því. Þannig hafa fjölmargar útgáfur af laginu sprottið upp á síðustu dögum þar sem það er dregið sundur og saman í háði. Sjá einnig: Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendur ærðust á TwitterVísir greindi til að mynda frá því að goðsögnin Lionel Richie hafi svarað söngkonunni á sunnudaginn þegar hann deildi sinni eigin útgáfu af laginu. Þar var búið að klippa saman lag Adele og samnefnt lag hans frá árinu 1984. Útkoman var sprenghlægileg. Ein af alræmdari framlögum Íslands til Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpstöðva er tilraun Silvíu Nætur til að heilla Evrópu með laginu Congratulations árið 2006. Á sviðinu í Aþenu lék Ágústa Eva Erlendsdóttir á als oddi, fór í „gyllta sturtu“ og ögraði Evrópu áður en hún var púuð niður. Einhver langrækinn júróvisjónaðdáandi hefur nú tekið sig til og klippt Silvíu og stöllu hennar Adele saman í eitt myndband þar sem sú síðarnefnda tekur við símtali Silvíu. Myndbandinu var deilt á áhugamannasíðunni Esc Today sem sérhæfir sig í umfjöllun um söngvakeppnina nú undir kvöld. Sjón er sögu ríkari.Silvia Night calls Adele#Hello Adele, you've got a call from Silvía Night! #eurovisionPosted by Esctoday on Wednesday, 28 October 2015 Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á Twitter Breska söngkonan Adele hefur loksins gefið út nýtt lag og myndband í leiðinni. Lagið ber nafnið Hello og verður á væntanlegri plötu söngkonunnar, 25. 23. október 2015 10:01 Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. 25. október 2015 20:13 Richie svarar Adele: "Hello" Hafa bæði gefið út lag sem heitir Hello. 25. október 2015 14:53 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Það hafa líklega fáir netverjar farið varhluta af þeirri gríðarlegu hylli sem nýjasta lag söngkonunnar Adele, Hello, hefur notið allt frá því að það rataði á vefinn fyrir fimm dögum síðan. Síðan þá hafa rúmlega 115 milljón manns horft á myndband lagsins á Youtube og alla jafna horfa um milljón manns á það á hverri einustu klukkustund. Þegar vinsældirnar eru jafn miklar og raun ber vitni skal engan undra að gamansamir netverjar geri sér mat úr því. Þannig hafa fjölmargar útgáfur af laginu sprottið upp á síðustu dögum þar sem það er dregið sundur og saman í háði. Sjá einnig: Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendur ærðust á TwitterVísir greindi til að mynda frá því að goðsögnin Lionel Richie hafi svarað söngkonunni á sunnudaginn þegar hann deildi sinni eigin útgáfu af laginu. Þar var búið að klippa saman lag Adele og samnefnt lag hans frá árinu 1984. Útkoman var sprenghlægileg. Ein af alræmdari framlögum Íslands til Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpstöðva er tilraun Silvíu Nætur til að heilla Evrópu með laginu Congratulations árið 2006. Á sviðinu í Aþenu lék Ágústa Eva Erlendsdóttir á als oddi, fór í „gyllta sturtu“ og ögraði Evrópu áður en hún var púuð niður. Einhver langrækinn júróvisjónaðdáandi hefur nú tekið sig til og klippt Silvíu og stöllu hennar Adele saman í eitt myndband þar sem sú síðarnefnda tekur við símtali Silvíu. Myndbandinu var deilt á áhugamannasíðunni Esc Today sem sérhæfir sig í umfjöllun um söngvakeppnina nú undir kvöld. Sjón er sögu ríkari.Silvia Night calls Adele#Hello Adele, you've got a call from Silvía Night! #eurovisionPosted by Esctoday on Wednesday, 28 October 2015
Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á Twitter Breska söngkonan Adele hefur loksins gefið út nýtt lag og myndband í leiðinni. Lagið ber nafnið Hello og verður á væntanlegri plötu söngkonunnar, 25. 23. október 2015 10:01 Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. 25. október 2015 20:13 Richie svarar Adele: "Hello" Hafa bæði gefið út lag sem heitir Hello. 25. október 2015 14:53 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á Twitter Breska söngkonan Adele hefur loksins gefið út nýtt lag og myndband í leiðinni. Lagið ber nafnið Hello og verður á væntanlegri plötu söngkonunnar, 25. 23. október 2015 10:01
Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. 25. október 2015 20:13