Erfitt fyrir Cameron að biðjast afsökunar á Gordon Brown Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2015 13:00 Forsætisráðherra kom því til skila við David Cameron að Íslendingar teldu óásættanlegt hvernig Bretar komu fram við Íslendinga í Icesave deilunni með setningu hryðjuverkalaga. Hann segir það hins vegar erfitt fyrir Cameron að biðjast afsökunar á öllu því sem Gordon Brown gerði. Fimmti fundur forsætisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands á vettvangi Northern Future Forum hófst í Reykjavík í morgun. En ráðherrarnir hittust einnig óformlega í gærkvöldi að loknum kvöldverði með fulltrúum á Norðurlandaráðsþingi í Þjóðmenningarhúsinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að fundurinn hafi verið mjög góður. „Við sátum lengi saman og ræddum málin opinskátt. Sátum bara einir forsætisráðherrarnir og það er oft ágætis tilbreyting. Það er ekki eins formlegt eins og þegar menn mæta með embættismenn og fyrirfram undirbúna punkta. Þannig að við ræddum þessi stóru úrlausnarefni sem þessi lönd eru að fást við og gerðum það eins og ég segi mjög opinskátt,“ segir Sigmundur Davíð. Flóttamannavandinn hafi verið efstur á baugi í viðræðum forsætisráðherranna. „Hann er stórt mál í öllum þessum löndum og raunar allri Evrópu auðvitað. Svo var töluvert rætt um Evrópusambandið. Þá fyrst og fremst vegna þess að Bretar eru að endurmeta stöðu sína þar og um þróun efnahagsmála. Þar gengur mjög misvel, þannig að menn skiptust á ráðum og hugmyndum um hvernig best væri að fást við stöðuna í efnahagsmálum,“ segir Sigmundur Davíð.Forsætisráðherrarnir komnir til að hlusta Um áttatíu sérfræðingar á sviði skapandi greina og betri stjórnsýslu héðan og þaðan í heiminum sitja málstofur með forsætisráðherrunum í dag, þar sem ráðherrarnir segjast vera komnir til að hlusta og læra. Sigmundur Davíð segir þjóðirnar eiga sameiginleg áhyggjumál þótt lausnirnar hafi um margt verið ólíkar. Þess vegna sé mikilvægt að ráðherrarnir hittist til að bera saman bækur sínar og hvað virki og hvað ekki. „Ég hugsa að þessi lönd muni til dæmis koma betur samstillt inn í umræðuna sem nú er framundan um lausn á flóttamannavandanum. Það voru mjög gagnlegar umræður. Einig ræddum við umhverfismálin. Þar erum við búin að stilla saman strengi. Þannig að sameiginlegt gildismat þessara landa getur nýst þeim í að hafa meiri áhrif þegar menn svo hittast í stærri hópi,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist hafa rætt aðeins við Cameron um Icesavedeiluna og ákvörðun Gordons Brown fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um að beita hryðjuverkalögum á Íslendinga. Cameron hafi lagt áherslu á að þjóðirnar horfðu fram á veginn og samband þeirra hefði alla burði til að vera gott til framtíðar. „Ég tók undir það en hélt því samt til að að við teldum algerlega óásættanlegt hvernig bresk stjórnvöld hefðu komið fram á sínum tíma. Því var komið til skila og við vinnum áfram á uppbyggilegum nótum.“Sagði hann á enskunni „I am sorry?“ „Hann lét það nú vera. Ég hugsa að hann meti sem svo að ef hann ætti að fara að biðjast afsökunar á ýmsu sem Gordon Brown gæti það reynst honum erfitt,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Forsætisráðherra kom því til skila við David Cameron að Íslendingar teldu óásættanlegt hvernig Bretar komu fram við Íslendinga í Icesave deilunni með setningu hryðjuverkalaga. Hann segir það hins vegar erfitt fyrir Cameron að biðjast afsökunar á öllu því sem Gordon Brown gerði. Fimmti fundur forsætisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands á vettvangi Northern Future Forum hófst í Reykjavík í morgun. En ráðherrarnir hittust einnig óformlega í gærkvöldi að loknum kvöldverði með fulltrúum á Norðurlandaráðsþingi í Þjóðmenningarhúsinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að fundurinn hafi verið mjög góður. „Við sátum lengi saman og ræddum málin opinskátt. Sátum bara einir forsætisráðherrarnir og það er oft ágætis tilbreyting. Það er ekki eins formlegt eins og þegar menn mæta með embættismenn og fyrirfram undirbúna punkta. Þannig að við ræddum þessi stóru úrlausnarefni sem þessi lönd eru að fást við og gerðum það eins og ég segi mjög opinskátt,“ segir Sigmundur Davíð. Flóttamannavandinn hafi verið efstur á baugi í viðræðum forsætisráðherranna. „Hann er stórt mál í öllum þessum löndum og raunar allri Evrópu auðvitað. Svo var töluvert rætt um Evrópusambandið. Þá fyrst og fremst vegna þess að Bretar eru að endurmeta stöðu sína þar og um þróun efnahagsmála. Þar gengur mjög misvel, þannig að menn skiptust á ráðum og hugmyndum um hvernig best væri að fást við stöðuna í efnahagsmálum,“ segir Sigmundur Davíð.Forsætisráðherrarnir komnir til að hlusta Um áttatíu sérfræðingar á sviði skapandi greina og betri stjórnsýslu héðan og þaðan í heiminum sitja málstofur með forsætisráðherrunum í dag, þar sem ráðherrarnir segjast vera komnir til að hlusta og læra. Sigmundur Davíð segir þjóðirnar eiga sameiginleg áhyggjumál þótt lausnirnar hafi um margt verið ólíkar. Þess vegna sé mikilvægt að ráðherrarnir hittist til að bera saman bækur sínar og hvað virki og hvað ekki. „Ég hugsa að þessi lönd muni til dæmis koma betur samstillt inn í umræðuna sem nú er framundan um lausn á flóttamannavandanum. Það voru mjög gagnlegar umræður. Einig ræddum við umhverfismálin. Þar erum við búin að stilla saman strengi. Þannig að sameiginlegt gildismat þessara landa getur nýst þeim í að hafa meiri áhrif þegar menn svo hittast í stærri hópi,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist hafa rætt aðeins við Cameron um Icesavedeiluna og ákvörðun Gordons Brown fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands um að beita hryðjuverkalögum á Íslendinga. Cameron hafi lagt áherslu á að þjóðirnar horfðu fram á veginn og samband þeirra hefði alla burði til að vera gott til framtíðar. „Ég tók undir það en hélt því samt til að að við teldum algerlega óásættanlegt hvernig bresk stjórnvöld hefðu komið fram á sínum tíma. Því var komið til skila og við vinnum áfram á uppbyggilegum nótum.“Sagði hann á enskunni „I am sorry?“ „Hann lét það nú vera. Ég hugsa að hann meti sem svo að ef hann ætti að fara að biðjast afsökunar á ýmsu sem Gordon Brown gæti það reynst honum erfitt,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent