Nýjar raddir skálda Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2015 09:15 Anna Valdís ætlar að vera kynnir á ljóðadagskránni í dag en hún yrkir og skrifar á nokkrum ólíkum tungumálum. Vísir/Pjetur „Ós er nýr félagsskapur skálda af ólíkum uppruna. Hann varð til úr ritlistarhópi sem starfaði í vetur á vegum Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, undir handleiðslu Angelu Rowlings, kanadísks ljóðskálds sem býr hér á landi.“ Þetta segir Anna Valdís Kro, ein úr hópnum Ós sem heldur ljóðadagskrá á 4. hæð Lofts Hostels í dag klukkan 14 til 16. Dagskráin kallast Plunderverse, Reading 101. Þar lesa tvær skáldkonur upp, þær Ewa Marcinek frá Póllandi sem hefur búið á Íslandi í tvö ár og hin bandaríska Randi Stebbins sem flutti til Íslands á síðasta ári. Auk þeirra kemur fram kanadíska skáldið Gregory Betts sem nú á leið um Reykjavík. Dagskráin í dag er bara byrjunin á starfsemi Óss, að sögn Önnu Valdísar. „Okkur dreymir um að gefa út tímarit með skrifum okkar, halda svona viðburði eins og í dag og leyfa röddum okkar að heyrast,“ segir hún. Sjálf skrifar hún ekki aðeins á íslensku heldur kveðst vera að prófa sig áfram með enskuna og jafnvel pólsku og búlgörsku líka, enda hafi tvær úr hópnum hjálpað henni með það. Enn eru bara konur í Óshópnum en Anna Valdís segir formlegan stofnfund ekki hafa verið haldinn enn og fleiri geta bæst við. Hún hvetur sem flesta til að mæta í dag á Loft Hostel því auk þess að hlýða á upplestur gefist þar tækifæri til að spjalla. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ós er nýr félagsskapur skálda af ólíkum uppruna. Hann varð til úr ritlistarhópi sem starfaði í vetur á vegum Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, undir handleiðslu Angelu Rowlings, kanadísks ljóðskálds sem býr hér á landi.“ Þetta segir Anna Valdís Kro, ein úr hópnum Ós sem heldur ljóðadagskrá á 4. hæð Lofts Hostels í dag klukkan 14 til 16. Dagskráin kallast Plunderverse, Reading 101. Þar lesa tvær skáldkonur upp, þær Ewa Marcinek frá Póllandi sem hefur búið á Íslandi í tvö ár og hin bandaríska Randi Stebbins sem flutti til Íslands á síðasta ári. Auk þeirra kemur fram kanadíska skáldið Gregory Betts sem nú á leið um Reykjavík. Dagskráin í dag er bara byrjunin á starfsemi Óss, að sögn Önnu Valdísar. „Okkur dreymir um að gefa út tímarit með skrifum okkar, halda svona viðburði eins og í dag og leyfa röddum okkar að heyrast,“ segir hún. Sjálf skrifar hún ekki aðeins á íslensku heldur kveðst vera að prófa sig áfram með enskuna og jafnvel pólsku og búlgörsku líka, enda hafi tvær úr hópnum hjálpað henni með það. Enn eru bara konur í Óshópnum en Anna Valdís segir formlegan stofnfund ekki hafa verið haldinn enn og fleiri geta bæst við. Hún hvetur sem flesta til að mæta í dag á Loft Hostel því auk þess að hlýða á upplestur gefist þar tækifæri til að spjalla.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira