Unga fólkið fullt af réttlætiskennd Guðrún Ansnes skrifar 4. júní 2015 00:01 Magnús er ánægður með eldmóðinn og segir ungu kynslóðina afar upplýsta. Fréttablaðið/gva „Við ætlum að hittast og undirbúa næstu tvær aðgerðir ungliðahreyfingarinnar, sem verða pyntingaraðgerðin og aðgerðir í Druslugöngunni,“ segir Magnús Sigurjón Guðmundsson aðgerðarstjóri. Er undirbúningsfundurinn til þess fallinn að gefa ungum aðgerðarsinnum tækifæri til að koma með hugmyndir og móta aðgerðirnar. „Pyntingaraðgerðin sem við förum í þann 26. júní næstkomandi snýst um að setja upp tvær stöðvar, annars vegar í Kringlunni og hins vegar á Austurvelli, þar sem Íslendingar geta komið og fengið smjörþefinn af þeim pyntingum sem eiga sér stað úti í heimi. Núna munum við varpa ljósi á lukkuhjólið sem fannst á lögreglustöð í Filippseyjum í fyrra. Fangar voru látnir snúa hjólinu og taka síðan út þá pyntingu sem örin stoppaði á,“ útskýrir Magnús. „Svo munum við ræða um hvernig best verði að haga aðgerðum í Druslugöngunni í júlí, en þá munum við vekja athygli á skelfilegri löggjöf í Túnis, þar sem kærur gegn nauðgurum eru felldar niður, giftist gerandinn fórnarlambinu,“ bendir Magnús á og bætir við: „Yfirskriftin er sum sé: Myndir þú giftast nauðgara þínum?“ Magnús segir ungt fólk á Íslandi afar framtakssamt. „Krakkarnir eru fullir af réttlætiskennd, eru róttækir og mjög hugmyndaríkir,“ segir hann og bætir við að á þeim þremur árum sem ungliðahreyfingin hafi verið starfandi hafi hún sótt gríðarlega í sig veðrið. „Við héldum fund um daginn, sem endaði þannig að fundargestir sprengdu húsnæðið utan af sér, og var meðal annars fundað inni á salernum hússins til að nýta allt pláss,“ bendir Magnús á og grínast með að brátt verði hann óþarfur, slíkur sé krafturinn í unga fólkinu. Hann hvetur alla sem áhuga hafa á að taka þátt í að móta aðgerðirnar til að koma við í Þingholtstræti 28 í kvöld klukkan 19.30. Tengdar fréttir Barðir, stungnir og hengdir upp í loft Fyrrverandi fangar í Austur-Úkraínu lýsa pyntingum í nýrri samantekt Amnesty. 27. maí 2015 11:37 Amnesty International segja Hamasliða hafa pyntað palestínska borgara Í skýrslu frá samtökunum segir að liðsmenn samtakanna hafi meðal annars rænt og pyntað fólk og tekið af lífi án dóms og laga. 27. maí 2015 08:01 Her Nígeríu sakaður um stríðsglæpi Sagðir hafa myrt þúsundir ungra manna og barna úr sulti og pyntingum á fjórum árum. 4. júní 2015 12:00 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
„Við ætlum að hittast og undirbúa næstu tvær aðgerðir ungliðahreyfingarinnar, sem verða pyntingaraðgerðin og aðgerðir í Druslugöngunni,“ segir Magnús Sigurjón Guðmundsson aðgerðarstjóri. Er undirbúningsfundurinn til þess fallinn að gefa ungum aðgerðarsinnum tækifæri til að koma með hugmyndir og móta aðgerðirnar. „Pyntingaraðgerðin sem við förum í þann 26. júní næstkomandi snýst um að setja upp tvær stöðvar, annars vegar í Kringlunni og hins vegar á Austurvelli, þar sem Íslendingar geta komið og fengið smjörþefinn af þeim pyntingum sem eiga sér stað úti í heimi. Núna munum við varpa ljósi á lukkuhjólið sem fannst á lögreglustöð í Filippseyjum í fyrra. Fangar voru látnir snúa hjólinu og taka síðan út þá pyntingu sem örin stoppaði á,“ útskýrir Magnús. „Svo munum við ræða um hvernig best verði að haga aðgerðum í Druslugöngunni í júlí, en þá munum við vekja athygli á skelfilegri löggjöf í Túnis, þar sem kærur gegn nauðgurum eru felldar niður, giftist gerandinn fórnarlambinu,“ bendir Magnús á og bætir við: „Yfirskriftin er sum sé: Myndir þú giftast nauðgara þínum?“ Magnús segir ungt fólk á Íslandi afar framtakssamt. „Krakkarnir eru fullir af réttlætiskennd, eru róttækir og mjög hugmyndaríkir,“ segir hann og bætir við að á þeim þremur árum sem ungliðahreyfingin hafi verið starfandi hafi hún sótt gríðarlega í sig veðrið. „Við héldum fund um daginn, sem endaði þannig að fundargestir sprengdu húsnæðið utan af sér, og var meðal annars fundað inni á salernum hússins til að nýta allt pláss,“ bendir Magnús á og grínast með að brátt verði hann óþarfur, slíkur sé krafturinn í unga fólkinu. Hann hvetur alla sem áhuga hafa á að taka þátt í að móta aðgerðirnar til að koma við í Þingholtstræti 28 í kvöld klukkan 19.30.
Tengdar fréttir Barðir, stungnir og hengdir upp í loft Fyrrverandi fangar í Austur-Úkraínu lýsa pyntingum í nýrri samantekt Amnesty. 27. maí 2015 11:37 Amnesty International segja Hamasliða hafa pyntað palestínska borgara Í skýrslu frá samtökunum segir að liðsmenn samtakanna hafi meðal annars rænt og pyntað fólk og tekið af lífi án dóms og laga. 27. maí 2015 08:01 Her Nígeríu sakaður um stríðsglæpi Sagðir hafa myrt þúsundir ungra manna og barna úr sulti og pyntingum á fjórum árum. 4. júní 2015 12:00 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Barðir, stungnir og hengdir upp í loft Fyrrverandi fangar í Austur-Úkraínu lýsa pyntingum í nýrri samantekt Amnesty. 27. maí 2015 11:37
Amnesty International segja Hamasliða hafa pyntað palestínska borgara Í skýrslu frá samtökunum segir að liðsmenn samtakanna hafi meðal annars rænt og pyntað fólk og tekið af lífi án dóms og laga. 27. maí 2015 08:01
Her Nígeríu sakaður um stríðsglæpi Sagðir hafa myrt þúsundir ungra manna og barna úr sulti og pyntingum á fjórum árum. 4. júní 2015 12:00