Lífið

Lunga nær hámarki um helgina

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
Lunga er haldin hátíðlega á Seyðisfirði
Lunga er haldin hátíðlega á Seyðisfirði Mynd/Magnús Elvar Jónsson

Lunga á Seyðisfirði hefur verið í gangi alla vikuna og verður hápunkturinn um helgina. Listahátíðin heldur upp á 15 ára afmælið og er dagskráin glæsileg í tilefni þess.



Seinustu vikuna hafa verið smiðjur í gangi þar sem nemendur og leiðbeinendur koma saman og læra af hver öðrum. Alls eru 120 þátttakendur sem fá að taka þátt í smiðjunum og er hægt að skrá sig meðal annars í danssmiðju, gjörningasmiðju og bréfaskriftasmiðju svo fátt eitt sé nefnt.



Björk Sigfinnsdóttir er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar og hefur verið frá upphafi. Hún býr á Seyðisfirði og er skólastjóri Lunga-skólans.



„Þó svo að það eru aðeins 120 pláss laus í smiðjurnar þá eru allt að 2.000 manns hérna alla vikuna og taka þátt í dagskránni. Hápunkturinn verður auðvitað um helgina en þá verða tónleikar og uppskeruhátíð þar sem afraksturinn í öllum smiðjunum verður sýndur.“



Búist er við að fólk streymi að frá öllum landshlutum til Seyðisfjarðar um helgina til þess að taka þátt í lokadögunum. Margir koma frá Reykjavík en enn þá fleiri koma frá öðrum landshlutum, sérstaklega frá Akureyri. Í ár eru krakkar í heimsókn á hátíðinni frá Danmörku, Noregi og Englandi, sem taka saman þátt í verkefni sem kallast samkennd. Það er áherslan lögð á það að kafa dýpra í þýðingu hugtaksins og læra hvaða hlutverk hver og einn spilar í samfélaginu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×