Heyskapur fer hægt af stað um land allt Snærós Sindradóttir skrifar 15. júlí 2015 07:00 Hjá kúabændum í Skagafirði er nýbúið að slá. Þar var uppspretta lakari en verið hefur síðastliðin ár. Mynd/Þórunn Rögnvaldsdóttir Kalt vor og rigningasamt sumar hefur valdið því að heyskapur í sveitum landsins hefur dregist úr hófi fram. Víða á Austurlandi er heyskapur ekki hafinn. Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum. „Það sem gerðist hjá sauðfjárbændum var að þeir þurftu að vera með féð lengur á túnum því afréttirnar voru seinni til. Það þýðir að þetta dregst enn lengur hjá þeim.“Borgar Páll Bragason fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum.Gæti verið farið að snjóa við seinni slátt Maímánuður var sá kaldasti á Íslandi í yfir þrjátíu ár. Það olli því að spretta á túnum var hæg lengi vel. Þegar væta og rigningar hafi tekið við er ekki hægt að hefja sláttinn. Ekki er hægt að binda blautt hey. „Það er bara ekkert byrjað að slá hérna, það er bara svoleiðis,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi. Rigningar hafa orðið til þess að heyskapur er enn ekki hafinn. Nú er svo komið að seinni sláttur, sem að öllu eðlilegu ætti að fara fram í ágúst, er í algjöru uppnámi. „Við erum að tala um seinni slátt ekki fyrr en í september með þessu áframhaldi. Það er margt sem bendir til þess að þá verði farið að snjóa hérna. Þetta er alveg komið á síðustu mörk, að menn nái endurslætti. Ég hef ekki trú á því að hann verði mikill ef það kemur ekki gott veður strax,“ segir Jóhann.Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi hefur áhyggur af ástandinu.Man ekki eftir öðru eins Eigi heyið að vera sem næringarríkast fyrir skepnurnar skiptir líka máli að það spretti ekki um of áður en það er slegið. Jóhann segir að ofvöxtur í heyi þýði aukin fjárútlát fyrir bændur í kjarnfóður. „Það er ljóst að þetta er farið að skaða kúabændur hér. Einhverjir gætu lent í verulegum vandræðum ef þeir ná ekki að tvíslá einhvern hluta af túnunum. Þetta er bara fjárhagsskaði sem menn verða fyrir ef þeir ná ekki að heyja.“ Jóhann segist ekki muna eftir annarri eins tíð að sumri til síðan hann hóf búskap. „Það er rigning hér hvern einasta dag. Það hafa verið rigningar hér áður en ekki svona stöðugt. Svo er miklu kaldara hér en hefur verið í mörg ár. Það fer ekki yfir tíu stig, sem er mjög sjaldgæft.“ Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kalt vor og rigningasamt sumar hefur valdið því að heyskapur í sveitum landsins hefur dregist úr hófi fram. Víða á Austurlandi er heyskapur ekki hafinn. Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum. „Það sem gerðist hjá sauðfjárbændum var að þeir þurftu að vera með féð lengur á túnum því afréttirnar voru seinni til. Það þýðir að þetta dregst enn lengur hjá þeim.“Borgar Páll Bragason fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum.Gæti verið farið að snjóa við seinni slátt Maímánuður var sá kaldasti á Íslandi í yfir þrjátíu ár. Það olli því að spretta á túnum var hæg lengi vel. Þegar væta og rigningar hafi tekið við er ekki hægt að hefja sláttinn. Ekki er hægt að binda blautt hey. „Það er bara ekkert byrjað að slá hérna, það er bara svoleiðis,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi. Rigningar hafa orðið til þess að heyskapur er enn ekki hafinn. Nú er svo komið að seinni sláttur, sem að öllu eðlilegu ætti að fara fram í ágúst, er í algjöru uppnámi. „Við erum að tala um seinni slátt ekki fyrr en í september með þessu áframhaldi. Það er margt sem bendir til þess að þá verði farið að snjóa hérna. Þetta er alveg komið á síðustu mörk, að menn nái endurslætti. Ég hef ekki trú á því að hann verði mikill ef það kemur ekki gott veður strax,“ segir Jóhann.Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi hefur áhyggur af ástandinu.Man ekki eftir öðru eins Eigi heyið að vera sem næringarríkast fyrir skepnurnar skiptir líka máli að það spretti ekki um of áður en það er slegið. Jóhann segir að ofvöxtur í heyi þýði aukin fjárútlát fyrir bændur í kjarnfóður. „Það er ljóst að þetta er farið að skaða kúabændur hér. Einhverjir gætu lent í verulegum vandræðum ef þeir ná ekki að tvíslá einhvern hluta af túnunum. Þetta er bara fjárhagsskaði sem menn verða fyrir ef þeir ná ekki að heyja.“ Jóhann segist ekki muna eftir annarri eins tíð að sumri til síðan hann hóf búskap. „Það er rigning hér hvern einasta dag. Það hafa verið rigningar hér áður en ekki svona stöðugt. Svo er miklu kaldara hér en hefur verið í mörg ár. Það fer ekki yfir tíu stig, sem er mjög sjaldgæft.“
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira