Heyskapur fer hægt af stað um land allt Snærós Sindradóttir skrifar 15. júlí 2015 07:00 Hjá kúabændum í Skagafirði er nýbúið að slá. Þar var uppspretta lakari en verið hefur síðastliðin ár. Mynd/Þórunn Rögnvaldsdóttir Kalt vor og rigningasamt sumar hefur valdið því að heyskapur í sveitum landsins hefur dregist úr hófi fram. Víða á Austurlandi er heyskapur ekki hafinn. Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum. „Það sem gerðist hjá sauðfjárbændum var að þeir þurftu að vera með féð lengur á túnum því afréttirnar voru seinni til. Það þýðir að þetta dregst enn lengur hjá þeim.“Borgar Páll Bragason fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum.Gæti verið farið að snjóa við seinni slátt Maímánuður var sá kaldasti á Íslandi í yfir þrjátíu ár. Það olli því að spretta á túnum var hæg lengi vel. Þegar væta og rigningar hafi tekið við er ekki hægt að hefja sláttinn. Ekki er hægt að binda blautt hey. „Það er bara ekkert byrjað að slá hérna, það er bara svoleiðis,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi. Rigningar hafa orðið til þess að heyskapur er enn ekki hafinn. Nú er svo komið að seinni sláttur, sem að öllu eðlilegu ætti að fara fram í ágúst, er í algjöru uppnámi. „Við erum að tala um seinni slátt ekki fyrr en í september með þessu áframhaldi. Það er margt sem bendir til þess að þá verði farið að snjóa hérna. Þetta er alveg komið á síðustu mörk, að menn nái endurslætti. Ég hef ekki trú á því að hann verði mikill ef það kemur ekki gott veður strax,“ segir Jóhann.Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi hefur áhyggur af ástandinu.Man ekki eftir öðru eins Eigi heyið að vera sem næringarríkast fyrir skepnurnar skiptir líka máli að það spretti ekki um of áður en það er slegið. Jóhann segir að ofvöxtur í heyi þýði aukin fjárútlát fyrir bændur í kjarnfóður. „Það er ljóst að þetta er farið að skaða kúabændur hér. Einhverjir gætu lent í verulegum vandræðum ef þeir ná ekki að tvíslá einhvern hluta af túnunum. Þetta er bara fjárhagsskaði sem menn verða fyrir ef þeir ná ekki að heyja.“ Jóhann segist ekki muna eftir annarri eins tíð að sumri til síðan hann hóf búskap. „Það er rigning hér hvern einasta dag. Það hafa verið rigningar hér áður en ekki svona stöðugt. Svo er miklu kaldara hér en hefur verið í mörg ár. Það fer ekki yfir tíu stig, sem er mjög sjaldgæft.“ Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kalt vor og rigningasamt sumar hefur valdið því að heyskapur í sveitum landsins hefur dregist úr hófi fram. Víða á Austurlandi er heyskapur ekki hafinn. Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum. „Það sem gerðist hjá sauðfjárbændum var að þeir þurftu að vera með féð lengur á túnum því afréttirnar voru seinni til. Það þýðir að þetta dregst enn lengur hjá þeim.“Borgar Páll Bragason fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum.Gæti verið farið að snjóa við seinni slátt Maímánuður var sá kaldasti á Íslandi í yfir þrjátíu ár. Það olli því að spretta á túnum var hæg lengi vel. Þegar væta og rigningar hafi tekið við er ekki hægt að hefja sláttinn. Ekki er hægt að binda blautt hey. „Það er bara ekkert byrjað að slá hérna, það er bara svoleiðis,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi. Rigningar hafa orðið til þess að heyskapur er enn ekki hafinn. Nú er svo komið að seinni sláttur, sem að öllu eðlilegu ætti að fara fram í ágúst, er í algjöru uppnámi. „Við erum að tala um seinni slátt ekki fyrr en í september með þessu áframhaldi. Það er margt sem bendir til þess að þá verði farið að snjóa hérna. Þetta er alveg komið á síðustu mörk, að menn nái endurslætti. Ég hef ekki trú á því að hann verði mikill ef það kemur ekki gott veður strax,“ segir Jóhann.Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi hefur áhyggur af ástandinu.Man ekki eftir öðru eins Eigi heyið að vera sem næringarríkast fyrir skepnurnar skiptir líka máli að það spretti ekki um of áður en það er slegið. Jóhann segir að ofvöxtur í heyi þýði aukin fjárútlát fyrir bændur í kjarnfóður. „Það er ljóst að þetta er farið að skaða kúabændur hér. Einhverjir gætu lent í verulegum vandræðum ef þeir ná ekki að tvíslá einhvern hluta af túnunum. Þetta er bara fjárhagsskaði sem menn verða fyrir ef þeir ná ekki að heyja.“ Jóhann segist ekki muna eftir annarri eins tíð að sumri til síðan hann hóf búskap. „Það er rigning hér hvern einasta dag. Það hafa verið rigningar hér áður en ekki svona stöðugt. Svo er miklu kaldara hér en hefur verið í mörg ár. Það fer ekki yfir tíu stig, sem er mjög sjaldgæft.“
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira