Heyskapur fer hægt af stað um land allt Snærós Sindradóttir skrifar 15. júlí 2015 07:00 Hjá kúabændum í Skagafirði er nýbúið að slá. Þar var uppspretta lakari en verið hefur síðastliðin ár. Mynd/Þórunn Rögnvaldsdóttir Kalt vor og rigningasamt sumar hefur valdið því að heyskapur í sveitum landsins hefur dregist úr hófi fram. Víða á Austurlandi er heyskapur ekki hafinn. Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum. „Það sem gerðist hjá sauðfjárbændum var að þeir þurftu að vera með féð lengur á túnum því afréttirnar voru seinni til. Það þýðir að þetta dregst enn lengur hjá þeim.“Borgar Páll Bragason fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum.Gæti verið farið að snjóa við seinni slátt Maímánuður var sá kaldasti á Íslandi í yfir þrjátíu ár. Það olli því að spretta á túnum var hæg lengi vel. Þegar væta og rigningar hafi tekið við er ekki hægt að hefja sláttinn. Ekki er hægt að binda blautt hey. „Það er bara ekkert byrjað að slá hérna, það er bara svoleiðis,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi. Rigningar hafa orðið til þess að heyskapur er enn ekki hafinn. Nú er svo komið að seinni sláttur, sem að öllu eðlilegu ætti að fara fram í ágúst, er í algjöru uppnámi. „Við erum að tala um seinni slátt ekki fyrr en í september með þessu áframhaldi. Það er margt sem bendir til þess að þá verði farið að snjóa hérna. Þetta er alveg komið á síðustu mörk, að menn nái endurslætti. Ég hef ekki trú á því að hann verði mikill ef það kemur ekki gott veður strax,“ segir Jóhann.Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi hefur áhyggur af ástandinu.Man ekki eftir öðru eins Eigi heyið að vera sem næringarríkast fyrir skepnurnar skiptir líka máli að það spretti ekki um of áður en það er slegið. Jóhann segir að ofvöxtur í heyi þýði aukin fjárútlát fyrir bændur í kjarnfóður. „Það er ljóst að þetta er farið að skaða kúabændur hér. Einhverjir gætu lent í verulegum vandræðum ef þeir ná ekki að tvíslá einhvern hluta af túnunum. Þetta er bara fjárhagsskaði sem menn verða fyrir ef þeir ná ekki að heyja.“ Jóhann segist ekki muna eftir annarri eins tíð að sumri til síðan hann hóf búskap. „Það er rigning hér hvern einasta dag. Það hafa verið rigningar hér áður en ekki svona stöðugt. Svo er miklu kaldara hér en hefur verið í mörg ár. Það fer ekki yfir tíu stig, sem er mjög sjaldgæft.“ Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Kalt vor og rigningasamt sumar hefur valdið því að heyskapur í sveitum landsins hefur dregist úr hófi fram. Víða á Austurlandi er heyskapur ekki hafinn. Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum. „Það sem gerðist hjá sauðfjárbændum var að þeir þurftu að vera með féð lengur á túnum því afréttirnar voru seinni til. Það þýðir að þetta dregst enn lengur hjá þeim.“Borgar Páll Bragason fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum.Gæti verið farið að snjóa við seinni slátt Maímánuður var sá kaldasti á Íslandi í yfir þrjátíu ár. Það olli því að spretta á túnum var hæg lengi vel. Þegar væta og rigningar hafi tekið við er ekki hægt að hefja sláttinn. Ekki er hægt að binda blautt hey. „Það er bara ekkert byrjað að slá hérna, það er bara svoleiðis,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi. Rigningar hafa orðið til þess að heyskapur er enn ekki hafinn. Nú er svo komið að seinni sláttur, sem að öllu eðlilegu ætti að fara fram í ágúst, er í algjöru uppnámi. „Við erum að tala um seinni slátt ekki fyrr en í september með þessu áframhaldi. Það er margt sem bendir til þess að þá verði farið að snjóa hérna. Þetta er alveg komið á síðustu mörk, að menn nái endurslætti. Ég hef ekki trú á því að hann verði mikill ef það kemur ekki gott veður strax,“ segir Jóhann.Jóhann G. Jóhannsson, kúabóndi á bænum Breiðavaði á Austurlandi hefur áhyggur af ástandinu.Man ekki eftir öðru eins Eigi heyið að vera sem næringarríkast fyrir skepnurnar skiptir líka máli að það spretti ekki um of áður en það er slegið. Jóhann segir að ofvöxtur í heyi þýði aukin fjárútlát fyrir bændur í kjarnfóður. „Það er ljóst að þetta er farið að skaða kúabændur hér. Einhverjir gætu lent í verulegum vandræðum ef þeir ná ekki að tvíslá einhvern hluta af túnunum. Þetta er bara fjárhagsskaði sem menn verða fyrir ef þeir ná ekki að heyja.“ Jóhann segist ekki muna eftir annarri eins tíð að sumri til síðan hann hóf búskap. „Það er rigning hér hvern einasta dag. Það hafa verið rigningar hér áður en ekki svona stöðugt. Svo er miklu kaldara hér en hefur verið í mörg ár. Það fer ekki yfir tíu stig, sem er mjög sjaldgæft.“
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira