Þessi láta ekki bjóða sér hvað sem er Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2015 11:00 Jón Gnarr er grænmetisæta vísir/ernir Það virðist æ algengara að fólk taki upp á því að tileinka sér sértækt mataræði. Fréttablaðið náði tali af nokkrum landsþekktum einstaklingum sem hafa lengi aðhyllst mismunandi hugmyndafræði hvað mat varðar. Algengast er að fólk sé grænmetisætur, vegan og paleo en þær stefnur eru allar gríðarlega ólíkar. Ef fólk ætlar að byrja á því að sleppa fæðutegundum úr mataræðinu er mikilvægt að undirbúa sig svo það sé auðveldara að viðhalda því og vera upplýst um hvort það sé nauðsynlegt að taka inn fæðubótarefni.Jón Gnarr - GrænmetisætaJón Gnarr er grænmetisæta nú í annað skiptið á ævinni en hann tók sér pásu í nokkur ár. Hann hefur einnig prófað að vera vegan en hann segir það geta verið tímafrekt. „Ég var kominn með upp í kok af kjöti og það var ein af ástæðunum fyrir að ég ákvað að gerast grænmetisæta. Ég tók líka vegan-tímabil en ég nennti því ekki til lengdar. Það er mjög fábreytt mataræði og það tók lengri tíma að elda. Það er ekki svo langt síðan ég byrjaði aftur sem grænmetisæta, bara nokkrir mánuðir, en ég held að þetta sé eitthvað sem allir ættu að minnsta kosti að íhuga. Það ættu fleiri að hugsa sig um þegar það kemur á mataræðinu, bæði hvað varðar dýrin og heilbrigðan lífsstíl."Heiðar Logi ElíassonHeiðar Logi Elíasson - Paleo Heiðar Logi Elíasson ákvað fyrir einu og hálfu ári að taka mataræðið í gegn. Hann vildi ekki taka út kjöt og fisk en hann vildi samt aðeins borða hollan mat. „Þetta er mjög svipað og paleo. Ég borða aðeins það sem vex. Þetta hefur mig lengi langað til að gera. Ég tók út allan sykur og mjólkurvörur og nú veit ég að allt sem ég borða er stútfullt af næringu. Engin fylling eins og brauð eða hrísgrjón.“ Markmið Heiðars var að hugsa betur um líkamann en hann er atvinnumaður á brimbretti og því mikilvægt að vera með nægan orkuforða og heilbrigðan líkama. „Þetta var frekar erfitt fyrst en núna er ég alveg hættur að pæla í þessu. Mig langar aldrei í nammi og ég byrja alla morgna á grænum smoothie. Svo er ég annaðhvort að elda eða fer á Gló.“Sólveig EiríksdóttirSólveig Eiríksdóttir - Hráfæði Eins og flestum er kunnugt þá fylgir Sólveig Eiríksdóttir hráfæðislífsstílnum, en hún rekur veitingastaðinn Gló þar sem fólk getur nálgast slíkan mat. Hráfæði segir sig að einhverju leyti sjálft en þá er maturinn yfirleitt hrár en það er hægt að elda hráfæðismat en hitinn á ofninum má ekki fara yfir 50 gráður. „Það er mikilvægt að vera útsjónarsamur þegar fólk langar að taka hráfæðið af fullri alvöru. Það þarf að undirbúa sig. Hráfæðið byggist mikið upp á grænmeti, ávöxtum, fræjum og möndlum. Það góða við hráfæði er að maður heldur vigtinni og heilsunni. Það er þó hægt að fara afvega í hráfæðinu og borða einungis hráfæðikökur en það er ekki hægt að kalla það fjölbreytta fæðu.“ Solla segist þó ekki eingöngu borða hráfæði. „Ég held að ég sé 90% hráfæði og 10% vegan. Í dag er þetta svo auðvelt. Þegar maður hefur aðgang að stað eins og Gló þá þarftu rosa lítið að pæla í þessu. Ég hef verið að þessu frá 1996. En mér finnst ekki að fólk þurfi að vera 100% eitthvað ákveðið. Fólk á bara að fá að ráða því sjálft hvað það setur ofan í sig á meðan það skaðar ekki heilsuna.“Arnór Sveinn AðalsteinssonArnór Sveinn Aðalsteinsson - Vegan/Grænmetisæta Arnór Sveinn Aðalsteinsson er fyrirliði meistaraflokks Breiðabliks. Hann gerðist að mestu vegan fyrir þremur árum. „Það er algjör mýta að maður verði að borða kjöt til þess að fá prótein og hafa orku til þess að vera í íþróttum. Ég hef aldrei verið mikið fyrir kjöt. Ég ákvað að taka á mataræðinu vegna þess að ég þurfti meiri orku og það var eitthvað vesen á líkamanum. Ég byrjaði að borða mat sem líkist mikið paleo-mataræðinu en einhvern veginn þróaðist þetta út í vegan. Ég er samt ekki 100% vegan þar sem ég fæ mér stöku sinnum ost og lýsi. Ég borða mikið grænmeti og mér gengur vel í íþróttum, líklegast betur en áður en ég hætti í kjötinu. Ég veit ekki um annan fótboltamann hér á landi sem borðar ekki kjöt. Það er mikilvægt að borða fjölbreyttan mat. Þetta getur verið smá vesen þegar ég fer út að borða en annars er þetta ekkert mál þegar maður er sjálfur að elda.“Birgitta JónsdóttirBirgitta Jónsdóttir - Grænmetisæta/ Pescatarian Birgitta Jónsdóttir pírati hefur verið grænmetisæta frá unglingsárum en hún leyfir sér stöku sinnum silung sem er veiddur af þeim sem hún þekkir. „Ég tók þessa ákvörðun mjög ung, aðallega af pólitískum ástæðum. Ég var undir miklum áhrifum hljómsveitarinnar The Smiths sem gaf út plötuna „Meat is murder“. Ég byrjaði að kynna mér málið og sá strax að ég gæti aldrei vitað hvaða dýr fengu illa meðferð þannig að ég ákvað að sleppa þessu öllu. Til þess að byrja með var þetta auðvelt fyrir utan að mig langaði alltaf í pepperóní og ég féll nokkrum sinnum. Núna gæti mig ekki langað minna í kjöt. Það er mikilvægt að borða fjölbreytta fæðu og ég passa mig á að elda alltaf akkúrat fyrir fjölskylduna svo að við þurfum sjaldnast að henda mat. Ég hugsa mikið út í umhverfið og hvet fólk til þess að gera slíkt hið sama.“Anna Ragna MagnúsdóttirAnna Ragna Magnúsardóttir - Næringarfræðingur Fréttablaðið náði tali af Önnu Rögnu Magnúsardóttir næringarfræðingi. Hún hefur sinnt þónokkrum grænmetisætum sem hafa komið til hennar í ráðgjöf. Hún segir að ef fólk kjósi að fylgja ákveðinni hugmyndafræði um mat þá geti það verið hollt, en það sé mikilvægt að hafa fæðuna sem fjölbreyttasta og taka fæðubótarefni ef þess er þörf. „Ég er best að mér þegar það kemur að grænmetisætum og vegan en ég hef ekki kynnt mér hráfæðið og paleo nógu vel. Það er auðvitað best að fá alla næringu beint upp úr fæðinu en þegar það á við verður fólk að muna að taka inn fæðubótarefni. Þeir sem kjósa að vera vegan verða að muna að taka inn B-12 töflur en það er aðeins hægt að fá það úr dýraafurðum. Grænmetisætur verða að taka inn járn svo að þær verði ekki blóðlitlar. Það er járn í dökkgrænu grænmeti en það nýtist ekki nógu vel í líkamanum. Í raun er allt grænmeti sem er í sterkum lit mjög og mikilvægt fyrir alla að borða nóg af því. Þeir sem eru á paleo-fæði borða kjöt og allt sem vex frá jörðinni. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af járninu en gætu þurft að taka inn kalk- og calciumtöflur. Einu skiptin sem að ég hef séð fólk í vandræðum með sérhæft mataræði er þegar fólk fær ekki nóg af B-12 í líkamann en það er eitt mikilvægasta vítamínið sem við ættum að fá upp úr fæðunni. Tengdar fréttir "Umræða um grænmetisætur einkennist af vanþekkingu“ Það verður að taka tillit til mismunandi lífstíls fólks í nútímasamfélagi. Þetta segir móðir þriggja ára drengs, sem neitað er um grænmetisrétti í leikskóla í Kópavogi. Varaformaður samtaka grænmetisæta sakar bæjaryfirvöld um fordóma. Þórhildur Þorkelsdóttir 28. september 2013 19:50 Sykurskert sæla Siggu Daggar Það gekk á ýmsu í sykurátakinu í vikunni en heilt yfir þá held ég að þetta sykurminna líf verði að varanlegri breytingu á matarræði. 12. september 2014 09:00 „Lifandi matur er lykillinn að góðri heilsu, líðan og útliti“ Helga Gabríela ákvað að taka matarræðið alveg í gegn tileinkaði sér áhugaverðan hráfæðislífstíl. Hún sér jákvæðar breytingar á sér á hverjum degi og telur að lifandi matur sé lykillinn að góðri heilsu, líðan og útliti. 9. mars 2013 09:30 Ruslfæði meiri skaðvaldur en reykingar Óhollt matarræði er nú stærri ógn við heilsu jarðarbúa en reykingar. Þetta kom fram á árlegum stefnufundi alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Þó einhver árangur hafi náðst í þessum efnum hér á landi má alltaf gera betur. 22. maí 2014 20:45 Grænmetisætur líklegri til að fá krabbamein Þá eru einstaklingar sem eingöngu borða ávexti og grænmeti einnig líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða. 4. apríl 2014 11:35 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
Það virðist æ algengara að fólk taki upp á því að tileinka sér sértækt mataræði. Fréttablaðið náði tali af nokkrum landsþekktum einstaklingum sem hafa lengi aðhyllst mismunandi hugmyndafræði hvað mat varðar. Algengast er að fólk sé grænmetisætur, vegan og paleo en þær stefnur eru allar gríðarlega ólíkar. Ef fólk ætlar að byrja á því að sleppa fæðutegundum úr mataræðinu er mikilvægt að undirbúa sig svo það sé auðveldara að viðhalda því og vera upplýst um hvort það sé nauðsynlegt að taka inn fæðubótarefni.Jón Gnarr - GrænmetisætaJón Gnarr er grænmetisæta nú í annað skiptið á ævinni en hann tók sér pásu í nokkur ár. Hann hefur einnig prófað að vera vegan en hann segir það geta verið tímafrekt. „Ég var kominn með upp í kok af kjöti og það var ein af ástæðunum fyrir að ég ákvað að gerast grænmetisæta. Ég tók líka vegan-tímabil en ég nennti því ekki til lengdar. Það er mjög fábreytt mataræði og það tók lengri tíma að elda. Það er ekki svo langt síðan ég byrjaði aftur sem grænmetisæta, bara nokkrir mánuðir, en ég held að þetta sé eitthvað sem allir ættu að minnsta kosti að íhuga. Það ættu fleiri að hugsa sig um þegar það kemur á mataræðinu, bæði hvað varðar dýrin og heilbrigðan lífsstíl."Heiðar Logi ElíassonHeiðar Logi Elíasson - Paleo Heiðar Logi Elíasson ákvað fyrir einu og hálfu ári að taka mataræðið í gegn. Hann vildi ekki taka út kjöt og fisk en hann vildi samt aðeins borða hollan mat. „Þetta er mjög svipað og paleo. Ég borða aðeins það sem vex. Þetta hefur mig lengi langað til að gera. Ég tók út allan sykur og mjólkurvörur og nú veit ég að allt sem ég borða er stútfullt af næringu. Engin fylling eins og brauð eða hrísgrjón.“ Markmið Heiðars var að hugsa betur um líkamann en hann er atvinnumaður á brimbretti og því mikilvægt að vera með nægan orkuforða og heilbrigðan líkama. „Þetta var frekar erfitt fyrst en núna er ég alveg hættur að pæla í þessu. Mig langar aldrei í nammi og ég byrja alla morgna á grænum smoothie. Svo er ég annaðhvort að elda eða fer á Gló.“Sólveig EiríksdóttirSólveig Eiríksdóttir - Hráfæði Eins og flestum er kunnugt þá fylgir Sólveig Eiríksdóttir hráfæðislífsstílnum, en hún rekur veitingastaðinn Gló þar sem fólk getur nálgast slíkan mat. Hráfæði segir sig að einhverju leyti sjálft en þá er maturinn yfirleitt hrár en það er hægt að elda hráfæðismat en hitinn á ofninum má ekki fara yfir 50 gráður. „Það er mikilvægt að vera útsjónarsamur þegar fólk langar að taka hráfæðið af fullri alvöru. Það þarf að undirbúa sig. Hráfæðið byggist mikið upp á grænmeti, ávöxtum, fræjum og möndlum. Það góða við hráfæði er að maður heldur vigtinni og heilsunni. Það er þó hægt að fara afvega í hráfæðinu og borða einungis hráfæðikökur en það er ekki hægt að kalla það fjölbreytta fæðu.“ Solla segist þó ekki eingöngu borða hráfæði. „Ég held að ég sé 90% hráfæði og 10% vegan. Í dag er þetta svo auðvelt. Þegar maður hefur aðgang að stað eins og Gló þá þarftu rosa lítið að pæla í þessu. Ég hef verið að þessu frá 1996. En mér finnst ekki að fólk þurfi að vera 100% eitthvað ákveðið. Fólk á bara að fá að ráða því sjálft hvað það setur ofan í sig á meðan það skaðar ekki heilsuna.“Arnór Sveinn AðalsteinssonArnór Sveinn Aðalsteinsson - Vegan/Grænmetisæta Arnór Sveinn Aðalsteinsson er fyrirliði meistaraflokks Breiðabliks. Hann gerðist að mestu vegan fyrir þremur árum. „Það er algjör mýta að maður verði að borða kjöt til þess að fá prótein og hafa orku til þess að vera í íþróttum. Ég hef aldrei verið mikið fyrir kjöt. Ég ákvað að taka á mataræðinu vegna þess að ég þurfti meiri orku og það var eitthvað vesen á líkamanum. Ég byrjaði að borða mat sem líkist mikið paleo-mataræðinu en einhvern veginn þróaðist þetta út í vegan. Ég er samt ekki 100% vegan þar sem ég fæ mér stöku sinnum ost og lýsi. Ég borða mikið grænmeti og mér gengur vel í íþróttum, líklegast betur en áður en ég hætti í kjötinu. Ég veit ekki um annan fótboltamann hér á landi sem borðar ekki kjöt. Það er mikilvægt að borða fjölbreyttan mat. Þetta getur verið smá vesen þegar ég fer út að borða en annars er þetta ekkert mál þegar maður er sjálfur að elda.“Birgitta JónsdóttirBirgitta Jónsdóttir - Grænmetisæta/ Pescatarian Birgitta Jónsdóttir pírati hefur verið grænmetisæta frá unglingsárum en hún leyfir sér stöku sinnum silung sem er veiddur af þeim sem hún þekkir. „Ég tók þessa ákvörðun mjög ung, aðallega af pólitískum ástæðum. Ég var undir miklum áhrifum hljómsveitarinnar The Smiths sem gaf út plötuna „Meat is murder“. Ég byrjaði að kynna mér málið og sá strax að ég gæti aldrei vitað hvaða dýr fengu illa meðferð þannig að ég ákvað að sleppa þessu öllu. Til þess að byrja með var þetta auðvelt fyrir utan að mig langaði alltaf í pepperóní og ég féll nokkrum sinnum. Núna gæti mig ekki langað minna í kjöt. Það er mikilvægt að borða fjölbreytta fæðu og ég passa mig á að elda alltaf akkúrat fyrir fjölskylduna svo að við þurfum sjaldnast að henda mat. Ég hugsa mikið út í umhverfið og hvet fólk til þess að gera slíkt hið sama.“Anna Ragna MagnúsdóttirAnna Ragna Magnúsardóttir - Næringarfræðingur Fréttablaðið náði tali af Önnu Rögnu Magnúsardóttir næringarfræðingi. Hún hefur sinnt þónokkrum grænmetisætum sem hafa komið til hennar í ráðgjöf. Hún segir að ef fólk kjósi að fylgja ákveðinni hugmyndafræði um mat þá geti það verið hollt, en það sé mikilvægt að hafa fæðuna sem fjölbreyttasta og taka fæðubótarefni ef þess er þörf. „Ég er best að mér þegar það kemur að grænmetisætum og vegan en ég hef ekki kynnt mér hráfæðið og paleo nógu vel. Það er auðvitað best að fá alla næringu beint upp úr fæðinu en þegar það á við verður fólk að muna að taka inn fæðubótarefni. Þeir sem kjósa að vera vegan verða að muna að taka inn B-12 töflur en það er aðeins hægt að fá það úr dýraafurðum. Grænmetisætur verða að taka inn járn svo að þær verði ekki blóðlitlar. Það er járn í dökkgrænu grænmeti en það nýtist ekki nógu vel í líkamanum. Í raun er allt grænmeti sem er í sterkum lit mjög og mikilvægt fyrir alla að borða nóg af því. Þeir sem eru á paleo-fæði borða kjöt og allt sem vex frá jörðinni. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af járninu en gætu þurft að taka inn kalk- og calciumtöflur. Einu skiptin sem að ég hef séð fólk í vandræðum með sérhæft mataræði er þegar fólk fær ekki nóg af B-12 í líkamann en það er eitt mikilvægasta vítamínið sem við ættum að fá upp úr fæðunni.
Tengdar fréttir "Umræða um grænmetisætur einkennist af vanþekkingu“ Það verður að taka tillit til mismunandi lífstíls fólks í nútímasamfélagi. Þetta segir móðir þriggja ára drengs, sem neitað er um grænmetisrétti í leikskóla í Kópavogi. Varaformaður samtaka grænmetisæta sakar bæjaryfirvöld um fordóma. Þórhildur Þorkelsdóttir 28. september 2013 19:50 Sykurskert sæla Siggu Daggar Það gekk á ýmsu í sykurátakinu í vikunni en heilt yfir þá held ég að þetta sykurminna líf verði að varanlegri breytingu á matarræði. 12. september 2014 09:00 „Lifandi matur er lykillinn að góðri heilsu, líðan og útliti“ Helga Gabríela ákvað að taka matarræðið alveg í gegn tileinkaði sér áhugaverðan hráfæðislífstíl. Hún sér jákvæðar breytingar á sér á hverjum degi og telur að lifandi matur sé lykillinn að góðri heilsu, líðan og útliti. 9. mars 2013 09:30 Ruslfæði meiri skaðvaldur en reykingar Óhollt matarræði er nú stærri ógn við heilsu jarðarbúa en reykingar. Þetta kom fram á árlegum stefnufundi alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Þó einhver árangur hafi náðst í þessum efnum hér á landi má alltaf gera betur. 22. maí 2014 20:45 Grænmetisætur líklegri til að fá krabbamein Þá eru einstaklingar sem eingöngu borða ávexti og grænmeti einnig líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða. 4. apríl 2014 11:35 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
"Umræða um grænmetisætur einkennist af vanþekkingu“ Það verður að taka tillit til mismunandi lífstíls fólks í nútímasamfélagi. Þetta segir móðir þriggja ára drengs, sem neitað er um grænmetisrétti í leikskóla í Kópavogi. Varaformaður samtaka grænmetisæta sakar bæjaryfirvöld um fordóma. Þórhildur Þorkelsdóttir 28. september 2013 19:50
Sykurskert sæla Siggu Daggar Það gekk á ýmsu í sykurátakinu í vikunni en heilt yfir þá held ég að þetta sykurminna líf verði að varanlegri breytingu á matarræði. 12. september 2014 09:00
„Lifandi matur er lykillinn að góðri heilsu, líðan og útliti“ Helga Gabríela ákvað að taka matarræðið alveg í gegn tileinkaði sér áhugaverðan hráfæðislífstíl. Hún sér jákvæðar breytingar á sér á hverjum degi og telur að lifandi matur sé lykillinn að góðri heilsu, líðan og útliti. 9. mars 2013 09:30
Ruslfæði meiri skaðvaldur en reykingar Óhollt matarræði er nú stærri ógn við heilsu jarðarbúa en reykingar. Þetta kom fram á árlegum stefnufundi alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Þó einhver árangur hafi náðst í þessum efnum hér á landi má alltaf gera betur. 22. maí 2014 20:45
Grænmetisætur líklegri til að fá krabbamein Þá eru einstaklingar sem eingöngu borða ávexti og grænmeti einnig líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða. 4. apríl 2014 11:35