„Lifandi matur er lykillinn að góðri heilsu, líðan og útliti“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. mars 2013 09:30 Helga Gabríela er 21 árs listnemi sem hefur alltaf haft brennandi áhuga á öllu sem tengist heilsu og mat, en nýlega ákvað hún að taka matarræðið alveg í gegn og tileinkaði sér áhugaverðan hráfæðislífstíl. Helga vinnur þessa dagana að vefsíðu sem lítur dagsins ljós á næstunni og mun innihalda uppskriftir, upplýsingar og myndir af því sem hún gerir í eldhúsinu, en hana langar til að miðla þekkningu sinni á hráfæði til sem flestra og veita fólki innblástur til hugsa vel um heilsuna.Matarræði Helgu byggist mest á ferskum ávöxtum og grænmeti.Eftir að hafa lesið sér mikið til um heilsu og næringu tileinkaði Helga sér hráfæðislífstíl sem er byggður á bók sem heitir 80/10/10 eftir Dr. Dauglas Graham. Matarræðið byggist mest á ferskum ávöxtum og grænmeti sem er kolvetnishátt, eins og bönunum, döðlum, ananas, rauðrófum og gulrótum. „Á morgnanna fæ ég mér t.d. múslí með nóg af ávöxtum, kókosmjólk, og hnetum eða risa vatnsmelónu. Mér finnst líka æðislegt að leggja Chia-fræ og möndlur í bleyti yfir nótt og setja það síðan í blandarann að morgni til að útbúa möndlu-chia graut með granateplum, banana, kanil og engifer. Yfir daginn útbý ég safa eða smoothie með t.d. kókosvatni, bláberjum, acai og Chia. Á kvöldin geri ég t.d. speltpizzu, með spínati, grape, fetaosti, chili og mango, zucchini pasta með marinarasósu, cherry-tómötum, rauðrófu, og basilíku eða fæ mér stórt salat", segir Helga, en hún segir að safapressa og blandari séu skyldueign á hvert heimili.Helga Gabríela er ánægð með hollan lífstíl.Hvernig gengur að finna hráefni eins og ferska ávexti á Íslandi? „Það er ekki auðvelt en mér hefur tekist að finna verslanir sem selja fersk hráefni. Ég rölti oft í Frú Laugu og þar get ég fengið allt beint frá bónda. Víðir er líka með gott úrval af ávöxtum og grænmeti. Heilsuhúsið og Lifandi markaður eru góðar verslanir til að fá lífrænt ræktað sem er auðvitað best. Svo fór ég í Kost um daginn og gekk út með poka af ferskum suðrænum ávöxtum eins og papaya, ferskum fíkjum, eldrauðum fallegum jarðaberjum og kókoshnetum."Helga er dugleg að deila myndum af skemmtilegum hráfæðisuppskriftum á Instagram.Finnur þú mikinn mun á þér á þessu matarræði? „Mér líður yfir höfuð mun betur. Ég er að sjá jákvæðar breytingar hjá mér á hverjum degi, þessi lífstíll verður alltaf betri og betri. Ég er með mikla orku og á auðvelt með að vakna á morgnanna. Ég finn að húðin mín er orðin fallegri, hún alveg ljómar. Einnig finn ég að hárið er heilbrigðara og lítur betur út. Þetta er auðvelt þegar viðkomandi fer að finna og sjá árangur ég tala nú ekki um þegar fólk hefur áhuga á hollum lífstíl. Það er ótrúlegt hvað líkaminn gerir fyrir þig þegar þú berð virðingu fyrir honum og ferð vel með hann. Mér finnst mjög áhugavert að huga að heildinni, að næra líkama, huga og sál. Ég trúi að fegurð komi að innan frá og lifandi matur sé lykillinn af góðri heilsu, líðan og útliti."Vatnsmelónudjúsinn er í miklu uppáhaldi.Helga deilir hér með okkur uppskrift af einföldum djús sem er í uppáhaldi. 1/2 vatnsmelóna, fer eftir hvað hún er stór. Vatnsmelóna er full af andoxunarefnum, A og C vítamínum. 1 sítróna. Engifer, eftir smekk „Ég strái oft Chia eða Hemp fræjum yfir djúsinn. Vatnsmelóna er full af andoxunarefnum, A og C vítamínum á meðan sítróna er bakteríudrepandi og styrkir ofnæmiskerfið. Svo er oft talað um að engifer sé algjör undrameðal, en það eykur orku og kemur blóðrásinni á stað. Njótið vel!"Hér er hægt að fylgjast með Helgu á Instagram. Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Helga Gabríela er 21 árs listnemi sem hefur alltaf haft brennandi áhuga á öllu sem tengist heilsu og mat, en nýlega ákvað hún að taka matarræðið alveg í gegn og tileinkaði sér áhugaverðan hráfæðislífstíl. Helga vinnur þessa dagana að vefsíðu sem lítur dagsins ljós á næstunni og mun innihalda uppskriftir, upplýsingar og myndir af því sem hún gerir í eldhúsinu, en hana langar til að miðla þekkningu sinni á hráfæði til sem flestra og veita fólki innblástur til hugsa vel um heilsuna.Matarræði Helgu byggist mest á ferskum ávöxtum og grænmeti.Eftir að hafa lesið sér mikið til um heilsu og næringu tileinkaði Helga sér hráfæðislífstíl sem er byggður á bók sem heitir 80/10/10 eftir Dr. Dauglas Graham. Matarræðið byggist mest á ferskum ávöxtum og grænmeti sem er kolvetnishátt, eins og bönunum, döðlum, ananas, rauðrófum og gulrótum. „Á morgnanna fæ ég mér t.d. múslí með nóg af ávöxtum, kókosmjólk, og hnetum eða risa vatnsmelónu. Mér finnst líka æðislegt að leggja Chia-fræ og möndlur í bleyti yfir nótt og setja það síðan í blandarann að morgni til að útbúa möndlu-chia graut með granateplum, banana, kanil og engifer. Yfir daginn útbý ég safa eða smoothie með t.d. kókosvatni, bláberjum, acai og Chia. Á kvöldin geri ég t.d. speltpizzu, með spínati, grape, fetaosti, chili og mango, zucchini pasta með marinarasósu, cherry-tómötum, rauðrófu, og basilíku eða fæ mér stórt salat", segir Helga, en hún segir að safapressa og blandari séu skyldueign á hvert heimili.Helga Gabríela er ánægð með hollan lífstíl.Hvernig gengur að finna hráefni eins og ferska ávexti á Íslandi? „Það er ekki auðvelt en mér hefur tekist að finna verslanir sem selja fersk hráefni. Ég rölti oft í Frú Laugu og þar get ég fengið allt beint frá bónda. Víðir er líka með gott úrval af ávöxtum og grænmeti. Heilsuhúsið og Lifandi markaður eru góðar verslanir til að fá lífrænt ræktað sem er auðvitað best. Svo fór ég í Kost um daginn og gekk út með poka af ferskum suðrænum ávöxtum eins og papaya, ferskum fíkjum, eldrauðum fallegum jarðaberjum og kókoshnetum."Helga er dugleg að deila myndum af skemmtilegum hráfæðisuppskriftum á Instagram.Finnur þú mikinn mun á þér á þessu matarræði? „Mér líður yfir höfuð mun betur. Ég er að sjá jákvæðar breytingar hjá mér á hverjum degi, þessi lífstíll verður alltaf betri og betri. Ég er með mikla orku og á auðvelt með að vakna á morgnanna. Ég finn að húðin mín er orðin fallegri, hún alveg ljómar. Einnig finn ég að hárið er heilbrigðara og lítur betur út. Þetta er auðvelt þegar viðkomandi fer að finna og sjá árangur ég tala nú ekki um þegar fólk hefur áhuga á hollum lífstíl. Það er ótrúlegt hvað líkaminn gerir fyrir þig þegar þú berð virðingu fyrir honum og ferð vel með hann. Mér finnst mjög áhugavert að huga að heildinni, að næra líkama, huga og sál. Ég trúi að fegurð komi að innan frá og lifandi matur sé lykillinn af góðri heilsu, líðan og útliti."Vatnsmelónudjúsinn er í miklu uppáhaldi.Helga deilir hér með okkur uppskrift af einföldum djús sem er í uppáhaldi. 1/2 vatnsmelóna, fer eftir hvað hún er stór. Vatnsmelóna er full af andoxunarefnum, A og C vítamínum. 1 sítróna. Engifer, eftir smekk „Ég strái oft Chia eða Hemp fræjum yfir djúsinn. Vatnsmelóna er full af andoxunarefnum, A og C vítamínum á meðan sítróna er bakteríudrepandi og styrkir ofnæmiskerfið. Svo er oft talað um að engifer sé algjör undrameðal, en það eykur orku og kemur blóðrásinni á stað. Njótið vel!"Hér er hægt að fylgjast með Helgu á Instagram.
Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira