"Umræða um grænmetisætur einkennist af vanþekkingu“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. september 2013 19:50 Það verður að taka tillit til mismunandi lífstíls fólks í nútímasamfélagi. Þetta segir móðir þriggja ára drengs sem neitað er um grænmetisrétti í leikskóla í Kópavogi. Sigrún Jóelsdóttir flutti nýlega úr Skerjafirði til Kópavogs ásamt fjölskyldu sinni. Þriggja ára gamall sonur hennar hefur hingað til verið í einkareknum leikskóla þar sem boðið er upp á grænmetisfæði. Í Kópavogi er ekki komið til móts við foreldra sem óska eftir því að börnin sín fái grænmetisfæði að öðru leyti en að foreldrum er boðið að senda börnin með nesti í skólann. Sesselja Hauksdóttir, deildarstjóri leikskólasviðs Kópavogsbæjar, sagði í samtali við fréttastofu að í handbók skólastjórnenda komi fram að ef sérþarfir barna valdi miklum tilkostnaði eða mikilli vinnu matráðs skulu foreldrar koma með mat fyrir barnið. Sérstakur matur er þó útbúinn fyrir börn sem eru með ofnæmi. Þá tók Sesselja einnig fram að þörfum barna sem ekki geti borðað svínakjöt sé mætt. „Mér finnst þetta skjóta mjög skökku við. Í mínum huga er ekki flókið að taka tillit til þarfa í matarræði. Eins og hefur komið fram er tekið tillit til þess þegar börn eru með ofnæmi eða geta ekki neytt ákveðins matar vega trúar. Mér finnst það ekki vera mitt einkamál að það sé tekið tillit til lífsgilda fólks og mér finnst ekki að ég eigi að þurfa að útskýra mínar ástæður eða sýna fram á helsufar barnanna minna til þess að það sé tekið tillit til okkar í þessum málum. Ég geri athugasemd við þetta og vil að þetta sé skoðað,“ segir Sigrún. Frétt sem birtist á Vísi.is um málið hefur vakið mikla athygli. Fjölmargir hafa tjáð sig í kommentakerfi fréttarinnar og ljóst að fólk hefur sterkar skoðanir á matarræði barna. Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, formaður fræðslunefndar í Félagi grænmetisæta, segir umræðuna einkennast af vanþekkingu og fordómum. „Við viljum öll láta bera virðingu fyrir okkar lífsgildum. Hvort sem við erum ákveðinnar trúar, kynhneigðar eða hvað sem það er. Við ættum öll að berjast fyrir því að það sé borin virðing fyrir því hvernig við viljum lifa lífinu.“ Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Það verður að taka tillit til mismunandi lífstíls fólks í nútímasamfélagi. Þetta segir móðir þriggja ára drengs sem neitað er um grænmetisrétti í leikskóla í Kópavogi. Sigrún Jóelsdóttir flutti nýlega úr Skerjafirði til Kópavogs ásamt fjölskyldu sinni. Þriggja ára gamall sonur hennar hefur hingað til verið í einkareknum leikskóla þar sem boðið er upp á grænmetisfæði. Í Kópavogi er ekki komið til móts við foreldra sem óska eftir því að börnin sín fái grænmetisfæði að öðru leyti en að foreldrum er boðið að senda börnin með nesti í skólann. Sesselja Hauksdóttir, deildarstjóri leikskólasviðs Kópavogsbæjar, sagði í samtali við fréttastofu að í handbók skólastjórnenda komi fram að ef sérþarfir barna valdi miklum tilkostnaði eða mikilli vinnu matráðs skulu foreldrar koma með mat fyrir barnið. Sérstakur matur er þó útbúinn fyrir börn sem eru með ofnæmi. Þá tók Sesselja einnig fram að þörfum barna sem ekki geti borðað svínakjöt sé mætt. „Mér finnst þetta skjóta mjög skökku við. Í mínum huga er ekki flókið að taka tillit til þarfa í matarræði. Eins og hefur komið fram er tekið tillit til þess þegar börn eru með ofnæmi eða geta ekki neytt ákveðins matar vega trúar. Mér finnst það ekki vera mitt einkamál að það sé tekið tillit til lífsgilda fólks og mér finnst ekki að ég eigi að þurfa að útskýra mínar ástæður eða sýna fram á helsufar barnanna minna til þess að það sé tekið tillit til okkar í þessum málum. Ég geri athugasemd við þetta og vil að þetta sé skoðað,“ segir Sigrún. Frétt sem birtist á Vísi.is um málið hefur vakið mikla athygli. Fjölmargir hafa tjáð sig í kommentakerfi fréttarinnar og ljóst að fólk hefur sterkar skoðanir á matarræði barna. Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, formaður fræðslunefndar í Félagi grænmetisæta, segir umræðuna einkennast af vanþekkingu og fordómum. „Við viljum öll láta bera virðingu fyrir okkar lífsgildum. Hvort sem við erum ákveðinnar trúar, kynhneigðar eða hvað sem það er. Við ættum öll að berjast fyrir því að það sé borin virðing fyrir því hvernig við viljum lifa lífinu.“
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira